Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1952, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1952, Blaðsíða 10
318 Saga Væringjanna fornu var lengi eftirlætisrannsókn Sigíúsar Blöndals, og eftir hann liggur mik- ið rit um hana óprentað. Þarna mættust tvenn menningarsvið, sem honum voru hugstæð, hin gríska menning býsantísku keisaranna og forfeður okkar og frændur, sem sóttu Miklagarð. Hann ferðaðist þangað og til Grikklands 1937 til að kynna sér viðíangsefni og nið- urstöður fornfræðinga um Vær- ingjatímana og leiða augum þau lönd, sem hann hafði dáð frá bernsku. Safn býsantískra bókmennta í útgáfum 19. aldar eignaðist Sigfús svo gott, að það þolir samanburð við eign bestu vísindasafna á Norð- urlöndum af þess kyns ritum. Einn- ig átti hann fræðirit á nýgrísku, rússnesku og nokkrum Vestur- landatungum um þessi eíni. Latneskar og grískar bókmennt- ir voru námsefni hans til háskóla- prófs í æsku og síðan ævilangt. Bókasafn hans á þeim sviðum var auðugt og prýðilegt. Háskólasafnið er þar orðið vel sett með bóka- kostinn frá þeim Einari Benedikts- syni. En fyrir utan þessi svið var Sig- fús Blöndal sá tungumálamaður og fjölfræðingur, að hann lét sig fátt mannlegt engu skipta, eins og Jakob Benediktsson lýsti í Skírni í eftirmælum um hann. Hann hafði eignast og nytjað valdar bækur úr fleiri þjóðlöndum og um fleiri menningargreinar en r.okkur ís- lenskur samaldri hans, og er þá allmikið sagt. Hann vissi gildi þeirra. rita vegna þess, að hann hafði lesið og gert þær hluta úr sjálfum sér. Þá fer betur að skiljast, hver hugur fylgdi, þegar hann óskaði bókunum heim og óskaði þeim sér- staklega til háskólabókasafns. Og framsýni hans um þörf háskólans fyrir bækurnar styrktist af því, að LESBÓK MORGUNBLAÐSINS síðan 1901 hafði .hann verið-bóka- vöcður að starfi og markmiðum, unnið að því og lengstum í ábirgð- arstöðu, að skrá og skipuleggja í hendur framtíðar eitt af bestu og fremstu vísindasöfnum Norður- landa, konunglega safnið í Höfn. Sigfúsi var stundum áhyggju- efni, ef íslendingar misstu af flestu því, sem höfuðborg konungs- ríkisins hafði veitt menntamönn- um, án þess að jafnhæf söfn og menntalindir spryttu upp í Reykja- vík. Þær áhyggjur lifa eftir hann dauðan og eggja eigi síst okkur bókaverðina, eftirmenn hans. En bækurnar, sem hann valdi og nú eru hér, sem hann kaus, eiga enn hlut í verki, ef me.nn cru hæfir til að nota sér þær. 3. Vort land er í dögun af annari öld .... í sambandi við það, sem að framan segir, og frá sjónarmiði bókavarðar eru orð Einars í Vær- ingjum tilkynning um auknar þarfir og vaxandi störf við hag- nýta aðdrætti m. a. að bókasöfn- um og náttúrufræðisöfnum lands- ins. Þessi „önnur öld“ byggir lífs- vonir þjóðarinnar á kjarngóðri mennt og arðsamri tækni, og hvor- ugur þáttur þroskans má án hins vera. Fyrstu 40 ár sín miðaði háskól- inn í Reykjavík flest við það að ala upp sömu embættisstéttir sem verið höfðu. Til þess var guðfræði- deild, læknadeild og lagadeild, en hin 4., heimspekideildin, veitti eigi réttindi (nema í kennarastöður tvær við menntaskólana undanfar- in 20 ár). En síðasta áratuginn fór háskólinn að útskrifa menn með viðskiptafræðilegu eða hagfræði- legu prófi úr lagadeild, verkfræði- legu úr nýstofnaðri verkfræði- deild, þótt þar só ætlast til fram- haldsnáms erlendis, og B.-A.-próf- um úr heimspekideild, sem veita nú kenr.araréttindi nær því sem kandídatspróf þaðan veita. Með því að stúdentafjöldi mun verða kappnógur til að sækja þess- ar tegundir náms senn hvað líður, leiðir af því, að þorri kennara í miðskólum og upp þaðan og fjöl- mennt úrval verslunarstéttar og tæknimenntaðs fólks verður há- skólagengið lið, eflaust einnig margir skipstjórar, garðyrkjumenn og bændur. Af því leiðir aftur, að í stað fárra sérsviða verður háskóli okk- ar brátt þannig, eins og megin- háskólar frændþjóðanna, að honum verður fátt mannlegt óviðkomandi og allstór tæknisvið verða innan landamæra hans. Mér er nógu kunnugt, að hér eftir verður verksvið Háskólabóka- safns víðfeðmara en landsbóka- safns, sem getur einbeitt sér meir að húmanískum efnum og hlut- verki þjóðbókasafnsins. Þar með er ekki sagt, að safn háskólans hafi nándar nærri fé og vinnukraft til að þenja sig svo viða sem nýu þarfirnar krefja þessi árin. En aldrei hefur mér liðið úr minni, hvað bókavörðum í stórsöfnum Norðurlanda (eins og t. d. dr. Sig- fúsi Blöndal) sýndist óumflýjan- leg þessi útþensla háskóla og safns, hvenær sem brugðið var upp fyrir þeim rissmyndum af íslenzkri ný- sköpun, segjum viðhorfinu 1946. Það viðhorf helst enn og skýrist. í fleiri löndum álfunnar eru þessi viðhorf einnig nærri eins ný og hér, og brátt knýa þarfirnar fast- ar á. Þetta er eins og menn vita or- sök þess, að háskólinn hpfur undir forustu Alexanders rektors færst í fang eins mikil verkefni og hann orkar í bili (og rúmlega það). . Yngsta aukningin, B.-A.-prófin, skýrir þetta nægilega. Próf eru eða verða veitt í íslensku, dönsku, sænsku, norsku, ensku, þýsku,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.