Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1952, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1952, Blaðsíða 8
4D2 N LESBÓK MORGUNBLAÐSINS r / • Jón Olaísson stálíræðingui: Hættið að senda brotajárn úr landi IsEendingar veo'ða að eignast sína eigin stálverksmiðju FLESTIR íslendingar munu kannast við Jón Ólafsson stálfræðing af afspurn, því að hann er eini íslendingurinn, sem hefir getið sér frægð fyrir uppgötvanir á sviði stálframleiðslu og stálherslu. Hér birtist kafli úr bréfi, sem hann skrifaði ritstjóra Lesbókar nýlega. Eru það orð í tíma töluð, og þar sem hér er um sérfræðing að ræða, þá verður að meta tillögur hans og ráðleggingar meira heldur en annara í þessu máli. — Hann á nú heima í Calgary í British Columbia og stundar enn atvinnu sína sem efnafræðingur við stálverksmiðju. f • Jón Ólafsson við vinnu sina á efnarannsóknarstofu stálverksmiðjunnar. Það eru mínar mestu gleðistund- ir þegar ég fæ „Isafold“. Þá legg ég allt annað á hylluna og gleypi í mig það, sem í blaðinu stendur. Fréttirnar af því, sem er að ger- ast á-íslandi, verða mér enn hug- stæðari heldur en heimsfréttirnar. Þegar ég fékk seinásta blaðið varð mér starsýnt á tnynd, sem þar var. Það var myndin af flak- inu af 10.000 smálesta Liberty- skipinu, sem var hlaðið brotajárni og átti að sendast til Englands, ásamt fleiri skipum. Og þegar ég hafði lesið greina sem fylgdi, varð mér ósjálfrátt á munni: „Mikil hörmung er að heyra þetta“. Ég gat ekki orða bundist, og get ekki orða bundist, og þess vegna skrifa ég þér þessar línur. Þetta er hörmulegt. Þarna fer mikið hráefni frá íslandi til Eng- lands, hráefni, sem íslendingar hafa sjálfir svo geisi mikla þörf fyr- ir. Þeir selja þetta hráeíni fyrir fáeinar krónur, en verða svo að kaupa stál frá öðrum löndum fyrir milljónir króna. Ég ætla nú að reyna að skýra í stuttu máli hvernig fer um brota- járnið, þegar það er komið til stál- verksmiðjanna. Verksmiðjunni berst pöntun á stálvörum og þá er það fyrsta verkið að verkfræðingur (mats- maður) er sendur í hverja deild, sem á að sinna þeirri pöntun, til þess að fá áætlun um kostnað í hverjum stað, svo sem hvað málm- urinn kostar tilbúinn til stev'pu, hvað steypumót kosta, hreinsun, logsuða, frágagnur o. s. frv. Þegar þessi kostnaður allur hefir verið lagður saman, er upphæðin marg- földuð með þremur. Ofan á þá upphæð er svo bætt 300%. Markaðsverð á brotajárrti hér er nú sem stendur 27 dollarar smál. En þegar þessi smálest hefir farið í gegn um hreinsunareldinn, ef svo mætti að orði komast, þá kostar hún kaupandann 500—600 dollara. Okkur hér telst svo til að hreinn ágóði stálsmiðjunnar í hverju með- alári sé um 120 dollarar á smá- lest. En þar með á ég við stál- steypu úr venjulegu kolastáli (carbon 10—35%, manganese 30— 60%). En margar aðrar stáltegund- ir, t. d. sú sem ég er að búa til hér, kostar 1.25 dollara pundið eða

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.