Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1952, Síða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1952, Síða 10
r LESBÓK MORGUNBLAÐSINS þetta allt mun ægilegra en það var í raun og veru. Mér flaug í hug, að á þvílíkum eggjum hefði ég prílað oftar en einu sinni áður, og á svipstundu var ég floginn í hug- anum norður á rindann milli Stað- arhólstindanna við Siglufjörð. Við munum hafa verið komin upp undir miðjar hlíðar, þegar fór að verða ratljóst. Alltaf héldum við okkur á klettarananum, sem þarna var farinn að breikka á köfl- um. Ætíð fórum við jafnlangt, svo að sá seinasti í hópnum átti að geta fylgzt auðveldlega með, og auk þess var alltaf hvílt annað slagið. Stundum urðu líka nokkrar tafir vegna grjóthrunshættu. Á einum slíkum varasömum stað lenti stein- vala á eyra eins úr hópnum og klauf um það bil sentimeters langa skoru niður í það mitt. — Þetta mundu fjármenn sennilega nefna sýlingu. Ef íslenzk fjármörk væru í gildi hér í Bandaríkjunum, gæti eigandi marksins — sýlt vinstra og heilt hægra — eignað sér þarna vænan sauð. Beggja vegna okkar teygðust skriðjöklar niður eftir fjallinu, og var sá til hægri handar mun meiri. Kallast hann Adamsjökull (Adams Glacier), en sá minni er nefndur Hraunjökull (Lava Glacier). Veður hafði verið ágætt til þessa, og var það reyndar enn, þótt nokkur kuldagustur léki um okkur annað slagið. Á norðuröxl fjallsins lentum við aftur á harðfenni með svellbunk- um hér og þar. Eftir að við kom- umst upp á brúnina, var. fram- undan okkur um hálftíma ferð inn á hákollinn. Þangað náðu fram- verðirnir um hálfníuleytið, en þeir síðustu komu nærri klukkustundu seinna. Á HÁFJALLINU Langt fyrir neðan okkur voru skýjaflókar farnir að byltast áfram og byrgðu láglendið að miklu leyti. Stundum dreif skýjaslæður upp eftir brúninni í áttina til okkar, en hurfu svo á svipstundu og urðu að engu fyrir augum okkar. Upp úr skýjunum teygðu sig keilu- og strýtulaga tindar á al!a vegu. í suðrinu blasti við ekkur hinn strýtulagaði Mt. Mood og að baki hans Mt. Jefferson, auk Mt. St. Helens og Mt. Rainiers á áður- nefndum stöðum. Brátt urðum við að hörfa í skjól suðaustan undir háþúfunni, eða ættum við heldur að kenna að- dráttarafli nestispokans um það undanhald? Nokkrir áhugasamir garpar réð- ust með reiddar ísaxir á klaka- vegginn á einum stað, og eftir nokkuð pjakk mátti eygja burstina á smátimburskýli. í íshúsi þessu höfðu þeir gestabók Adams. Áður fyrr munu skógarverðir hafa hafzt við í skálanum og hugað þaðan að skógareldum. Sagt er, að þarna á tindinum hafi líka verið grafið eftir brennisteini fyrir mörgum árum, en erfitt hlýtur það að hafa verið, því að allt er nú hulið ís og snjófargi. Hvergi hef ég samt séð minnst á slíka brennisteinsvinnslu í ritum um þessi svæði, en auðvelt mun vera að fara með múlasna upp eftir suðurhryggnum, sem er langur og aflíðandi. Ekki sést móta fyrir neinum gíg á tindinum, þótt hugsanlegt sé, að hann sé þar fullur af ís og snjó. Eins og allir einstakir tindar um þessár slóðir, er Adams orðinn til við eldgos, en enginn ylur er nú í kollinum og hann virðist algerlega útbrunninn. Samt hefur Adams nokkra sérstöðu. Ólíkur hinum tind unum, sem hlaðizt hafa upp kring- um einn gíg, er hann hrygglaga líkt og Hekla, og eldstöðvarnar hafa verið dreifðar. Víða í kringum fjallið má sjá smágíghóla með dæld í toppinn. Grjótið í Adams er einnig mjög líkt og í Heklu og ber sums staðar mikið á rauða litn- um. Uppi á kollinum er megn jökla- fýla. Skömmu eftir að þeir síðustu höfðu náð háþúfunni var þeim fyrsta leyft að halda af stað niður af fjallinu. Geystust þeir af stað, og hugðust nú heldur en ekki hrista af sér kuldahrollinn og njóta þess að renna sér niður snjógeir- ana niðri í hlíðunum. Á leiðinni niður fyrir brúnina spenntu flestir á sig ísbrodda vegna svellbunk- anna, en nokkru neðar var snjórinn farinn að linast, svo að broddarnir urðu óþarfir. FÓTASKORTUR — SLYS Nokkru neðan við miðja hlíðina renndum við okkur fótskriðu eftir langri og brattri fönn, en vegna klettahröngls fyrir neðan urðum við jafnframt að sveigja til vinstri. Ofarlega í fönninni missti ég jafn- vægið, endastakkst og rann af stað. Ég keyrði ísöxina niður í snjóinn og staðnæmdist von bráðar. Ekki lét ég byltuna á mig fá, heldur hélt áfram það sem eftir var niður að brekkurótum. Þar voru nokkrir í hnapp og voru að stumra yfir ein- hverjum. Tvennt hafði misst jafn- vægið á sama stað og ég, en í stað þess að stöðva sig höfðu þau lent á klettahrönglinu neðst í hlíðinni og skrámað sig. Enginn vissi enn hve alvarleg meiðslin voru, en þau voru öll blóðstokkin og auk þess var sálarþrek þeirra hálflamað. Alls- kyns fatnaði var hlúð að þeim í bili, unz þau komust í jafnvægi. Sem oftar greip ég til myndavél- arinnar, en brá heldur en ekki í brún þegar ég fann að taskan var hálffull af snjó og engin myndavél finnanleg. Hún hlaut að hafa fallið úr töskundi efst í brekkunni, þar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.