Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1952, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1952, Síða 12
; 24 r LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ■ .. 'v Gunnar Bjarnason: Minning Redda á HaUdórsstöhum ■ yt . — hestsins sem mér þótti vænst um HESTAMANNAFÉLAGIÐ Fákur hefur ura nokkurt skeið unnið að sjóðssöfnun, sem stofnað var til af frá Ragnhildi Jakobsdóttur frá Ögri, með það fyrir augum að láta íslenzka listamenn skapa listaverk til minningar, ekki um hestinn, því að hann lifir og mun lifa, heldur um þúsund ára störf hans í þágu þjóðarinnar. í sambandi við sjóðsstofnunina er ætlunin að safna saman minn- ingum um einstaka hesta, og gæti það safn síðar orðið skemmtilegt handrit að bók, sem gæti eflt og aukið sjóðinn. Flestir munu minnast hinna stoltu og glæstu gæðinga sinna, en síður mun fengizt um að halda á loft minningu verkhestsins, hins stritandi ferfætlings, — þrælsins, sem bar heyið heim af engjunum, móinn og torfið úr mýrunum, sem bar taðið á völlinn, dró vögur og sleða, flutti afurðirnar í kaupstað- inn og nauðsynjarnar heim, yfir fjöll og vegleysur. Ég ólst að nokkru Ieytá upp hjá \ heiðursmanninum Hallgrími Þor- | bergssyni á Halldórsstöðum í Lax- | árdal, og hinni einstöku ágætis- og 1 gáfukonu, Bergþóru Magnúsdóttur, konu hans. Á Halldórsstöðum er þríbýli, og voru 2 hestar venjulega á hverju heimilanna. Þegar ég var \ drengur, þekkti ég alla hestana, að- | eins 6 að tölu, mætavel. Þeir voru f hver öðrum ólíkir. Skjóni Toría Hjálmarssonar var rauðskjóttur glæsihestur, reistur og stoltur vilja- hestur með grófu brokki. Yfir hon- , um hvíldi helgi minninga, og ekki ^ mátti nota hann nema til fárra starfa og aldrei nema lítið. Sér- stakar orsakir voru til þess. Raun- ar var hann aðalborinn og virtur auðnuleysingi. Jarpur Torfa var allt öðru vísi. Hann var smávaxinn, varla meðalreíðhestur, ekki latur, skeiðlaginn og mjúkur ásetu, en taugaslappur og fælinn við sum störf. Varla var svo tekinn af hon- um baggi, að ekki væri hætta á, að hann fengi fælniskast. Jarpur var því ekki í miklum virktum, en heldur ekki óvinsæll, því að gott þótti að grípa til hans, er farið var á næsta bæ. — Skjóni Páls Þórar- inssonar var brúnskjóttur. Hann var nokkuð dulur og torlesinn. Raunar var það bezti hestur, stutt- ur og jafnvaxinn, enginn skörung- ur en notagóður við flest störf. — Skagi hét hinn hestur Páls. Hann var á fertugsaldri, þegar ég var honum samtímis. Hann var mikill viljagammur, stæltur klárhestur og þolinn, þótt framhófar hans væru sífellt sprungnir vegna slæms horns í hófveggjum. Skagi var enginn galgopi, tók lífinu og störf- um sínum með alvöru, enda harður á brúnina en ekki mjög þungur, og slappur flipinn af of hertri keðju jók ekki fríðleik hans. Hallgrímur átti einnig 2 hesta. Skolur var skoljarpur, keyptur á Bessastöðum hjá Jóni bróður Hall- gríms árið 1921. Hann var óvenju- lega þurrbyggður, heldur grann- vaxinn, meðalreistur, taugasterkur, harðfjörugur, skapmikill og stífur í taumum, þolinn og afar fótviss. Séð hef ég í Áshreppi í Kangár- vallasýslu hest svo líkan Skol, að mér fannst sem væri hann þar lif- andi kominn. Við eftirgrennslan kom í ljós, að um skyldleika gat ef til vill verið að ræða. Skolur var ágætur hestur til allra starfa, alltaf jafn fjörugur og vinnufús, en til margra starfa var hann of fjörugur og ekki barna meðfæri. Oft óskaði ég þess í dagdraumum mínum að geta náð þeim þroska og að verða sá maður að hafa í fullu tré við Skol, ekki sízt sökum þess, að jafn- aldra mín, Þóra dóttir Hallgríms, hafði mun meira vald yfir honum en ég. Hallgrímur sagði venjulega, að það væri einhver fjörfiskur í rassinum á mér, sem æsti f jör Skols og ýfði skap hans. Við þetta varð ekki ráðið. Hver tilraunin mistókst á eftir annari. Ávallt fór Skolur á fulla stökkferð á fyrstu mínútunni, og öll hugsun knapans og aðgerðir hans snerust þá eingöngu um sjálfsvörn og sjálfsbjörgun. En Skolur var höfðingi og göfuglyndið skein úr augum hans. Hann gat aðeins ekki ráðið við fjör sitt og hlaupagleði. — Oft var það eftir spretti með okkur krakkana, eins og hann bæðist afsökunar á fram- íerði sínu. Og svo var það Reddi, sem eng- inn bar neina sérstaka virðingu fyrir og mest var notaður og alltaf vann störf sín með sérstakri still- ingu, og misjafnri ólund, en alltaf nokkurri. Reddi var dökkrauður, framlágur, höfuðið ekki ófrítt, en drungi í svipnum og stundum sveínieg værð, bolurinn digur, lend

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.