Lesbók Morgunblaðsins - 30.03.1952, Side 12
\ 168
* LESBOK morgunbladsins
ERU DÝRÍN LITBLIND?
1 TIL ERU einstaka litblindir menn,
en allur þorri manna greinir hina
margvíslegustu liti og mönnum
hefir verið gjarnt að ætla að svo
muni vera um allar skepnur. En
það er ekki rétt.
Flest spendýr sjá enga liti. Fyr-
ir þeim er veröldin eins og ljós-
mynd, þar sem aðeins greinast ljós
og skuggar. Okkur mundi finnast
þetta heldur dapurlegt, en dýrin
liafa aldrei vanizt öðru og þau vita
ekki hvað þau fara á mis við. Flest-
ar prentaðar myndir sýna aðeins
ljós og skugga, en okkur þykja þær
ágætar fyrir því og stundum ljós-
lifandi. Teikning, sem gerð er með
blýant eða svartkrít, getur verið
svo ljóslifandi að við söknum ekki
t litanna.
f Hundar, kettir, hestar, sauðfé og
•t nautgripir sjá enga liti. Það er því
ekki annað en hjátrú þegar talað
verið höggvin upp skömmu síðar.
Þetta eru þá tildrögin til þess að
Páll Matthíasson var tiltækur að
taka skipstjórn á Guðrúnu eftir
slysið. — Flest mín skútuár eftir
það var ég með Páli. Hvenær, sem
tilrætt varð um veikbyggð skip,
x svaraði hann ætíð á sömu lund, að
hann tryði því naumast að nokkurt
skip gengi sundur í sjó fyrir
ónytjuskap fyrst Slangan hékk
| saman á fyrstu skipstjórnarferð
\ hans í Fálkaveðrinu.
Jú* (Hrakningssaga Slöngunna’r er að
mestu eftir frásögn Jóns Þórðar-
sonar skipstjóra (eldra) á Patreks-
% firði, en hann var þá á skipinu sem
Lí* áðurergagt).
IVIaguuó Þórajjuísoju
er um að naut tryllist ef rauðri
dulu er veifað að þeim. Þau mundu
tryllast hvernig sem dulan væri lit.
Það er hreyfingin á dulunni en
ekki liturinn sem æsir þau.
Aftur á móti sjá apar liti og einn-
ig fuglar. Það er líka einkennilegt
að fuglar eru allra dýra skrautleg-
astir úthts og í fjöðrum þeirra eru
hinir fegurstu og skærustu litir.
Þessir litir eru til þess að ganga í
augun. Yfirleittt eru karlfuglarnir
miklu skrautlegri en kvenfuglarnir,
og skrautlegastir eru þeir í þann
mund er ástalíí þeirra hefst. Það
er því sýnilegt að fuglar eru ekki
litblindir. Sérstaklega greina þeir
vel gula, rauða, græna liti, en síð-
ur bláa hti. Þó eru til bláir fuglar
og sýnir það að sumar tegundir
sjá bláa litinn og þykir hann falleg-
ur. Fjólubláan lit sjá þeir ekki,
enda sést sá htur sjaldan á fjöðr-
um fugla.
Fiskar geta greint suma liti, það
sést bezt á því að allavega lit tál-
beita freistar þeirra. Litnæmastir
eru þeir fiskar sem sjálfir eru
skrautlega litir, eða skifta litum.
Skordýr sjá að minnsta kosti
suma liti, en það er mjög mismun-
andi eftir tegundum. Hinir björtu
litir þeirra eru vísbending um það,
og eins hitt hvað þau sækja að
skrautlega litum blómum. Ná-
kvæmast hefir þetta verið rann-
sakað hjá býflugunum og hefir það
komið í ljós að þær greina bláa og
gula hti og purpuralit. En rautt sja
þær ekki. Fyrir augum þeirra verð-
ur rautt svart, eins og hjá Ijós-
myndavélinni. Þær sjá einnig liti,
sem mannlegt auga fær eigi
J_____
\
\
V
\
\
<
\
\
s
i
I
S
s
s
s
s
t
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
\
s
s
\
Einn á ferð um Borgar-
fjörð aö sumarlagi
Ber mig yfir Borgarijörð
beizladrekinn knái.
Glitrar dögg við gróinn svörð,
gull er í hverju strái.
Hér er jökla og hamraþil,
hálsar og dalir graenir.
Nið’r i bláum bergvatnshyl
biltast laxar vænir.
Gróskumáttur gróandans
gagnsemd eykur hjarðar.
Fyllir augu ferðamanns
fegurð Borgarfjarðar.
Páll á Hjálmsntöðum.
S
\
\
\
\
\
\
S
s
s
s
\
s
\
\
J
\
\
s
s
\
\
s
i
Þau skordýr, sem bera frjóvgun
milli blóma, hænast ekki aðallega
að blómunum vegna litanna, held-
ur vegna anganarinnar. Skordýrin
eru miklu þefnæmari en unnt er
að útlista. Annars fer það að mjög
miklu leyti eftir því hvernig augu
skordýranna eru úr garði ger,
hvaða hti þau geta greint.
Húsflugur geta séð bláan lit.
Það sést á því að þær forðast hann.
Þær una sér ekki í blámáluðum her
bergjum með bláum gluggatjöld-
um. Mýflugur geta greint gulan,
hvítan og svartan lit. Þeim er illa
við gult og hvítt. Þess vegna er
það bezta ráðið til þess að verjast
mývargi, þar sem hann er grimm-
ur, að vera í hvítum eða gulum
fötum.
(Útdráttur úr grein í Vision“,
London).
V? V}
Húsfreyja: Nú er kominn tími til þess
að byrja • á vorhreingermngum. Á
hverju viljið þér byrja?
Vinnukona: — Segja upp vistnyii.