Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1952, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1952, Blaðsíða 11
r, LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 447 Ur láfi alþýðunnar Sigríður Olufsdóítir fru Kollsú í Hrútufirði Eftir Kristínu Ólafsdóttur fró Sumarliðabæ an við Hólminn. Þar er greiðfær leið milli hrauns og hlíða, sléttar moldargötur. Framundan blasir við hraunhafið með öllum sínum kynjamyndum, og nú má sjá nokkra af gígum þeim, er það hefir komið úr, neðst í Þórarinsdal og á norðurhálsi hans. Annars er mikið beitiland á Þórarinsdal, því að hann er langur og votlendur er innan dregur. Innarlega í honum hefir fundist surtarbrandur upp með gili nokkru, en hefir víst ekki orðið til neins hagræðis. Hraunin hér um ofanverðan dalinn eru enn á grámosastiginu, þótt gömul sé, og enginn gróður í þeim. En þegar niður í bygð kemur eru þau skógi vaxin og allt annar svipur á þeim. Það var heitt í dalnum þennan dag (10. ágúst), svo að tæplega get- ur meiri hita á íslandi. Dalurinn liggur vel við sól og sólargeislarnir endurkastast frá berum fjallahlíð- unum og hrauninu, og tíbráin veld- ur því að manni sýnist loftið í daln- um sjóðandi og vellandi, og finnst það ósköp eðlilegt. Eitthvað verð- ur undan að láta í þessum steikj- andi hita. Mýflugurnar leita for- sælu á hálsi manns og bak við eyr- að, sem undan sól snýr, og maður fær ýskrandi kláða undan stung- um þeirr'a. Svitinn. drýpur af hverju höfuðhári og fötin loða við mann. Það er gott að koma heim í fjallaskálann, geta þvegið sér upp úr ískoldu árvatninu, fengið ærlegan svaladrykk og góðan há- degisverð. Svo leggjum við á hraunið með klyfjar á baki og ekki batnar þá. Lestin sníglast eftir hraungötunni og allir verða fegnir, þegar komið er að bílnum. Og enn fegnari verða menn hinum ágætu móttökum í Hítardal. Til Reykjavíkur var komið um kvöldið. Þessi snöggva ferð hafði verið á borð við langt sumarfrí. Á. Ó. ÞEGAR séra Þórarinn prófastur Kristjánsson, síðast prestur að Vatns- firði, andaðist 10. september 1883, flutt- ist kona hans frú Ingibjörg Helgadótt- ir, Helgasonar alþingismanns, frá Vogi á Mýrum, til sonar síns, Helga bónda Þórarinssonar og konu hans, frú Jór- unnar Jónsdóttur, Ijósmóður, að Rauðanesi í Mýrasýslu. Með frú Ingi- björgu fluttist að Rauðanesi konan Sigríður Ólafsdóttir og þar kynntist ég henni. Ég sá ekki frú Ingibjörgu Helga- dóttur, hún var dáin áður en ég kom þar, sömuleiðis sonur hennar, Helgi bóndi Þórarinsson, maður Jórunnar. Þau mæðgin lágu bæði rúmföst vet- urinn 1896, og var húsbóndinn jarð- settur á síðasta vetrardag, 52 ára gam- all, að viðstöddu miklu fjölmenni. Helgi bóndi var óvenju vinsæll mað- ur og vel látinn, gáfumaður og góður bóndi. Stuttu síðar fór fram jarðarför móð- ur hans, frú Ingibjargar. Fjölmenntu Mýramenn þá einnig, því að á meðal þeirra átti hún marga vini og frænd- ur. Ingibjörg var svo hress, venju frem- ur, daginn, sem sonur hennar var jarð- settur, að hún gat fylg't kistu hans út á grasflötinn fyrir sunnan húsið. Þar sat hún þangað til að báturinn, sem flutti son hennar á greftrunar- staðinn, hvarf fyrir Hjallatangann. Stóð hún þá upp og sagði: „Una augu meðan á sjá.“ Ekki steig hún á fætur eftir þetta. Frú Ingibjörg frá Vogi var hin mesta merkiskona, að sögn þeirra er hana þekktu. Sigríður Ólafsdóttir, sem fluttist að Rauðanesi vestan frá Vatnsfirði, með frú Ingibjörgu, átti þar nokkuð lengri viðdvöl eða 36 ár. Hún var fædd að Kollsá í Hrútafirði 13. ágúst 1828, ólst upp hjá Daða bónda Ólafssyni, og konu hans, Guðbjörgu Einarsdótt- ur. Þaðan er hún fermd og fær þann vitnisburð hjá Búa prófasti, ao hún sé „skikkanleg og sérlega skilnings- góð.“ Eftir 17 ára aldur er hún um stund vinnukona á ýmsum stöðum, þæði í Hrútafirði og víðar. Eftir það fer hún að Prestsbakka til séra Þórarins og frú Ingibjargar konu hans. Má svq heita að upp frá því væri hún alla tíð á vegum þeirra hjóna, eða nær 40 ár. Áður en Sigríður kom í Vatnsfjörð, giftist hún Ólafi Bjarnasyni vinnu- manni frá Stórholti i Saurbæ og eign- uðust þau eitt barn, en misttu það ungt. Mann sinn missti Sigríður stuttu síðar. Allt var þetta raunalegt og nauðug mun hún hafa farið suður á land, á það bendir visa sú er hún orti um það leyti. Hún er svona: Oft er margbreytt angurs stand, er mér helzt í geði, seint mun ég á Suðurland, sækja mikla gleði. Hvernig sem það hefur verið hjá Sigríði, þá leit hún svo á, að sér hefði liðið vel um ævina, þó að mér, að vísu, fyndist hún alltaf þrá Hrúta- fjörðinn. Þegar ég kynntist Sigríði Ólafsdótt- ur, var hún orðin nokkuð fullorðin, en í engu farin að tapa sér, allra sízt andlega. Mér þótti hún skemmtin í viðræðum, ólík flestu öðru fólki, sem ég þá kynntist. Hún var gáfuð, ljóð- elsk, stálminnug, eftirtektarsöm og þar afleiðandi margfróð, skýr í hugs- un og svörum, hagmælt og hafði skemmtilega kímnigáfu, ef því var að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.