Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1952, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1952, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 495. Læknir sknfar um Sýklahernaðinn ÞAÐ er eins og menn verði skelí- ingu lostnir í hvert skifti sem minnzt er á sýklahernað, enda hafa ógnir hans verið útmálaðar fyrir fólki svo öfgafullt, að nærri stap<p- ar fullkominni ímyndunarveiki. — Menn heyra hvin í ósýnilegum flugvélum, er svífa í náttmyrkri yfir stórborgunum og sá niður ban- vænum sýklum, er hljóta að verða hverju mannsbarni og öllu lífi að bana. Menn hafa skapað sér í hug- anum mynd af smá sýklahylkjum, sem eru mörgum sinnum hættu- legri heldur en kjarnasprengjur, þegar þeim rignir yfir bústaði mannanna, sem ekki eiga sér neins ills von. Sýklahylkin gera ekki boð á undan sér. Hljóðlaus og ósýni- legur kemur skyndidauðinn yfir sofandi fólkið. Og um hádegi næsta dag er borgin dauð. Fólk liggur í hrönnum, hver þar sem kominn var, í húsum og úti á götum. Öll dýr eru dauð. Jafnvel blóm í glugg- um og görðum, eru dauð. Sigð dauðans hefur slegið allt upp í háa múga. Þannig eru þær hugmyndir, sem menn gera sér um sýklahernað, sjúklegar og öfgafullar. Og því miður hafa blöðin alið á ótta manna með því að birta kynja- fregnir um ógnir sýklahernaðar. Það er ekki óvanalegt að sjá annað eins og þetta á prenti: „Eitt lóð af (nafngreindum) sýkl- um mundi nægja til þess að sýkja hvert einasta mannsbarn í heim- inum.“ „Eitrið, sem þessi sýkill fram- leiðir, er svo sterkt, að ein mat- skeið af því mundi nægja til að drepa hvert mannsbarn í átta stærstu borgum Ameríku.“ „Nokkur grömm af vírus þeim, er framleiðir páfagaukaveiki, mundi nægja til þess að drepa hvert mannsbarn í allri Norður- Ameríku.“ Við þessum rosafregnum gleypir fólk, en því miður — eða sem betur fer — eru þær ekki annað en hug- arburður. Að vísu er hægt að sanna þetta hagfræðilega. Eitt lóð af sérstökum sýkli mundi sennilega nægja til þess að eitra hvert mannsbarn í Bandaríkjunum, — en þó með því móti að sýklunum sé dreift ná- kvæmlega jafnt milli allra. Þessi fullyrðing er alveg eins og vér héldum því fram, að með einni vél- byssu og einu vagnhlassi af skot- færum væri hægt að fella hvern einasta mann í rússneska hernum. Þeir eru taldir vera tvær milljónir, og ég efast ekki um að tvær mill- jónir skota komist fyrir á einum vagni. Ein kúla er nóg til að drepa einn mann. Frá hagfræðilegu sjón- armiði væri því hægt að fullyrða, að drepa mætti allan rússneska herinn með einni' vélbyssu. En þetta er álíka ábyggilegt eins og þegar einhverjir angurgapar eru að tala um algjört útrýmingarstríð með sýklum. - - -V ' - Verði lagt út í sýklahernað — og ekkert er Sennilegra ef stríð hefst á annað borð — þá er enginn hægð- arleikur að siga þessum sýklum á almenning. Hættan liggur ekki í sýklunum sjálfum, heldur í ótta manna við þá, að skelfing og full- komin vitfirring muni grípa al- menning ef hann verður þess var að sýklahernaður er hafinn. Þar er aðalhættan. Af slíku stafar hverri þjóð meiri voði heldur en af sýkla- hylkjunum sjálfum. Sýklahernaður er svo sem ekki nýtt fyrirbæri. Sú djöfullega hug- mynd, að útrýma óvinum sínum með pest, var fyrst reynd á 14. öld. Tartarar flæddu þá frá Rússlandi yfir Evrópu. Hin víggirta borg Caffa veitti þeim viðnám. Þá fundu Tartarar upp á því, að koma svarta dauða inn í borgina. Og þeir gerðu það á þann hátt, að fleygja líkum manna, er dáið höfðu úr pestinni og deyandi mönnum inn yfir borg- arveggina. Árið 1763 reyndi herforinginn Amherst að losa sig við nokkra flokka óbilgjarnra Indíána með því að gefa þeim mikið af teppum, sem bólusóttar sjúklingar höfðu legið við. Tvisvar sinnum í fyrri heims- styrjöldinni reyndu Þjóðverjar sýklahernað, en mistókst í bæði skiftin. Fyrst reyndu þeir að koma upp kólerudrepsótt í Ítalíu. — f seinna skiftið slepptu þeir lausum sýktum hestum til þess að þeir sýktu hesta bandamanna. Árið 1942 kom kæra frá Kína á hendur Japönum fyrir það að þeir hefði látið flugvélar varpa niður eitruðum hrísgrjónum og klæðnaði, sem sýklar voru í. Árangurinn af þessu tiltæki Japana hafði orðið sá, að 165 menn biðu bana. Enda þótt alls konar sýklar sé meginástæðan til þess að menn deya, þá er það ákaflega vafasamt að menn geti komið á stað drep- sóttum, eins og til mun ætlazt með sýklahernaði. í fyrsta lagi er það alveg undir sýklunum sjálfum komið, hvort þeir ráðast á menn eða ekki. Þeir eru óútreiknanlegir. Hinir skæðustu sýklar geta jafnvel fekið upp á því að verða svo meiit-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.