Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1952, Qupperneq 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
441
Konungur þáði veturvisf hjá
íslenzkum bónda
Á FYRRA hluta 12. aldar bjó á
Staðarhóli í Saurbæ Þorg;'’s Odda-
son, höfðingi mikill og mörgum
kunnur fyrir deilur þeirra Hafliða
Mássonar á Breiðabólstað í Vestur-
hópi. Hafði svo til borið á Alþingi
1120, þá er gengið var til dóma og
menn þröngdust mjög saman, að
Þorgils bar vopn á Hafliða og hjó
af honum einn fingurinn, en særði
annan. Af þessum atburði gerðust
mikil málaferli, sem enduðu með
sjálfdæmi, er Hafliði skyldi taka
um sárabætur. Gerði hann átta
tigu hundraða fyrir áverka, vöru-
virt fé, og skyldi Hafliði virða sjálf-
ur. „Hann bauð at taka lönd i
Norðlendingafjórðungi, gull ok
silfr, norrænan varning, járnsmíði,
ríflega gripi, þeir er tæki eigi
minna en kúgildi, gelda hesta, því
at einu graðhesta at merr fylgdi,
ok því at einu merhross at hestr
fylgdi, ok ekki hross ellra en tólf
vetra, ok eigi yngra en þrevett “
Síðan er það orðtak haft, er einn
viðstaddur mælti, að „dýrr mundi
Hafliði allur, ef svo skyldi hverr
limur.“ Þessi sekt var þó greidd
þegar í stað, og sættir heldust vel.
Svo bar til á Staðarhóli vetur
einn, líklega 1125—1130, að Aust-
menn nokkrir voru á vist með Þor-
gisli bónda. Var sá einn þeirra, er
vakti athygli heimamanna sakir
mikils yfirbragðs, en eigi vegna
hins, að hann væri áburðarmaður
og léti mikið yfir sér. Nefndist hann
Sigurður Magnússon, en lét ógetið
annars um sína hagi. Eigi er þessa
atviks getið í sögu þeirra Þorgils
og Hafliða, en í söguþáttum, sem
Morkinskinna heitir, er stutt frá-
sögn, sem lítt hefur verið haldið á
loft. Fyrir því er hún rifjuð upp
hér.
Sigurður þessi, sem reyndar var
Sigurður slembir eða slembidjákn,
Noregskonungur, var að eigin sögn
sonur Magnúss konungs berfætts
og Þóru, dóttur Saxa úr Vík. Sig-
urður var farmaður mikill, gerði
hann ferð sína suður til Rómar og
Jórsalalands, og heimsótti þar
helga staði. Hann var og löngum í
förum um Skotland og Orkneyjar,
og stundum landflótta úr Noregi.
Er eigi ólíklegt, að í þeim sjóferð-
um haíi hann hreppt haívillur og
gist ísland með eins vetrar dvöl.
Fer nú hér á eftir kafli sá, er grein-
ir frá dvöl hans hér á landi.
„Einn vetr var hann á Islandi
með Þorgisii Oddasyni í Saurbæ.
Vissu fáir, hverr hann var. Þat var
um haustit, er sauðir váru í rétt
reknir ok ætlaðir til skurðar. Ok
er þeir hendu sauðina, hljóp einn
sauðrinn at hánum, Sigurði, sem
hann leitaði þannug hjálpar. Sig-
urður rétti hánum hönd sína ok
kippir út úr réttinni ok lætr hlaupa
í íjallit upp og mælti: „Eigi leita
fleiri traustsins til vár en svá, at
trausti skal verða.“ —t Þat varð enn
um vetrinn, at kona varð sek um
stuld. Varð Þorgils henni reiðr ok
vildi refsa henni. Húíi hljóp þar
til, er Sigurðr var, ok hann setti
hana hjá sér í pallinn. Þorgils bað
hann fram selja konuna ok sagði,
hvat hún hefði til gert. Sigurðr bað
henni friðar, „þó hefur hún mitt
traust sótt, ok gefit henni upp
sökina.“ Þorgils segir, at hún skal
víti fyrir taka. Ok er Sigurðr sá, at
bóndi vill eigi skipast við bæn hans,
hleypur hann upp ok brá sverði ok
bað Þorgils til sækja. En er Þorgils
sá, at hann vill vígi verja, leizt hán-
um maðrinn með miklu yfirbragði
ok grunar, hverr vera muni. Lét
hann við berast at gera á hlut kon-
unnar ok gaf henni frið. Á Staðar-
hóh váru fleiri menn útlendir, ok
hafði Sigurðr minnst yfirlæti jafn-
an. Einn dag, er hann kom í stofu,
þá tefldi annarr austmaðr við
heimamann Þorgils. Sá var skarts-
maðr mikill ok barst allmjök á.
Kallaði austmaðr á Sigurð, at hann
réði um taflit með hánum, fyrir
því, at hann kynni þat sem aðrar
íþróttir. Ok er Sigurðr leit á, þótti
hánum mjök farit taflit. En sá
maðr, er tefldi við austmanninn,
hafði særðan fót, ok hafði þrútnað
mjök fótrinn. Sigurðr settisk í pall-
inn ok tekr eitt strá ok dregr eftir
gólfinu, en kettlingar hljópu um
gólfit. Hann dregr æ fyrir þeim
stráit, þar til kemur yfir fót ís-
lendingnum ok nú hlaupa kettling-
arnir yfir fótinn, en maðrinn spratt
upp ok kvað við, en taflit svarfað-
isk. Göra þeir nú þrætumál, hvat
hverr hefði. — Þessa er því getit,
at Sigurðr þótti nær sér taka
bragðit. i
Eigi vissu menn, at hann var
lærðr fyrr en á þváttdaginn fyrir
páska. Þá söng hann yfir vatni með
presti. Æ þótti því meira um hann
vert, sem hann hafði lengr verit.
Ok um sumarit, áðr þeir Þorgils
skildu, mælti Sigurðr, at hann
skyldi kunnlega senda menn til
Sigurðar slembis. Þorgils mælti:
„Hvat er þér at hánum langt?“
Hann svaraði: „Ek em Sigurðí