Lesbók Morgunblaðsins - 29.04.1951, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 29.04.1951, Blaðsíða 1
ALDARAFMÆLI INDRIÐA EIIViARSSONAR Hann taldi aðeins sól skinsstundirnar Eítir Brynleif Tobiasson yfirkennara ÞAÐ ER ótrúlegt, en samt satt: Hundrað ár eru á morgun liðin frá fæðingu Indriða Einarssonar. Fyr- ir rúmum tólf árum gekk hann um göturnar í Reykjavík teinrjettur, ljettur í spori, glaður og reifur og fylgdist með öllu, sem máli skipti, í landi voru. Fyrir 15 árum dvald- ist hann hjerna á Akureyri hálfs- mánaðartíma og „færði upp ball" í Stúdentafjelaginu með átján ára blómarós. Það eru ákaflega fáir íslending- ar, sem fæddir eru fyrir heilh öld, sem manni virðist vera bráðlifandi enn í dag, þó að gengnir sje til feðra sinna. Indriði Einarsson er ógleymanlegur samferðamönnum sínum og ekki síður unga fólkinu, sem hann þekkti, þegar hann var orðinn gamall maður. Einnig lifir hann í verkum sínum, líklega flest- um ef ekki öllum samöldrum sín- um lengur. Hans mun minnst svo lengi sem Þjóðleikhúsið stendur og leiklist er stunduð þar. Minning hans vakir órjúfanlega samtengd Góðtemplarareglunni. Reglan og Indriði eru jafn gömul. Hún er fædd í Ameríku, en hann í Skaga- firði. Um leið og íslenskir templ- arar minnast aldarafmælis Al- þjóðareglu Góðtemplara, minnast þeir hundrað ára afmælis Indriða Einarssonar. Þau voru innilega samtengd meir en hálfa öld. — Þá munu íslenskir hagfræðingar ekki gleyma Indriða. Hann var þeirra Nestor, og hann er brautryðjand- inn um íslenska hagfræði. Lands- hagsskýrslurnar hans eru mikið og merkilegt verk. Rithöfundurinn Indriði Einarsson gleymist heldur ekki. Jeg veit um nokkra menn, sem hafa yndi af frjóum og fjör- ugum stíl, er hafa oft lesið ýmsa kafla í æviminningum Indriða „Sjeð og lifað", minningar hans um Jón Sigurðsson í Skírni 1911, gagn- rýni hans á launanefndarálitinu 1915, ýmis manna minni og aðrar fleiri greinar. í minningargrein sinni um Jón Sigurðsson leiðir hann forsetann ljóslifandi fram á leiksviðið. Þrír merkismenn aðrir skrifuðu um J. S., en Indriði einn þeirra lýsti honum. —oOo— Indriði Einarsson er fæddur 30. apríl 1851 á Húsabakka í Skagafirði. Móðir hans var Euphemia Gísla- dóttir, gáfukona, sem hún átti ætt til, en foreldrar hennar voru Gísli Konráðsson, skáld og sagnaritari, sem öll íslands þjóð þekkir. og fyrri kona hans Euphemia Benedikts- dóttir. Móðir hennar var Sigríður, dóttir Jóns prófasts Jónssonar á Hjaltastöðum, ins lærðasta manns, er tvisvar var í biskups stað á Hól- um. Gísli og Euphemia voru bæði gáfuð og skáldmælt, og gaf konan bónda sínum ekkert eftir á sviði

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.