Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1952, Side 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
449
Kynþættir og erfðir I.
Menn ern yíirleitt ólíkir
EITT AF því merkilegasta við
mannkynið er, að allir menn skuli
ekki vera eins. Eins langt og sög-
ur ná, hafa verið til stórir menn
og litlir menn, sterkir menn og
aukvisar, vítrir menn og heimsk-
ingjar. Á vissum stöðum á jörðinni
eru til svartir menn, gulir menn,
brúnir menn og hvítir menn. Hvar.
sem farið er um heiminn er hægt
að rekast á menn, sem hafa hvassa
sjón og aðra, sem eru mjög sjón-
daprir; sumir eru litblindir, aðrir
finna ekki bragð að sumum efnum,.
og ef litið er á fingur þeirra, eða
í hvaða blóðflokki þeir eru, þá mun
niðurstaðan verða sú, að engir
tveir menn eru alveg eins. Svo
margbreytilegir eru mennirnir, að
þú getur verið alveg viss um, að
næsti maður, sem þú mætir á götu,
er allt öðru vísi en sá, er þú gekkst
fram hjá seinast. Eins geturðu ver-
ið alveg viss um, að ef þú ferð
í annað land, þá er fólkið þar ekki
alveg eins og heimaþjóð þín.
Þetta er ákaflega örlagaríkt, því
einmitt út af þessum mun hafa ris-
ið allar þær styrjaldir, sem þjakað
hafa heiminn frá öndverðu. En af
þessum mun stafa einnig allar þær
framfarir, sem orðið hafa, efnaleg-
ar og andlegar. Mismunandi vaxt-
arlag og gáfur gera menn hæfa til
mismunandi starfa, þannig að sum-
ir verða veiðimenn, en aðrir bænd-
ur. Þeim getur lent í hár saman,
ekki síður en prestum og víking-
um, þrælum og húsbændum, því
að hver hefir sín hagsmunamál.
En þessi munur, sem leiðir til ill-
inda, leiðir einnig til þeirrar verk-
skiftingar, sem velgengni allra
þjóðfélaga byggist á. Ef þið trúið
því ekki að það burfi svo marg-
brevtilefft mannkyn til að mynda
þann heim sem vér lifum í, þá
skuluð þér revna að hu<?sa yður
hvernig fara mursdi ef allir menn
væri eins. Er líklegt að þá væri til
búgarðar og verksmiðjur, flugvél-
ar og kafbátar, hljómsveitir og vís-
indastofnanir?
En úr því að þessi mikli munur
á mönnum getur haft bæði illar
og góðar afleiðingar, þá er ekki
úr vegi að staldra við og athuga
hvort það sé nú heimurinn sjálfur,
sem þessu veldur, eða hvort það
er ekki öllu heldur viðhorf vort '
til hans. Vér virðumst jafnan
gleyma því, að í insta eðli sínu eru
allir menn líkir. Þess vegna berjast
f- i* ■»
lýðræðisþjóðir fyrir jafnrétti allra
manna. En þótt allir hafi jafnan
rétt, eru ekki allir eins að heldur.
Þegar litið er á heiminn eins og
hann er í dag, sjáum vér vandamál-
in alls staðar: menn §kiftast í
flokka eftir pólitískum skoðunum,
siðgæðis skoðunum, trúarskoðun-
um — eftir venjum, smekk, efnum
og af óteljandi ástæðum öðrum.
Ef vér svo óskum að samlagast
slíkum heimi, þá verðum vér að
skilja hvað slík margbreythi þýð-
ir, af hverju hún stafar, hve lengi
hún muni standa, hvert af þessu
muni geta ráðið örlögum vorum og
hvort nokkrar líkur sé til þess að
hægt sé að breyta eða sigrast á
einhverju af þessu. Sérstaklega
þurfum vér að rannsaka hvað af
þessu er meðfætt eða tekið í arf,
og hvað stafi frá uppeldi og þeirri
fræðslu, sem menn fá, eða ein-
hverju öðru, sem hægt er að
breyta.
Þetta er auðvelt að skýra með
einföldu dæmi.
Einn er sá munur á mönnum, er
þeir hafa tæplega veitt eftirtekt.
Um 70% af mönnum finna ramt
bragð að daufri efnablöndu, sem
nefnd er „phenvl-thiocarbamide“
(skammstafað PTC), en 30% finna
ekkert bragð að henni. Þessi mis-
munur er arfgengur ög það er
ekki kunnugt að hann geti stafað
af neinum utanaðkomandi áhrif-
....
um.
Setjum nú svo að PTC sé notað
til sótthreinsunar í drykkjarvatn
einhverrar borgar, þar sem enginn
hefir heyrt þess getið,, að sumir
finni bragð að því, en aðrir ekki.
Þegar kvartanir koma um að vont
bragð sé af drykkjarvatninu, er sér-
fróður maður sendur til að athpga
þetta. Þessi maður finnur ekkert
bragð að efninu og þess vegna seg-
ir hann í skýrslu sinni að kvartan-
irnar hafi ekki við nein rök að
styðjast og sé aðeins sprottnarv af
hótfyndni eðá illgirni. En þetta
gerir vatnið ekki bragðbetra í
munni þeirra, sem finna keiminn af
PTC og hafa kvartað, og út af
þessu rísa svo deilur, sem skifta
borgarbúum í tvo andvíga og harð-
vítuga flokka. Það endar með því,
að almenn atkvæðagreiðsla fer
fram. Þar sigra þeir, sem höfðu
kvartað, vegna þess að þeir voru
í miklum meirihluta (70%) og þá
er hætt að blanda efninu í drykkj-
arvatnið.
En minni hlutinn, þessi 30%, sem
ekki finnur neitt bragð að efninu,
er sáróánægður. Hann telur meiri
hlutann hafa beitt gjörræði og nú
vofi sá voði yfir borgarbúum að
sýkjast af vatninu. Óánægjan get-
ur orðið svo mögnuð að hún brjót-
ist út í ljósum loga, og minni hlut-
inn reyni að kúga meiri hlutann
með valdi. . . ^