Lesbók Morgunblaðsins - 30.03.1952, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 30.03.1952, Page 10
166 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS listaverkið fyrir 750 pjastra, og Ijet hann lofa sjer því, að segja eng- um lifandi manni frá þessu. Giorgi- os þorði ekki annað en svíkja Brest. Presturinn fór nú á fund tyrk- nesku yfirvaldanna til að semja við þau, og afleiðingin varð sú, að tyrkneskt skip var sent til eyar- innar að sækja líkneskjuna. Vissi Brest ekkert um þetta fyr en hann sá, að líkneskju-bútarnir voru fluttir niður að höfn og farið að búa um þá til útskipunar. Honum brá heldur í brún. Hann fór á fund Giorgios, bað og hafði í hótunum, en það kom fyrir ekki. Nú var eina vonin að sendiherrann í Miklagarði hefði brguðið fljótt og vel við. Hvað eftir annað gekk Brest út á sjávarklappirnar og horfði vonar- augum út á hafið, hvort þar kæmi ekki franskt skip. Hann sá ekkert. En þaðan sem hann stóð, sá hann verkamenn vera að keppast við að búa um líkneskjuna, og það gat ekki liðið á löngu þangað til hún yrði flutt um borð í tyrkneska skipið. Einu sinni þegar Brest gekk upp á klettana, sá hann skip úti í hafi og stefndi það að landi. Gat það verið að það væri skip hans? Lengi beið hann milli vonar og ótta. Að lokum þekti hann franska fánann, sem blakti við hún á skipinu. Þá rak Monsieur Brest upp gleðióp og þaut niður í fjöru. Menn vita ógjörla hvað gerðist næst. Monsieur de Marcellus, full- trúi frgnska ræðismannsins, sagði síðar að fyrir viturlegar fortölur sínar hefði tyrknesku yfirvöldin samþykt að sleppa líkneskjunni. En aðrar sagnir herma, að þetta hafi ekki gengið svo hljóðalaust af. Þær segja að flokkur alvopnaðra sjó- liða hafi gengið á land og blátt áfram tekið líkneskjuna með valdi. Seinna kom líka upp sú saga, að handleggirnir hefði brotnað af lík- neskjunni í þeim stympingum, sem urðu um hana, en engar sannanir eru fyrir því. Hitt er alkunna að Frakkar fluttu líkneskjuna um borð til sín, og síðan var hún flutt til Frakklands og sett í Louvre- höllina. í erjunum, sem urðu þarna á eynni, virðist svo sem allir hafi gleymt þeim feðgunum, Giorgios og Antonio, sem höfðu þó fundið líkneskjuna. Þeir fengu aldrei meira en 550 franka fyrir sinn snúð. í París varð uppi fótur og fit þegar þetta gullfagra listaverk kom þangað. Helstu listfræðingarnir, Percier og Fontaine, hikuðu ekki við að fullyrða að hún væri eftir mesta listamann Grikkja, Praxi- teles, sem var uppi um 340 árum fyrir Krist. Líkneskjan var lokuð inni og fengu ekki nema sárfáir að sjá hana, og almenningur varð að láta sjer nægja hinar glæsilegu lýsingar þeirra í blöðunum. En nú kemur nýr maður til sög- unnar. Það var hinn frægi málari Louis David, höfuðlistdómari Napoleons, en nú í útlegð í Belgíu, 70 ára að aldri. Hann skrifaði ein- um nemanda sinna, Gros að nafni, og bað hann að gera fyrir sig teikn- ingu af líkneskjunni. Gros fól betta starf einum af nemendum sínum. Sá hjet Dehay. Svo fjekk David myndina senda. En hver getur gert sjer grein fyrir hve undrandi hann varð er hann sá á teikningunni, að listamaður- inn, sem líkneskjuna hafði gert, hafði sett nafn sitt á hana. Á brotnum fæti líkneskjunnar stóð með skýrum stöfum: „Alexander sonur Menides frá Antiochíu gerði myndina“. Alt komst í uppnám þegar þetta varð kunnugt. Listdó.mendurnir, sem höfðu staðhæít að myndin væri eftir Praxiteles, vildu ekki láta sinn hlut og heitar deilur urðu út af þessu. En meðan á þeim stóð hvarf fóturinn undan mynd- inni. Og þegar hún var fyrst höfð almenningi til sýnis 1882, var því haldið fram, að brotið, sem áletr- unin stóð á, hefði ekki verið úr þessari mynd. Og það hefir aldrei komið í leitirnar síðan. En var þetta brot úr myndinni? Hafði nafn listamannsins verið á henni? Og hvað varð þá um þetta brot af myndarfætinum? Grunur leikur á því að þeir Percier og Fontaine listdómendur hafi eyði- lagt brotið með nafninu til þess að bjarga listdómaraheiðri sínum. Menn telja að minsta kosti nú, að teikning Dehays hafi verið ná- kvæmlega rjett og að líkneskjan sje eftir miklu yngri listamann en Praxiteles. Svo eru handleggirnir. Þeir eru horfnir og ekki eftir annað en brot af annari höndinni, sem heldur á epli. Getur það verið að þessi hönd sje ekki af þessari líkneskju? Það getur vel verið, því að engar áreið- anlegar heimildir eru fyrir því að handleggir hafi nokkuru sinni fylgt henni. En hafi hún haft handleggi, hvernig helt hún þeim þá upphaf- lega. Hvað var hún að gera? Og í fæstum orðum — hverja átti hún að tákna. Nútíma listfræðingar segja að þetta sje mynd af Artemis, Nike (sigurgyðjunni), Venus, eða þá af einhverri gyðju, sem hafi verið dýrkuð á Milo. Sumir ætla að hún hafi haldið á spjóti, aðrir að hún hafi haldið á skildi, og enn aðrir að hún hafi leitt mann sjer við hönd. Það er ekki nema eitt, sem gefur bendingu um það hver hún sje, og það er höndin. Flestir hneigjast að því að höndin með 'eplinu sie hennar hönd. Melos eða Milo, nafnið á eynni þar sem hún

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.