Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1952, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1952, Qupperneq 2
r~ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS r 14 spilltizt, og okkur þess vegna brýn nauðsyn að nota tímann vel, með- an góðviðrið er, og ljúka verkinu hið allra fyrsta. Þess vegna höldum við nú enn áfram í hálfgerðu trássi við okkar ágæta Svendsen, stað- ráðnir í að lenda á Danmerkurhöfn, sé þcss nokkur kostur, en reyna annars staðar fyrir okkur ella. Ég hef aldrei verið í jafn löngu flugtaki og áðan við Zackenberg. Tvær ástæður ollu því. Sú fyrri að þyngd pakkanna hefir ugglaust vprið miklu meiri en talið var og Jdn, að blæjalogn var. Þess vegna ösluðum við grenjandi út allan fjörð, og ég var orðinn viss um að við myndum aldrei losna, þegar Dynjandi fór allt í einu að fleyta kerlingum og hoppa á bossanum, unz hann þaut loks upp í loftið. LENGRA HEIM EN TIL HEIMSKAUTSINS t Sólin er nú farin að lækka mjög j á fofti og skin hennar að dvína. Ut- | an strandarinnar er ísbreiðan alveg ‘ í ainfelid og landföst að sjá, en fjöll- in eru víðast snjólaus. Allmargir sauðnautahópar eru á hciðunum I og í fjallahlíðunum og voru flest 1 8 dýr saman. Veðrið er enn stillt ! og tjart. — Það verður fróðlegt að tjá hvernig umhorfs er norður í , Dannerkurhöfn. Gaman yæri að { geta ient þar, þrátt fyrir allar hrak- { spár. Við bíðum þess, sem verða { vill meðan Dynjandi ber okkur { lengra norður á bóginn. Við at- { liugun á landabréfi verður ljóst, | að bráðum erum við hálínaðir frá 1 lleykjavik til norðurpólsins, og að 1 eftir að við erum komnir til Dan- { merkurhafnar verður lengra heim { en til heimsskautsins. — Það hefði { mér þótt furðulegt í æsku, ef því { hefði verið spáð, að einhvern tíma f myndi ég ekki eiga eftir nema tæp- lega 8 klukkustunda ferð til norð- ^urpóisins, en hver veit nú, nema að ég muni síðar sitja í þrýstilofts- knúinni íarþegavcl, þar sem ung og falleg flugþerna kemur og seg- ir: „Má ég vekja athygli yðar á því, herra minn, að við erum nú stödd yfir norðurpólnum,“ og far- þeginn þakkar hugulsemina, en þetia skiptir hann engu máli, því að venjulega sést ekkert út úr þessum bölvuðu nýju stratoeruser- um. Það var þá munur í gamla daga, þegar ferðast var með vél- flugunum. Þær voru óttalegir sleð- ar, greyin, en niður til jarðarinn- ar sást þó oftast nær. Það máttu þær eiga....... Klukkan er rúmlega 1.....Við erum farnir frá Danmerkurhöfn. Alit gekk að óskum. Við flugum nokkra hringa yfir höfnina. Þar var mikið af ís, en þó sanníæröust flug- mennirnir um að íslausa svæðið á henni austanverðri væri nógu stórt fyrir okkur. Þá lækkuóuxu við flugið og svifum niður, liægt og lcttilega. Bilið milli brautar- endans og ísjakanna var svo stutt, að ínér fannst að flugvélin myndi bruna beint á þessa hvítu þrjóta, þar sem þeir lágu á verði, framan okkar, en ég misreiknaði, sem bet- ur fer. Dynjandi nam staðar all- langt frá þeim, snéri svo - við og brokkaði inn á leguna. Að stund- arkorni liðnu komu bátarnir frá landi. í þeim voru síðskeggjaðir, hraustlegir ungir menn, sem buðu okkur hjartanlega velkomna. Af- fermingunni var lokið á mjög skömmum tíma, og enginn tími var til annarra viðræðna en þeirra, sem varðaði líkurnar fyrir lend- ingu síðar. Var talið að höfnin íylltist oítast aí ís með aðíallinu, en hann ræki út þegar íjaraði, ef vindur væri hagstæður. Annars væri mjög eríitt að spá, ísinn gæti konuð og iarið íyrirvaralítið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.