Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1953, Page 1
1. tbl.
XXVIII. árg.
ffíjDrðtmMaíis ójis
Sunnudagur 11. janúar 1952
- METVEIÐI -
VIÐ Grundarstíg í Reykjavík er
bakhús, sem einu sinni hét Sílóam
og var þá trúboðshús. Nú er það
nafn flestum gleymt og húsið um-
kringt öðrum byggingum svo að
enginn tekur eftir því og fáir vita
að það er til, aðrir en þeir sem þar
búa og kunningjar þeirra.
Þarna býr Sumarliði Betúelsson
smiður. Hann er fæddur og upp
alinn að Höfn við Hornvík á Horn-
ströndum. Þar bjó faðir hans um
35 ára skeið og kom þar upp 12
börnum og eru 11 þeirra enn á lífi.
Þá var öðru vísi um að litast á
Hornströndum en nú, er byggðin
er öll komin í eyði. Þá var fjöldi
fólks á hverjum bæ, harðgert fólk,
sem stundaði sjósókn af kappi, sótti
egg og fugl í björgin og rak allmik-
inn landbúnað samhliða. Lífsbar-
áttan var hörð og ekki heiglum
hent, en það var eins og náttúran
sjálf herti fólkið frá blautu barns-
beini til þess að það gæti boðið
öllum örðugleikum byrginn.
En upp úr fyrri heimsstyrjöld-
inni fer að koma los á unga fólkið.
Það helt að betra væri að vera
annars staðar, en þarna í fásinninu.
Það fór að tínast burtu, og þegar
sá straumur var byrjaður varð
hann ekki stöðvaður. Æskan hvarf
Sumarliði Betúelsson
(Teikning eftir Ríkarð Jónsson)
gjörsamlega úr heimahögum jafn-
óðum og hún hafði náð nokkrum
þroska. Eftir sat eldra fólkið. Og
eftir því sem árin liðu reyndist
því um megn að standa í þrek-
raunum Bjargræðisvegum var og
þannig háttað að þeir voru fólks-
frekir. Var því sýnt að hverju fór.