Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1952, Qupperneq 14

Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1952, Qupperneq 14
 CT LESBÓK MORGUNBLAÐSINS I morgun. Mömmu er ekki um þá. Þú t yeizt hvernig mömmur eru“. ^ „Já, ég veit það“, muldraði ég. ^ Svo kom það eins og skollinn úr C Bauðarleggnum: ^ „Amedeo hefir elt mig á röndum". £ „Þú segir ekki satt“, stamaði ég. Það ^ hafði altaf verið talið að Amedeo l mundi giftast Carmelina systur minni og ég hafði ekki heyrt að nein breyting hefði þar á orðið. „Hann er vitlaus eftir mér, eða svo \ segir hann“. Hún sagði þetta ósköp £ blátt áfram, en þó var eins og henni þætti fyrir. £ „Er þetta satt?“ sagði ég gramur, ^ því að mér þótti mjög vænt um systur mína. „Siðan hann erfði vcrslun föður sxns, segist hann þurfa konu til að annast bókfærsluna. Hann er ekki góður í samlagningu, en heldur að ég geti það“. L „Hvað er að heyra þetta?“ t Lucciola varð allt í einu bálreið. ,J>að er ekki hægt að toga orð úr þér. Það sér ekki á að þú hafir verið í útlandinu". ^ „Hví hlustarðu þá ekki heldur á raus- ^ ir í Amedeo?" svaraði ég í sama tón. \ „Hann er altaf símalandi". i „Það ætla ég einmitt að gera, og ég harðbanna þér að koma nokkurn tima nærri mér framar". Hún snerist eins og kringla á háu hælunum. Ekki batnaði mér við það. Ég ákvað að fara heim og vera þar um kyrt og t,elja sjálfum mér trú um að konurnar væri ékki virði þess rifs, sem þær eru bún- ar til úr. Mamma spurði hvort ég vildi ekki bjóða Lucciola til kvöldverðar, en ég sagði nei, ég sagðist vera lasinn. Hún rak mig þá óðar í rúmið og sendi eftir lækni, enda þótt ég hefði heldur vilj- að fá eðlilegan dauðdaga. En það eina sem dugir við mömmu er að hlýða henni. Læknirinn var þungur á brúnina. Hann klappaði mér öllum frá hvirfli til ilja og sagði að ég mundi hafa etið eitthvað ofan í mig. Svo skipaði hann mér að liggja í rúminu og ég mætti ekki nærast á neinu nema kamillute. Undir kvöld var ég orðinn eirðar- ^ laus af því að liggja og svclta. Eg ætl- \ aði að læðast íram í búr til þess að ná mér í einhverja lífsnæringu. í stof- unni rekst ég þá beint á þær mömmu ^ pg Lucciola. Þær sátu þar og töluðu saman í hálfum hljóðum og Lucciola var útgrátin. „Hví ertu ekki kyr í rúminu?" sagði mamma byrst. „Kannske gengur hann í svefni“, sagði Lucciola. „Eða þá að hann er með óráði“. „Ég er hungraður", sagði ég og stakk mér fram í eldhús. Þar náði ég mér í eitthvað ætilegt og ætlaði að reyna ’að komast óáreittur með það inn í rúm, en þá hringdi dyrabjallan. Carmelina systir kom stökkvandi út úr herbergi sínu, eins og gaukur á stundaklukku. Mamma greip stóru skærin sín, gekk fram að dyrum og spurði hver þar væii. Það var Amedeo. Þarna kom það. Hann var enn að daðra við systur mína þótt hann vissi vel að hún kunni ekki meira í bók- færslu en blindur hvolpur .... Það var stjörnubert kvöld er þau Amedeo og Carmelina leiddust niður götuna milli sofandi húsa. Við Lucciola röltum á eftir. „Hann gerir þetta altaf“, hvíslaði hún, „til þess að gera mig afbrýði- sama. Ég vona að þér falli það ekki illa þótt ég giftist honum. Hugsaðu þér hvað hann hlýtur að taka það nærri sér að vera að þessum leikara- skap“. „Já, það kemur við hjartað í mér“. „Þú hefir valdið mér miklum von- brigðum, Gianni“. „Hef ég valdið þér vonbrigðum?" Hún hundsaði þetta alveg. „Ef þér líka ekki ávextirnir mínir, hvers vegna skekurðu þá tré mitt?“ sagði hún. „Mér líka ávextirnir þínir", sagði ég, „en þú hefir verið ómöguleg". „Ég sá ekki betur en að þér létti þegar ég sagðist ætla að giftast Ame- dco“, hreytti hún úr sér. „Þú skrökvar því“, sagði ég sár- gramur. „Hvað get ég að því gert þótt ég sé óframfærinn. Ef ég hefði komið heim með alla vasa fulla af dollurum, þá hefðirðu ekki verið svona reigings- leg“. Hún stakk skyndilcga við fótum. í myrkrinu sá ég augu hcnnar lýsa eins og eldflugurnar, sem hún var heitin eftir. Hún var fokreið — rciðasta stúlka, sem ég hefi nokkuru sinni séö. Hún þreif af sér annan háhæla skóinn (og það er óbrigðult merki þess að suð- ræn stúlka sé í vígahug) og lamdi mig hvað eftir annað í hausinn með háa hælnum, sem hún hafði keypt mín vegna. Eg fékk hljóm fyrir eyrun og það var enginn brúðarklukku-hljómur. Systir mín leit við. „Nei, hvað þau elskast rnikið", hróp- aði hún af innilegri hrifningu. Nú brotnaði hællinn af skónum og Lucciola fór að gráta og hélt hinum skaðskemmda skó hátt á loft, svo allir gæti séð hann. Carmelina rauk að mér með skömm- um: „Sko, hvað þú hefir gert, illmenn- ið þitt“, hrópaði hún. „Mig langar til að mola á lionum hausinn'1, sagði Amedeo. „Það er margsannað að þeir sem fara til Ameríku koma þaðan vitlaus- ir aftur“, sagði systir mín eins og til þess að afsaka mig. „Þeir segja að það sé vcgna þess hvc mikið rafmagn er þar í loítinu“. Þegar við höfðum jafnað okkur, liæll- inn kominn undir skóinn hennar Lucciola og við lögð ó stað aítur, spurði ég hana: „Hvað ætlastu til að ég geri?“ „Þú verður að lúskra þessum manni, sem eltir mig á röndum, þú verður að berja hann sundur og samun með berum hncfunum, eins og lieiðursmanni sæmir“. „Ertu frá þér“, sagði ég. „Hann er í þyngsta flokki og ég er ekki einu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.