Lesbók Morgunblaðsins - 29.04.1951, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 29.04.1951, Blaðsíða 4
240 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ' fyrra bragði ina sömu kurteisi. Hann var það, sem kallað var á 18. og 19. öldinni með frönsku orði grand seigneur, en slíkur maður er riddarinn án ótta og ámælis Inn sanni höíðingsskapur er honum í blóð borinn. Hann er alúðlegur við hvern sem er, en ber þó af urn umgengnisgáfur. — I. E. var fágaður í framgöngu, snyrtimenni eitt ið mesta í klæðaburði, sem jeg hefi sjeð. Jeg spurði hann að því hálfní- ræðan, hvað hefði haldið honum svona ungum. Hann svaraði, að það væri af því a) að hann hefði alditi gert svo lítið úr sjer að öór.da nokkurn mann, c) að hann hefði ekki bragðað á- fengi í hálfa öld, það hefði á- reiðanlega hjálpað nokkuð, c) að hann hefði gengið mílu veg- ar á hverjum degi í heilan mannsaldur, d) að hann hefði alltaf hætt að borða, áður en hann var orðinn fullsaddur, e) að hann hefði reynt að háta engan mann, „en“ bætti hann við, „það var stundum erfitt í pólitíkinni“. Hann sagðist einnig hafa tamið sjer andardráttar-æfingar, lagt stund á Skylmingar í sjö ár og ver- ið á dansgólfinu í 70 ár. I. E. hafði ótrú á því að sofa lengi j' einti. Hann þjáðist lengi af svefnleysi, en leit svo á, að það hefði ekki stytt æfidaginn. „Við eigum enn fremur“, sagði hann, „að binda hugann við sól- skinsblettina í lífinu, en reyna að rýma hinu burtu“. Hann sagði oft frá sólskífu, sem hann hafði sjeð í Skotlandi og var hrifinn af á- letrun á henni, en hún var þessi: Jeg tel aðcins sólskinsstundirnar. Letta var kjörorð Indriða Einars- sonar. Jeg held, að í þessu sje fólg- inurioi biuar:.>on 85 ára. in skýringin á lífsgleði og inum háa aldri I. E. ----0O0---- Sumir menn minnka við það að kynnast þeim persónulega, aðrir vaxa við það. Indriði var einn þeirra, sem óx við kynningu. Hann notaði tímann mjög vel. Hann sat aldrei auðum höndum. Þegar hann skemmti sjer, gerði hann það af áhuga og krafti. Þegar hann spjallaði við einhvern, gerði hann það af fjöri og oft með skap- andi krafti. Hann var bæði fræð- andi, hressandi og gleðjandi. Hon- um var ómögulegt að umgangast silalega menn og lata. jr Hugrakkur var hann. Kom að því stundum, að hann skipti um skoðun, ef reynsla, breyttir tímar og ný þekking færði honum heim sanninn um, að gamla skoðunin væri orðin haldlaus. I. E. var svo langt frá því að vera steingerving- ur, sem mest gat verið. Hann var heldur enginn spekúlant, sem allt- af var að reikna út öruggt skiprúm handa sjer. Allra síst var hann heigull, sem fekk sig ekki til að yfirgefa gamalt skip og gamalt föruneyti, þó að samviskan mót- mælti áframhaldandi samvist- um. Ættrækinn var I. E. og æltar-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.