Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1952, Page 4
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
[ 440
Ég á heima í
Dick Austin er ekki nema 110 senti-
metra á hæð, en hann spiarar
s?g- samt meðal vor
risanna.
★
ÞÚ þarft ekki að vera hræddur við
hunda, en fyrjr mig eru þeir jatn
hræðilepir og ijón, því að ée er ekki
r nema 110 sentimetra á hæð. Oe bú
r sýnist risi þegar þú stendur við hliðina
r á mér. Ég er sem sé dvergur á hann
r hátt, að höfuð og búkur er nokkurn
r veginn í meðallagi, en hand’eegir og
r fætur örstuttir. Vísindin kalla mig
r „achondroplastik" dverg, og þau vita
r ekkert hvernig á því stendur að ég er
svona. Foreldrar mínir eru eins og
fólk er flest. Ég á fjóra bræður og
eina systur, og þau eru öll meira en
í meðallagi há.
Ég er nú 19 ára að aldri og sé um
mig sjálfur. Ég vinn hjá útvarpsstöð-
inni í Kitchener í Ontario. Mér þykir
vænt um starf mitt og ég hef kynnt
mér allt sem því við kemur. Ég er
ánægður með lífið, þótt ýmis óbægindi
fylgi því að vera svona lítill. Ég æski
engra sérréttinda og ég reyni að taka
með karlmennsku öllu því sem að
höndum ber.
Dagurinn byrjar venjulega fyrir mér
r með harðri viðureign við skattholið.
Einhvers staðar uppi á því liggur slifs-
r isnælan mín, og ég þarf að ná í hana.
r Ef stóll er þarna r.álægt, þá gengur
allt vel. En að öðrum kosti verð ég að
beita hyggjuviti mínu. Þá dreg ég
skúffurnar í skattholinu misjafnlega
langt út og nota þær sem stiga.
Spegillinn í baðherberginu hangir á
vegg miðja leið milli gólfs og lofts.
Til þess að geta notað hann, verð ég
að skríða upp í vaskinn. Ég sezt á
brúnina og get nú haft alla mína henti-
semi.
r Mér er illa við stólana í veitinga-
r húsum. Sumir eru svo háir að ég kemst
r ekki upp á þá. Sama máli er að gegna
r um hin háu þrep á bílum. Og ég er í
f vandræðum að komast áfram í snjó.
r Vanalega fæ ég hálsríg af því að
r tala við menn. Þá þarf ég að keyra
f hnakkann aftur á bak til þess að sjá
r framan í þá.
f Þegar læknirinn tók eftir því að ég
yar frábrugðinn systkinum mínum,
Jötunheimum
Dick situr í mundlauginni og er að
raka sig.
sagði hann við móður mína: „Hvernig
svo sem þér hagið uppeldi drengsins
þá megið þér ekki vorkenna honum
og fara öðru vísi með hann en hin
börnin. Það verður honum fvrir beztu.“
Móðir mín fór eftir þeirri ráðleggingu.
En í skólanum var mér sýnd sérstök
hugulsemi. Sætið mitt var hækkað svo
að kennarinn gæti séð að ég væri í
kennslustofunni. Þá var ég fimm ára.
En þegar ég var 12 ára var mér orðið
það ljóst að allir jafnaldrar mínir
mundu verða helmingi stærri en ég.
Stundum segja vinir mínir við mig:
„Þú átt gott, því að þú þarft aldrei að
kaupa þér dýrari föt en drengjaföt.1'
Þar skjöplast þeim. Ég veg að vísu
ekki nema 90 pund, en ég þarf föt á
við meðalmann, vegna þess að búkur-
inn er eins og á meðalmanni. Það eru
aðeins handleggirnir og fæturnir, sem
eru of stuttir. Ég verð alltaf að kaupa
föt á meðalmann, en svo verð ég að
stytta buxnaskálmarnar niður í 35
sentimetra og ermarnar í 28 sentimetra.
Ég kaupi skyrtur nr. 14 og klippi
ermarnar af þeim.
Ég hef stundum gert svo lítið úr mér
að ferðast fyrir hálft gjald með stræt-
isvögnum. Stundum hef ég komizt inn
'' á kvikmyndasýningar fyrir hálft gjald,
en ekki oft. Dyraverðirnir eru athug-
ulli en þeir sem selja aðgöngumiðana.
En þegar ég er með stúlku, þá borga
ég alltaf eins og fullorðinn maður. Já,
ég á vinkonur — alveg eins margar og
jafnaldrar mínir. Eg fer á dansleika
og mér þykir gaman að dansa. Ein-
hvern tíma kemur að því að ég gifti
mig oe eignast börn, og þau verða öll
rétt sköpuð, því hefur læknirinn lofað
mér.
Einu sinni var það í samkvæmi að
ókunn kona náði mér afsíðis og spurði:
,,Mig langar til að vita hvernig þér
finnst þú sjálfur vera í draumum þín-
um. Finnst þér þú vera stór og sterkur,
eða finnst þér þú vera minni en þú
ert?“ Og áður en ég gæti svarað spurði
hún enn: „Finnst þér máske að þú sért
alveg eins og í vöku?“
„Afsakið,“ sagði ég, „en ég man
hreint ekki hvenær mig dreymdi sein-
ast.“
,,Það var leiðijilegt," sagði hún. „En
blessaður taktu' eftir því hvað þig
drevmir næst og láttu mig vita, sér-
staklega ef þú skyldir fá martröð."
Margir spyrjá mig hvort mig langi
ekki til að vera sem aðrir menn, eða
eins og húsbóndi minn orðar það:
„Langar þig ekki til þess að vera lang-
ur?“ Hreinskilnislega verð ég að neita
því. Ég er ánægður með lífið, og hver
kærir sig um meðalmennskuna? Eru
ekki allir að keppast við að vera öðru
vísi en aðrir menn á einhvern hátt?
Ég á Fiatbíl og get ekið honum. Ég
kann að synda, fara á skautum, leika
golf o. s. frv.
Það er miklu betra að vera of lítill
heldur en of stór. Mér er minnisstæður
maðurinn, sem var að gera við línurnar
í útvarpsstöðinni hjá okkur. Hann var
sex fet og 8 þumlungar og hann rak sig
alls staðar upp undir. Honum lá við að
tárast þegar ég sagði honum frá hvað
rúmt væri um mig í rúminu og að ég
gæti tekið sundtökin í venjulegu bað-
keri. Hann komst ekki niður í neitt
baðker og hann hafði aldrei sofið í
rúmi þar sem hann gat rétt úr sér. Við
stríddum hvor öðrum.
„Þú hefur það fram yfir mig að eiga
auðvelt með að gægjast í gegn um
skráargöt," sagði hann.
„Það er satt,“ sagði ég, „en þú getur
gægst yfir öll skilrúm."
★ ★ ★ ★ ★