Lesbók Morgunblaðsins - 30.03.1952, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 30.03.1952, Page 1
11. tbl. XXVII. árg. 3Eorðtmt>I&t»á m$ Sunnudagur 30. marz 1952. Ouðmundur Kjartansson: HEKLIJGOSIÐ FIMM ARA AFMÆLI í LOK þessa mánaðar eru fimm ár liðin frá því, er síðasta Heklu- gos hófst. Flestum íslendingum mun það enn í fersku minni af eigin sjón eða af fréttaflutningi út- varps, dagblaða og tímarita, með- an á gosinu stóð. En saga þess í heild hefur ekki enn verið sögð né skráð á íslenzka tungu — ekki einu sinni í stuttu ágripi. Og nu, þegar ritstjóri Lesbókar bendir mér á, að ekki sé vonum fyrr, að al- menningur fái yfirlit yfir höfuð- viðburði gossins í þeirri röð, sem þeir gerðust, og mælist til úrbóta, get ég ekki annað en fallizt á það og reynt að verða við ósk hans. En í þessu greinarkorni er aðeins rúm til að stikla á stærstu atrið- um, og er þá vissulega álitamál, hver stærst eru. Náttúruviðburð- irnir sjálfir verða að ganga fyrir, en skýringar, sem fengizt hafa á þeim, flestar að sitja á hakanum, því að þær verða sjaldnast sagðar í stuttu máii, svo að betur sé en ekki. Margt af því, er hér verður sagt frá án þess að geta heimilda, eru athuganir og niðurstöður annarra manna, einkum þeirra Sigurðar Þórarinssonar, Trausta Einarsson- ar og Steinþórs heitins Sigurðsson- ar, sem öðrum fremur voru félag- ar mínir og samstarfsmenn við Heklurannsóknirnar. Gosið hófst að morgni laugar-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.