Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1952, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1952, Blaðsíða 12
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS f 320 1 Þegar leið á mánuðinn fóru togarar til fjarlsegra fiskimiða, sumir til Græn- lands, en aðrir norður í Hvítahaf. Upp- gripaafli var við Grænland, en fiskur smár. Hér við land var togaraafli frem- ur tregur framan af, en glæddist vestra er leið að mánaðamótum. Enginn tog- ari sigldi með ísfisk til Englands, og var allur fiskur lagður hér á land og hafði fjöldi manna atvinnu við allann í ýmsum verstöðvum. — Eftir að drag- nótaveiðar lögðust niður hér í Flóan- um, varð mikill hörguil á nýum fiski til matar í Reykjavik. Þetta kom sér illa, því að kjötlaust var orðið fyrir löngu. MANNALÁT 3. Þórdís Claessen, ekkja Gunnlaugs Claessens læknis. ^ 7. Theodór Árnason fiðluleikari. 9. Björn Símonarson kennari á Hól- um í Hjaltadal. 19. Sigurður Briem, fyrrum póst- meistari. 20. Guðmundur K. Ögmundsson, mál- " arameistari. \ 21. Páll Bjarnason frá Presthólum, elzti stúdent á íslandi. 22. Jóhann Guðmundsson frá Gamla- Hrauni. 22. Vigfús Guðmundsson fræðimaður ; frá Keldum. 29. Þorbjörg Bergmann, ekkja Sigf. Bergmanns kaupm. í Hainarfirði. * *, ELDSVOÐAR \ 2. Kom upp eldur I líkkistuverk- \ smiðju Eyvindar Árnasonar í Reykja- , vík, en var fljótt slökktur. 3. Eldur kom upp í vb. Þráni frá Vestmanneyum, er hann var að leggja í róður. Varð eldurinn brátt svo magn- aður að skipverjar yfirgáfu bátinn. ; Björgunarskipið Þór bar þá að, slökkti \ eldinn og dró bátinn stórskemmdan til t hafnar. f 5. Kom upp eldur í nýasta togaran- \ um „Gylfa" frá Patreksfirði þar sem ■t hann var að veiðum út af Snæfells- l nesi. Börðust skipverjar við eldinn um \ hríð, en yfirgáfu svo skipið af ótta við að sprenging kynni að verða í því. Tog- [ arinn „Fylkir" kom þar að og dró hið k brennandi skip til Reykjavíkur. Þar var eldurinn slökktur, en svo stórkost- \ legar skcmmdir höfðu orðið á skipinu að búizt var við að viðgerð verði ekki I, lokið á skemmri tíma en sex mánuðum. Skipið var vátryggt fyrir 11 millj. kr. 9. Kviknaði í tvílyftu timburhúsi er Grund hét á ísafirði. Kona og 3 börn björguðust nauðulega út um glugga á annari hæð. Slökkviliðið réði niðurlög- um eldsins, en miklar skemmdir urðu á húsinu og allt brann á loftinu. 10. Sumarbústaður hjá Elliðavatni brann til kaldra kola. 10. Kviknaði í stærstu loftpressu landsins, sem var í Sogsstöðinni, og varð hún alelda á svipstundu og eyði- lagðist. Hún hafði kostað 100.000 krón- ur og gat knúið 8 loftbora í senn. Nokkrir minni háttar eldsvoðar urðu í Reykjavík, þar á meðal þrír af völd- um óvita. SLYSFARIR 5. Ungur maður, Lúðvík Ingibjörn Valdimarsson, fell útbyrðis af tpgaran- um Verði og drukknaði. 11. Katalínuflugbáturinn „Sólfaxi“ var sendur til Borgarness að sækja sjúkling. Þegar flugvélin ætlaði aö hefja sig til flugs, var hvassviðri og sjógangur. Brotnaði þá annar hreyfill- inn og fór skrúfan af og laskaði flug- klefann, en engan mann sakaði. 17. Varðskipið Þór bjargaði norsku selveiðiskipi (200 smál.) þar sem það var að velkjast stjórnlaust langt úti í hafi í stórsjó og stormi. 16. Amerísk björgunarflugvél með 5 manna áhöfn flaug austur með landi og ætlaði að aðstoða aðra flugvél, en hvarf. Eftir mikla leit fannst flakið af henni á Eyafjallajökli og 1 lik í þvi. Var ætlað að hinir mennirnir mundu hafa komizt lifs af, en síðan villzt og orðið úti eða hrapað í jökulgjár. Var þeirra leitað af mannsöfnuði hvað eftir annað, en fundust ekki. 11. Vilhjálmur Guðmundsson, fimmt- ugur sjómaður úr Vestmanneyum, hvarf af skipinu Heklu á leið þangað frá Reykjavík. Þegar hann kom um borð hafði hann beðið stýrimann að geyma fyrir sig 10.000 kr. er ætti að fara til Minningarsjóðs drukknaðra í Eyum. 19. Bústjórinn að Skeggjastöðum í Mosfellssveit, Erich Hermann (þýzkur) varð undir vagni og stórslasaðist. 22. Fórst Friðgeir Sveinsson skrif- stofumaður, 33 ára, þannig að bíll hans lenti út af hafnarbakka í Reykjavík. í þesum mánuði urðu þrír drengir fyrir bílum í Reykjavík og meiddust meira og minna. Aldraður maður, Ei- ríkur Eiríksson, fell af vörubílspalli og slasaðist allmikið. Ölvaður maður ók með ofsahraða á bárujárnsgirðingu hjá Aðalstræti 6 og fór bíllinn í gegn um hana. Bak við girðinguna var nýgraf- inn kjallari fullur af vatni og þar fór bíllinn á kaf. Þrír menn voru í honum og björguðust vegna þess að hurð á bílnum hafði hrokkið upp við árekst- urinn. VIÐSKIFTASAMNINGAR Um mánaðamótin var gerður við- skiftasamningur við Brazilíu til eins árs. Er þar gert ráð fyrir að Brazilía kaupi af íslendingum fisk fyrir 23 miiljónir króna, en þeir fái kafii og aðrar vörur í staðinn. Um miðjan mánuð var gerður við- skiftasamningur við Tékkóslóvakíu og gildir hann til árs. Er þar um vöru- skifti að ræða og gert ráð fyrir að þau nemi 20—30 milljónum króna á hvora hlið. VARNARSAMNINGURINN Hinn 6. var ár liðið frá því að ísland gerði varnarsamning við Bandaríkin. Um þær mundir var E. J. McGaw hers- höfðingi, sem stjórnað hefur setuliðinu hér, leystur frá störfum. Utanríkisráð- herr@ skipaði sérstaka varnarmála- nefnd, sem á að annast framkvæmd varnarsamningsins undir yfirstjórn hans. í nefndinni eru: Hans G. Ander- sen deildarstjóri í utanríkisráðuneytinu, Guðmundur í. Guðmundsson bæar- fógeti í Hafnarfirði og Agnar Kofoed- Hansen flugvallarstjóri. SOGSVIRKJUNIN 29. var hornsteinn hinnar nýu raf- magnsstöðvar hjá Sogsfossum lagður. Gerði það Jón Pálmason, forseti sam- einaðs Alþingis, í nafni handhafa for- setavaldsins. Var þar margt stórmcnni viðstatt. Sogsstöðin er mesta mannvirki hér á landi og mun kosta um 165 mill- jónir króna. SKÓGGRÆÐSLAN Mikill áhugi var um allt land fyrir skóggræðslu og var búizt við því að settar mundu niður á þessu vori urn 700.000 trjáplöntur, eða alit sem til var í öllum skógræktarstöðvum landsins. Það jók og áhuga manna hve snemma virtist ætla að vora og um miðjan mán- uð var byrjað á gróðursetningu í Heið- mörk. Þar hafa nú rúmlega 40 félög fengið sér land til skógræktar og var kappsamlega unnið þar til mánaða- móta, enda þótt tíðarfar spilltist. Ak- ureyringar settu 18.000 plöntur í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.