Lesbók Morgunblaðsins - 29.04.1951, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 29.04.1951, Blaðsíða 13
' LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24!) ekki aðeins um rjettarfarslegar heldur einnig um menningarlegar aðstæður yfirleitt í hinu færeyska þjóðfjelagi fyrrum...(Gustaf Lindblad, Færeysk miðaldahandrit í Svíþjóð. í: Bókargjöf til Lögþings Færeya frá sænska Ríkisþinginu 1950). (Þýtt úr sænsku), í hinni færeysku bókasafnsbygg- ingu, sem er tveggja hæða steinhús með fögru útsýni yfir höfnina og innsiglinguna til Þórshafnar, er einhig skjalasafn með brjefum við- víkjandi umboðsstjórn Færeya og færeyskt þjóðminjasafn, „F0roya Forngripageymsla". Hinn núver- andi forstöðumaður Forngripa- goymslunnar er fornfræðingurinn Sverri Dahl, sonur færeyska pró- fastsins Jákups Dahl, hins þekta biblíuþýðanda og málfræðirithöf- undar. Þjóðminjasafnið er menn- ingarsöguleg stofnun með það sjer- staka hlutverk að safna sýnishorn- um af öllu sem hefur heyrt og heyrir til hinu daglega lífi á ey- tmum: verkfærum, húsgögnum, fötum o. s. frv. í því eru líka tvö sjerstök minni söfn, dýrasafn H. A. Djurhuus og grasasafn R. Ras- mussens. ---oOo---- Þegar greinarhöfundur heim- sótti Fproya Landsbókasavn hinn 7. febrúar síðastliðinn, sagði núver- andi forstöðumaður þess, Sverri Fon bókavörður, frá því, að fyrir dyrum stæði mikil endurskipulagn- ing á bókasafninu. Þar hefur með árunum smátt og smátt orðið þrengra, og menn vona nú að fá nýa byggingu íyrir bókasafnið inni í bænum eins fljótt og hægt er. Lestrarfýsn Færeyinga er mikil. í lestrarsalnum sátu um kvöldið ekki aðeins íbúar Þórshafnar held- ur og fólk frá öðrum eyunt, sem var þar í skyndiheimsókn. Nokkra menn sá jeg vera að lesa í færeysk- um kvæðabókum. Til er gamall málsháttur „Blind- ur er bókleysur maður“, sem geng- ið heíur að erfðum í Færeyum fram á vora daga. Ef til vill er það tákn um gamla, horfna bókamenningu. Hvað sem um þetta er að segja, er þó það víst, að Færeyingar vorra tíma hafa áhuga á að lesa, og þeir þurfa ekki að vera bóklausir. Um það sjer Fproya Landsbókasavn. í | 4 GÁFUR geta verið hættulegar ef þeim er ekki samfara glöggur skilningur á andlegum verðmætum. Gáfur hafa eigi aðeins leitt til efnishyggju, lieldur hermdarverka. Þetta var ritað áður en heimurinn frjetti nokkuð urn kjarna- sprengjuna, en hún skýrír alveg hvað hjer er átt við. Alt í einu skildist mönn- um, að dásamleg vísindaleg uppgötvun ógnaði öllu mannkyni á hinn hroða- legasta hátt. Og um leið sáu hinar svo- kölluðu menningarþjóðir, að eina ráðið til þess að bjargast undan þessum voða, var að taka höndum saman á síðgæðis grundvelli.- Tíminn var svo naumur, að eina úr- ræðið var, að gera skriflega samninga um þetta. En hver maður veit, að skrif- legir samningar erU því aðeins góðir og ábyggilegir, að svo sjeu þeir, sem und- irrita þá, að þeir geri það í einlægni og af góðum hug og hafi að baki sjer þjóðir, sem eru fúsar að standa við skuldbindingar þeirra. Annars eru slík- ir samningar algjörlega gagnslausir. í fyrsta skifti í sögu mannkynsins er nú baráttan milli blákaldrar skynsemi og siðgæðisins komin á það stig, að líf alls mannkyns er í veði. Vjer verðum að vona að þjóðirnar læri eitthvað áf þessu. En því miður er það vafasamt. (L. N.) I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.