Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1952, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1952, Síða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS r 491 unni, og ef til vill einungis örfáir menn kunna nú orðið. Gaman væri líka að sýna í þessari stóru kvik- mynd hvernig bændur og fiski- menn síns tíma seldu kaupmann- inum framleiðsluvarning sinn á gömlum verzlunarstað — sýna hversu mikið, eða öllu fremur hversu lítið þetta fátæka fólk bar úr býtum fyrir ævilangt strit. „íslenzkir þjóðgripir" Gera mætti sjálfstæða sögulega kvikmynd á þann hátt að mynda bara hlutiha eins og þeir eru — en jafnframt gæti myndavélin svo beint athyglinni að því merkilega, sem oft er hulið, og sem fæstir taka eftir án leiðsagnar um safnið. Kvik- myndavélin kemst nær en safn- gesturinn, og myndatökumaðurinn fær að velta hlutum við í hendi sér. í landi þar sem feðranna frægð er eins í hávegum höfð og á íslandi, liggur það hendi nærri að gera mynd sem kalla mætti „íslenzkir þjóðgripir“ — mynd þar sem sýnd- ir væru í nærsýn helztu og verð- mætustu kostagripir fortíðarinnar. Ég þarf ekki annað en að minna á hina listilega gerðu upphafsstafi og teikningar í gömlu handritun- um, gamla hstvefnaðinn, Valþjófs- staðahurðina, dyrustafina frá Lauf- ási og marga hluti aðra. Og þá ekki sízt það sem geymt er erlendis af íslenzkum munum, og sem einung- is mjög fáir íslendingar fá augum htið. Þessa mynd yrði einnig hægt að sýna í skólunum ár eftir ár, og veita börnunum þannig einstæða innsýn í gamla menningu síns lands. Vitaskuld myndi slík mynd einnig vekja víðtæka athygli er- lendis. Kvikmyndir um merka íslendinga Ég vil á ný leiða athyglina að skyldu okkar við komandi kynslóð- ir, og þá ekki sízt að nauðsyn þess að minnast helztu manna vorra tíma. Með tilliti til fólksfjölda má segja, að ísland hafi fætt furðulega mikinn fjölda merkra listamanna. Komandi kynslóðir ættu að fá að sjá þá við vinnu sína á kvikmynd, heyra þá greina frá tilganginum með list sinni — eins og við höf- um gert í Danmörku með kvik- myndunum um málarann Willum- sen og skáldið Johannes V. Jensen. Sagt hefur verið, að list leikarans sé hverful og deyi með sjálfum honum, en þannig er því ekki farið lengur. Við ættum að varðveita leik þeirra Friðfinns Guðjónssonar og Gunnþórunnar Halldórsdóttur og annarra merkra leikara í köfl- um úr þýðingarmestu hlutverkum þeirra. ísland sögualdarinnar Ég vil ljúka máli mínu með uppá- stungu um kvikmynd-, sem yrði ekki einungis ómetanleg að giltíi, en sem myndi einnig vafalaust vekja mikla athygh úti í hinum stóra heimi, því að verkefnið stend- ur í beinum tengslum við hið mikla framlag íslands til heimsbókmennt- anna — íslendingasögurnar. Ég tek hér ekki afstöðu til draumanria um kvikmyndun sagnanna í gerfi Ieik- kvikmynda, með leikurum í hlut- verkum hinna þekktu persóna. Það sem ég er að hugsa um er menn- ingarkvikmynd, sem gæti vakið upp húsakynni sögualdarinnar, amboð, tól og klæðaburð. Satt er það, að fátt er um forn- leifar frá landnámstíð. En ef við snúum okkur að þeim tíma, sem sögumar voru skráðar á — það er að segja um 200 árum eftir að hinir skráðu atburðir skeðu — þá eru fomminjar til í miklu ríkara mæli. Og nú eru margir fræðimenn þeirr- ar skoðunar, að hvað hið ytra borð- ið snertir greini höfundar sagnanna að tiltölulega miklu leyti fremur frá því sem þeir sjálfir þekktu til, en frá því sem þeir tóku a&arfsögn. Þeir láta fyrstu byggjendur lands- ins búa í húsum síns eigin tíma, og ganga í fötum sinnar tíðax. Hvern- ig svo sem þetta kann að/ vera mun það ávallt hafa mikið menningar- gildi að sýna hvernig íslendingar bjuggu á þeim tíma, sem sögurnar voru skráðar.' Á síðari árum hafa fornleifarannsóknir lágt til mikið efni við uppgröft gamalla bæar- tófta t. d. að Stöng í Þjórsárdal, og tóftirnar í Skallakoti og ísleifsstöð- um, sem e. t. v. eru ennþá eldri. Kvikmyndin getur greint frá þessum bæarrústum á miklu líf- rænni og áhrifameiri hátt en teikn- ingar og Ijósmyndir. Hún getur veitt áhorfandanum þá tilfinningu að hann sé sjálfur á för um rúst- irnar. Og hún getur látið húsin rísa á ný í líkans formi. Með bragð- vísi í kvikmyndinni má sýna hvern- ig húsið sprétta upp, áhorfendurnir geta fylgzt með endursmíðinni. Og svo má veita þeim þá tilfinningu að þeir séu að reika um þessi gömlu húsakynni. Með því að blanda sam- an myndum af líkönum og ósvikn- um myndum er hægt að manna þessi gömlu hús — sýna fornaldar- fólkið við athafnir sínar. Þessi kvikmynd gæti — og ætti — að fellast inn í fyrrnefnda sam- stæðu af styttri myndum um ís- lenzk býli. Hún gæti orðið formáli myndarinnar, sýnt upphaf og stofn síðari byggðar. Hún getur einnig sýnt þróunina frá langhýsunum með stóra skálanum á landnámstíð til ranghala baðstofunnar með rúm -stæðunum, sem minna á búlka skálans með báðum veggjum, sem að nóttunni voru notaðir sem hvílu- rúm. Hér gildir það einnig, að skoða hina einstöku kvikmynd sem hlekk í stærri keðju. Frh. á bls. 48S

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.