Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1952, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1952, Page 12
496 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS — Heimildarkvikmyndir lausir að þeir geri engum manni miska. í öðru lagi lúta sýklar ekki lögum tækninnar; þeir mundu sjálfir verða aldauða áður en hægt væri að koma þeim á ákvörðunar- stað. Tökum til dæmis vírusinn sem veldur páfagaukasýki og mikið er talað um að verða muni hættu- legastur í sýklahernaði. Þessi vírus berst með röku lofti og það yrði að úða honum yfir menn, líkt og þeg- ar tré eru úðuð. Sá sem á að beita þessu vopni, verður því að vera með úðunarkassa á baki, en haldið þið að menn bíði eftir því að hann gefi hverjum og einum sinn skammt af þessu góðgæti? Setjum svo að hægt væri að koma upp Svartadauða-drepsótt í Bandaríkjunum. Hvaða þjóð mundi vinna slíkt til? Svartadauða verða ekki sett nein takmörk og engin járntjöld geta haldið honum í skefjum. Sýklahernaður er tvíeggjaður, því að hann hlýtur einnig að bitna á þeim, sém fremja hann. Hvaða gagn væri Stalin að því að útbreiða húsdýrasjúkdóm utan Rússlands í því skyni að drepa niður fjárstofn- inn, ef pestirnar koma svo til Rúss- lands og drepa niður fjárstofninn þar? Og hver væri hinn hernaðar- legi sigur af því að útbreiða drep- sótt, er síðan bitnaði á viðkomanda sjálfum? En hvað sem um þetta er, þá er eitt víst, að nú á tímum þekkjum vér engan sýkil, er hægt væri að fara með eftir hentisemi og sleppa lausum á aðrar þjóðir til að strá- drepa þær. Það er því ekki' vert að mikla fyrir sér hættuna af sýklahernaði. Hún er að vísu til, en allt sem um hana hefur verið sagt er orðum aukið og sumt skapað af blindum ótta og hjátrú. . (úr j,Today’s Health“) '1' ★ ★ ★ ★ 'j Frh. af bls. 491 Menningarkvikmyndin sérstaklega hentug fyrir smáþjóðirnar Eins og þið munuð skilja er hug- takið „menningarkvikmynd“ miklu umfangsmeira en almenningur ger- ir sér ljóst. Menningarkvikmynda- gerð er orðinn að sjálfstæðri vís- indagrein, og hún styðst við reynslu sem fengizt hefur, og safn- að hefur verið, í mörgum löndum við skýringar sálfræðinga, náms- manna, vísindamanna — sem allir hafa lagt nokkuð af mörkum til þess að finna heppilegustu starfs- aðferðirnar. Heimildarkvikmyndin er í þann veginn að verða jafn mik- ilsverður liður í menningarlífi þjóðanna og landsbókasöfn þeirra, þjóðminjasöfn þeirra og þjóðleik- hús. Auðvitað kostar það fé að fram- leiða menningarkvikmyndir. Hér- lendis, þar sem hægt væri að minnsta kosti að byrja með mjó- filmu, verður kostnaðurinn þó minni en erlendis. Og ísland hefur sérstöðu á fleiri vegu í því máli. Það er skoðun mín að íslendingar standi enn allra þjóða hæst í menn- ingarlegu tilliti. Og ég þykist full- viss um að sumar menningarkvik- myndir, og sérstaklega þær sem fjalla um íslenzk efni, muni standa undir eigin kostnaði — einstakar kynnu ef til vill meira að segja að skila góðum hagnaði. Mér er það vel ljóst, að hér yrði ekki hafin menningarkvikmynda framleiðsla með 70 myndum á ári, eins og í Danmörku árið 1949. En það var líka árangur af 10 ára þróun. Dansk Kulturfilm fór sér líka hægt í byrjun. Þótt ekki væru gerðar nema fimm íslenzkar menn- ingarkvikmyndir á ári, væri það spor í rétta átt. Ein væri meira að segja betri en engin. Eg ætla svo að ljúka þessum hug- leiðingum mínum með ummælum hins þekkta enska kvikmyndagagn- rýnanda Roger Manwell. Eftir að hafa lýst framþróun heimildarkvik- myndanna hjá forystuþjóðunum Bretum og Kanadamönnum, skrifar hann: „Heimildarkvikmyndin hefur nú skotið rótum í mörgum löndum, á Norðurlöndum, í Tékkoslóvakíu, Póllandi og Ítalíu til dæmis. Þannig geta smáþjóðirnar á hentugastan og gagnlegastan hátt byrjað kvik- myndaframleiðslu, og lagt fram sinn skerf til heimsframleiðslunn- ar. Kvikmyndin er alþjóðlegt tæki til menningartengsla, og þar sem oft og tíðum reynist ókleift að gera leikkvikmyndir, getur heimildar- kvikmyndin, hvort heldur fram- leiðslan er kostuð af ríki eða ein- staklingum, kynnt land sitt fyrir áhorfendahóp heimsins.“ ★ ★ V ★ ★ i Tvær systur höfðu búið saman langa ævi. Önnur var orðin 96 ára en hin 98 ára. Svo dó sú eldri. Læknirinn kveið mjög fyrir því að verða að segja yngri systurinni frá þessu, því að hann hélt að það mundi ríða henni að fullu. En gamla konan tók þessu skyn- samlcga og sagði aðeins: — Jæja, þá get ég haft kaffið fram- vegis eins og mér líkar það. ----o---- Það var einu sinni gamall dómari, sem var orðlagður fyrir það hvað hann væri skjótur að kveða upp dóma. Einn af vinum hans spurði hann einu sinni að því hvernig á þessu stæði. — Ég hlusta vel á saksóknarann og síðan kveð ég upp dóminn. — En hlustarðu þá aldrei á verjanda? — Jú, ég gerði það fyrst, en hætti því aftur, því að það truflaði mig.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.