Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1952, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1952, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 497 Þetta kossafLens! Smásaga eftir Hans Riiesch í ÍTALÍU eru strangir siðir og það liggja háar sektir við því að vera að faðmast og kyssast á almannafæri. Um þær mundir er ég gekk með grasið í skónum eftir Lucciola, kostaði það tíu lírur og tíu sentesimi að kyssa stúlku, ef lögreglan sá til manns. En ef ættingjar hennar sáu það, kostaði það miklu meira. Þá varð mað- ur að giftast stúlkunni. Undan því gat ekkert bjargað manni, nema að flýa úr landi. Það er ástæðan til þess hví- líkur fjöldi ítala er dreifður út um allan heim. Fyrir stríð voru tíu lírur og tíu sentesimi ógurleg upphæð að greiða fyrir einn einasta koss. Fyrir þá upp- hæð var hægt að bjóða stúlku fimm sinnum á bíó, e#a fimm stúlkum í einu, og á bíósýningum var óhætt að kyssast. En það voru sjö mílur frá Montre- case til næsta bíó og það var erfitt fyrir þann, sem ekki átti reiðhjól. Auk þess var tæplega hægt að bjóða ungri stúlku á bíó, nema að bjóða allri fjöl- skyldunni líka. Þess vegna greip ég til annars bragðs, þegar mig langaði óstjórnlega mikið til að kyssa Lucciola. Ég fór með hana á járnbrautarstöðina, því að réttvísinnar þjónar segja ekkert þótt fólk kveðjist þar með kossi. Þegar eimvagninn blés, lokaði Lucci- ola augunum og opnaði varirnar til hálfs, og ég faðmaði hana að mér og kyssti hana stöðugt þangað til lestin byrjaði að hreyfast. Þá stökk ég upp í vagninn (til þess að allt skyldi vera eðlilegt) og út hinum megin. Og dag- inn eftir komum við aftur til þess að fá okkur meira af þessu. Ég var ekkert hræddur við fjöl- skyldu hennar, þvi að satt að segja langaði mig ákaft til að giftast henni. Það var ekki af neinni lausung að við vorum að kyssast. Ástin hafði komið yfir okkur bæði, fyrst eins og sætu- smekkur, en varð svo alveg ólæknandi. En sá var gallinn á að fólkið hennar vildi ekki sjá mig af því að ég var fátækur. Þess vegna afréð ég að fara til Amer- íku. Það var sagt að allir yrði ríkir Höfundur þessarar smásögu var upphaflega kappaksturmaður, en hvarf frá því og fór að skrifa sögur. Vann hann sér brátt hylli á því sviði. Hann á nú heima í Neapel. þar ef þeir nentu að vinna og sóuðu ekki í vitleysu. Á fáum árum yrði þeir svo ríkir að þeir gæti séð fyrir tengda- mömmu. Nú . var ég kominn heim aftur. Mamma og Carmelina tóku mér opn- um örmum. Carmelina var éin ógift af systrum mínum. Ég tafði ekki lengi hjá þeim, því að ég sagðist þurfa að létta mér upp, og svo fór ég rakleitt heim til Lucciola. Dyrnar voru í hálfa gátt og ég smeygði mér þar inn á rönd. Þar var þessi blessaður ilmur af kaldri ösku úr stónni eins og heima hjá okkur. Mamma Lucciola sat við gluggann og var að sauma og hrúga af lérefti var í kring um hana. Hún stökk á fætur þegar hún sá mig og faðmaði mig að sér eins og ég væri hennar drengur. Svo kom ég auga á Lucciola. Hún stóð eins og líkneskja í dyrunum á herbergi sínu og hún starði á mig náföl, eins og hún væri hrædd. Eg var hræddur. Hjartað barðist svo í mér að ég hélt að það mundi springa. „Hann er kominn heim, ætlarðu ekki að bjóða hann velkominn?" sagði mamma hennar. Lucciola gekk nær og hvíslaði: „Vel- kominn heim, Gianni“. Hún rétti mér ískalda hönd og ég þrýsti hana þegjandi. Ég vissi að ég mundi verða skjálfraddaður ef ég reyndi að tala. Hún var í þröngvum svörtum kjól og með rautt belti um sig miðja. Ég sá að hún var ávalari um mjaðmirnar og mittisgrennri en áður. Og ég sá að hún skalf ofurlítið. „Farðu og hitaðu kaffi“, sagði mamma hennar og Lucciola varð fegn in að smeyja sér út, en hún leit við og brosti til mín. Mamma hennar setti fyrir mig stóra köku, og af því að ég sá að hún var ekki heimabökuð, þá fékk ég mér væna sneið. „Seztu hjá mér, Gianní, og segðu mér allt af létta“, sagði hún. „Þú skrif- aðir ekki mikið“. r, i . 1 . ' "> j „Það var ekki mikið að skrifa“, sagði ég etandi. Hún leit grunsamlega til mín. „Ég býzt við að þú hafir kynrizt mÖrgu fólki“, sagði hún. „Já“. „Og þú hefir séð margt". j, , ‘ íi9vt: ba; „Og þú hefir lært mikið í ensku“. „Já“. Svo lagði hún saumana í kjöltu sína og spurði: „Græddirðu mikið?“ Ég roðnaði. „Eg var orðinn ríkur. Ég átti tvö hundruð dollara þegar ég kom úr hernum, en það fór allt í 4- hættufyrirtæki". (Ég hélt að henni kæmi ekki vel að heyra að ég hafði sólundað því öllu þegar ég kvaddi fé- laga mína). „Og svo varð ég að vinna í nokkur ár fyrir fargjaldinu þeimý. Hún andvarpaði mæðulega og hélt áfram að sauma. „Það er dýrt að lifa núha“, sagði hún. „Það væri gott að eiga nokkra dollara“. & if . „Ég veit það“, sagði ég. „Það hefir aldrei verið eins slæmt og núna“, sagði hún með áherzlu. „Eggin kostuðu 25 sentesimi fyrir stríð, en nú 30 eða 40 lírur. Kjöt sem kostaði 12 lírur kostar nú þúsund. Olían hefir hækkað úr 5 lírum í 500>‘. Ég sagði ekkert. Eg var örvílnaður. Og ég missti lystina á kökunni. Lucci- ola kom með kaffið. „Hvað ætlarðu nú að gera?“ sagði hún og horfði fast á mig. „Ég veit það ekki“, sagði eg, því að ég varð ruglaður af fegurð hennar. Ég var ekki á marga fiska þegar ég skildi við þær. En morguninn eftir þegar ég var kominn á leið til þess að heilsa upp á allar frænkur mínar og alla frændur mína, kemur Lucciola upp að hliðinni á mér úti á götu. „Þú hefir hækkað", sagði ég. „Þú náðir mér ekki nema í hjartastað áð- ur“. ,Það er vegna þess að ég er á háum hælum. Ég keypti háhæla skó áður en þú kæmir og ég fór í þá í fyrsta skifti

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.