Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1953, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1953, Page 3
 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3 Kort af Hornvík á Hornströndum. Húa er á milli Hælavíkurbjargs og Horns. Þarna voru áður þrjár jarðir: Korn austan við víkina, Höfn fyrir botni henn- ar vestast og Kekavík út með víkinni að vestan, fyrir norðan Hafnarfjall. allir trjónum upp í sandinn. Kom þá heldur en ekki vígamóður í Sumarliða og fannst honum nú um að gera að vera sem hraðvirkastur við að stinga hvalina og bana þeim. Vissi hann þá lítt hvað tíma leið, nema hvað hann varð þess var að óðum fell út og grynnti þar sem hvalirnir lágu. Lét hann nú hendur standa fram úr ermum og lagði hvalina með ljánum hvern af öðr- um rétt aftan við bægslin, en þeir blésu blóði og lömdu sjóinn með sporðunum, svo ekki var hættu- laust að vera þarna inni í þvög- unni. Jókst þættan og mjög eftir því sem út fell og þegar hvalirnir lágu á þurru, lömdu þeir sporðun- um svo að möl og sandur þyrlaðist hátt í loft og lamdi grjóthríðin Sumarliða og var nú sýnu verra að íá blóðugan sandinn framan í sig lieldur en sjógusurnar áður. Hvalirnir lágu svo þétt, að rétt var hægt að ganga milli þeirra og var því enn hættulegra að fást við þá þess vegna, er margir veifuðu og slógu sporðunum í senn. Svo háir voru hvalirnir þar sem þeir lágu þarna á þurru, að Sumarliði var sem í sjálfheidu á milli þeirra. Varð það því oft fangaráð hans, til þess að komast undan sporðaköst- unum, að sveifla sér upp á næsta hval og renna sér niður af honum hinum megin. Var þá oft mjótt milli lífs og dauða, því að ekki hefði sagt af Sumarliða ef einhver hval- urinn hefði komið á hann höggi með sporðinum. Telur Sumarliði að það hafi verið lán að hann var þarna einn manna, því að ef íleiri hefði verið þarna saman í vígamóð, mundu þeir hafa þvælzt hver fyrir öðrum og ekki gætt nauðsynlegrar athygli, né orðið nógu viðbragðs- fljótir að íorða sér undan sporða- köstunum. Sumarliði gekk á röðina og hafði snör handtök. Hann helt um þjóið á ljánum og lagði honum á kaf í hvalina hvern af öðrum, en kippti honum jafnskjótt að sér. Hafði hon- um ósjálfrátt heppnazt að finna bezta höggstaðinn á þeim, lagði þá alla í hjartastað svo að dauðastríð þeirra og fjörbrot stóðu ekki nema stutta stund. Ljárinn var stinnur, oddmjór og hvass og hið bezta vcpn í þessum svaðilförum. Er svo ekki að orðlengja það að þarna réð Sumarliði aleinn niðurlögum allra hvalanna. Að því loknu fann hann fyrst að hann var orðinn dauð- þreyttur og móður. En hann hafði Bærinn Höfn við Hornvík. Jöröin er nú í cyði. en Slysavarnafclag kvenna hefur keypt ibúðarhúsið fyrir skipbrotsmannaskýli. í baksýn á myudinni sést Kálfatindur, sem er suuuan við llorubjarg.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.