Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1952, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1952, Síða 6
r LESBÓK MORGUNBLAÐSINS [18 ) ■ hann við, „að hér fáum við aldrei kvef í nös, fyrr en sumargestirnir fara að tínast hingað. Þeir koma alltaf með einhverja bölvaða ó- lylf jan. Sumir, sem lengi eru bún- ir að vera hér, segja, að menn geti jafnvel fengið kvef af því að lesa bréf eða blöð að heiman, en það (L held ég þó að séu ýkjur.“ ! NÓTTIN LANGA Þrír farþegar komu í morgun 1 norðan frá Danmerkurhöfn. Það eru loftskeytamenn, sem búnir eru að vera þar í eitt ár, og ætla nú aftur heim til Danmerkur. Ég f spyr einn þeirra tíðinda. Hann ' skýrir svo frá: Veðurathugana- og loftskeyta- stöð var byggð í Danmerkurhöfn sumarið 1948. Skip komst alla leið með byggingarefnið, enda þá lítið um ís hér nyðra. Danska ríkið greiðir rekstrarkostnað stöðvarinn- ar að 1/10. hluta, en hún er hlekk- ur í alþjóðlegri keðju veðurathug- ana. Þeir 10 menn, sem vinna þar, búa í tveimur húsum, í öðru er eld- hús, matsalur, dagstofa og baðher- bergi, en gert er ráð fyrir að við fáum steypibað einu sinni í viku, og er það meiri munaður en marg- ir ætla að sé norður hér. Maturinn er fábreyítur, aðallega niðursuðu- vörur. Sauðnautakjöt fáum við stundum og er það herramanns- matur, en eigi megum við drepa fleiri naut en sem svarar einu ár- lega á hvern okkar. Kjöt af einu nauti nægir okkur í hálfan mánuð. Fiskveiði er engin, en selveiði 1 nokkur. Við borðum lifrina en gef- um hundunum kjötið. Bjarndýr drepum við stöku sinnum, ef heppn in er með. Við veiddum ekki nema þrjú í vetur en 17 í fyrra og eitt var skotið, þar sem það var á vappi, nokkra metra frá eldhús- veggnum okkar. Fuglalíf er lítið, en nokkuð er þó af æðarfugli og rjúpna verður stundum vart. Heimskautsnóttin skellur á 28. október og er almyrkt þangað til 13. febrúar, en þann dag sést fyrsta ljósglætan úti við sjóndeildarhring- inn og þá höldum við mikla fagn- aðarhátíð. Refi veiðum við á veturna. í vetur sem leið fengum við 50 og voru 5 blárefir. Venjuleg refa- skinn eru seld á 100 krónur en fyrir blárefinn faum við 250. 500 krónur fást fyrir bjarndýrafeldi, en felstir kjósa að eiga þá til minja fremur en selja. Síðasta póstinn fengum við í nóvembermánuði í fyrra, en ekkert eftir það fyrr en 31. júlí s. 1., en þá var póstpökkum varpað niður til okkar úr Catalinaflugvél danska sjóhersins. Þú getur ímyndað þér hvernig það muni véra, að fá fyrstu fréttinpar 'að heiman, eftir svona larigan tíma. Tvær jeppabifreiðir höfðum við og munu þær t. d. verða notaðar til þess að sækja varninginn, sem þið fluttuð yfir á Rostunganes, þeg- ar sjóinn leggur, en það verður væntanlega næstu daga. Oft er veðrið stillt dögum sam- an á veturna, en fvrir kemur þó að á skellur iðulaus hríð, sem stendur lengi og er þá engum fært út fyr- ir dyr. Kuldinn getur orðið mjög mikill, og komst hann einu sinni niður í 46 gráður í fyrravetur.1 VETRARDRAUMAR Ég þakkaði upplýsingarnar og spurði svo: „Eruð þið ekki afar fegnir að vera nú á leiðinni heim?“ „Jú“, svaraði hann, en bætti þó við: „Ef við verðum ekki fyrir von- brigðum. Danmörk verður, því miður, líklega aldrei eins indæl og hún er í vetrardraumum okkar norður hér. Annars verð ég ekki nema eitt ár heima.“ „Hvert skal þá halda?“ spyr ég. „Hingað aft- ur“, svarar hann. „Það er þannig um alla, sem verið hafa langdvöl- um í Grænlandi. Þeir una sér aldrei síðan annars staðar en hér. Hvað veldur því? Ég skil hvers vegna þér spyrjið, en ég get ekki gefið yður nein tæmandi svör, vegna þess að mér eru þau sjálfum ekki Ijós, en þetta er samt einföld staðreynd, sem þér getið fengið staðfesta með viðtölum við hvern þann, sem einhvern tíma hefir átt hér heima, og ég er einn af þeim. Grænland býr yfir einhverjum þeim töfrum, sem heilla svo, að sá, sem einu sinni hefir verið tekinn þeim, losnar aldrei framar það- an.“ „Segið þér mér nú ennþá eitt, ef það er ekki alltof persónulegt, en mér leikur þó nokkur forvitni á að fræðast um. Er ekki nokkuð — ja við skulum segja óþægilegt — fyrir unga menn, eins og ykkur, að vera kvenmannslausir í tvö af beztu árum æfinnar?“ „Það er bölvað fyrstu tvo mán- uðina“, svarar hann, „en eftir það hættum við að hugsa um kven- fólk. Ég geri þó ráð fyrir að ef við sæum konu, þó ekki væri nema tilsýndar, þá myndum við verða aftur vitlausir í tvo mánuði, en það varir ekki lengur. Eftir þann tíma taka önnur áhugamál völdin.“ (Meira) *3ir w 0 * » SAGA AF FÍL ^ Hjólreiðamaður var á ferð meðfram Viktoriavatni í Afríku. Hann hjólaði greitt. Skógur var á aðra hönd, en vatnið á hina. Hann beygði fyrir skóg- arnef og í því rekst hann á fil og fell af hjólinu. Fíllinn varð bæði undrandi og reiður. Hann þreif reiðhjólið með rananum og þeytti því langt inn í skóginn. Svo helt hann áfram hinn rólegasti og skifti sjer ekkert af mann- inum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.