Lesbók Morgunblaðsins - 29.04.1951, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 29.04.1951, Blaðsíða 8
LESBOK MOROUNBLAÐSINS 244 ■ — 1 ■' ■ —■ ' ■' —— ——— iiii Albert Ólaísson: JEG VAR fj'rir nokkrum árum kennari einn vetur við gagnfræða- skóla í Gildaskála, Norður-Noretti. En Gildaskáli er stór sveit í nánd við bæinn Bodö, aðeins fyrir norð- an heimskautabauginn. Nafnið sjálft, Gildaskáli, cr eins og endurómur löngu liðinna við- burða. Gildi þýðir veisla og“* svo voru nefndar bræðralagssamkom- ur miðaldanna. Skáli er veislusal- ur. Þetta forna nafn sveitarinnar skyldi benda til þess, að þar sje gott að vera. Og fegurri sveit hef jeg ekki sjeð meðfram hinni miklu strandlengju Noregs, er jeg þó vcl kunnugur á leiðinni frá Ósló til Finnmcrkur. Hjer cru hvassir alpa- tindar alt að þvi 1300 metra háir, enn hefur cnginn treyst sjer að ganga á suma þeirra. Snarbrattir rísa þeir upp frá hafinu og gnæfa hátt við himin eins og stólpar í ríki arnarins. Hættulegir flugsam- göngum cru þessir tindar, cr þok- an hylur þá. Mörg farþegaflug- vjelin hefur villst og lent að síð- ustu i hömrum þeirra. Fjórir firðir, allir stórir, skcrast inn í bygðina og skifta hcnni i nes og skaga. Fjögur til fimm hundruð cyjar i fjörðunum, stórar og smá- ar, tcljast til sveitarinnar. h’æstar Jæirra cru bvgðar. Flcstar þcirra cru litJar og kringlóttar, heim- kynni æðai'fugls, hafarnar, skarfa, álku, lunda. kríu, tjaldar, máva og ólölulegs fjöída annarra sjófugla. Fuglalíf cr óvíða meira. Fagurl vorkvöld för jcg mcð nokkrum vinum mínum a motor- fcát út í eyjarnar í eggjal&it. Við fórum í hvern hólmann á fætur öðrum og fylltum þar stóra bala með eggjum undan æðarfugli, spóa- og máv. Ævintýraljómi miðnætur- sólarinnar sveipaði land og haf, en í norðvestri, gnæfðu Lófótfjölíin í bláleitri móðu. Glóðrautt haf log- aði og glitraði eins langt og auga sá, og sól skein á fjöll um miðnæt- urs Leyti. Þá, er það hafa sjeð, mun ekki undra að við sungum: „Fögur er foldin... En mjer runnu í hug vornætur í Borgarfirði, þegar jeg var drcng- ur, vakti vfir túninu og varði tím- anum í lcit að eggjum. Jcg vissi að Island var á sama breiddarstigi lengst í vestri. Hvergi í Noregi hef jeg sjeð landslag og Litbrigði likj- ast íslandi meira cn hjer, í Gilda- skála. Blátnóða fjallanna cr lijcr söm og hún var þar, á fögrum vor- degi. Grágás, heiðló og spói syngja hjer eins og þar, á æskustöðvum minum í Norðurárdal. Jeg blessa þessa fugla. sem bera mjer bod frá bernskudögum. — Sundurtættir skerjaklasar minna mig á sker og ílúðir útaf Mýrum í Borgarfirði. Heilsum svo upp á fólkið, sem lijer býr, í Gildaskála. íbúar svcit- arinnar eru um það bil sex þús- undir. Samgöngur cru að mestu Leyti á sjó. Vegir á landi eru ekki nema sárfáir kílómetrar. Hjer koma því bátar í stað bíla. Hjer eru búsettir nokkrir hinna bestu sjómanna Noregs. Kvnslóð eftir kvnslóð hafa þeir þjálfast í skóla sjómennskunnar, á Vcsturfirði og Lófótshafi. Á stormviðris degi ferjaði einn þessara gömlu, fæddu sjómanna mig yfir fjörðinn. Bátur hans var lítill með sex hestafla vjel. Ágjöf var mikil og jeg ckki meira karl- menni en það, að jeg var ekki laus við ótta. En Jóhann stóð við stjórn- völinn óbifanlegur eins og klettur úr hafinu og glotti við tönn. Hann kunni lagið bæði á bátnum og bár- írcngír firSir sksrast á milii þ'.'eriuiýptra íjrila.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.