Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1953, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1953, Blaðsíða 2
62 LESBÓK MORGUNELAÐSINS hugljúfu lagi: i. Oranges and lcmons say the Bells of St. Clemcnts. You owe me five farthings, say the Bells of St. Martins. („Gullepli og gulaldin“, segja klukkurnar í St. Clements. „Þú skuldar mér fimm aura", segja klukkurnar í St. Martins). j St. Clements er danska Klemenz- kirkjan í Strand, rétt á milli City \ og Westminster, og þegar staðið er ^ —eðastaðiðvar — miðja vegu milli ^ Klemenzkirkjunnar og Marteins- ^ kirkjunnar, mátti heyra klukkna- ^ liringingar þeirra samtímis. ^ Þegar staðið er á þrepum Mar- ^ teinskirkjunnar, sem eru fræg fyrir það að þar hafa fleiri brúð- hjón gengið en um flest önnur kirkjuþrep í heimi, þá blasir hér við auga ýmislegt, sem minnir á gömlu sveitarkirkjuna. Hinn mikli sægur af dúfum, sem er á Tfafalgar Square, er kominn af þeim dúfum, sem bændur og kotkarlar í þessari ; sveit áttu forðum. Og liggur ekki \ nærri að ætla, að þær þúsundir ( starra, sem safnast saman á næstu ^ húsum á hverju kvöldi, geri það y af gömlum vana, vegna þess að for- ^ feður þeirra, sem áttu heima í City ^ og Westminster flugu á hverju ^ kvöldi úr borgarskarkalanum út til ^ Marteinskirkju, þar sem golan t hjalaði í laufi trjánna í kirkjugarð- 1 inum, þar sem allt var grænt og ^ þar sem litlir lækir niðuðu á leið ^ sinni um engjarnar niður að || Thems? Menn hafa að minnsta ^ kosti ekki getað skýrt þetta fyrir- brigði á neinn annan hátt. Skáldin ^ liafa af hrifningu orkt um starrana, ^ en vísindamenn hafa enn eigi fund- ið neina skýringu á því hvers ^ vegna þeir halda þarna til. Trafalgar Square, sem áður var k grasvöllur, er nú einn steinpallur, þar sem líkneskja Nelsons gnu.Tir á háum fótstalli og nokkrir gos- brunnar eru til prýðis. Allt um kring eru þunglamalegar bygg- ingar: Canada-House, Southafríka- House og Nationalgallery. En þó minnir ýmislegt enn á sveitina. — Menntaskóli Saint Martins hefur nú íþróttavöll, þar sem gamli kirkjugarðurinn var. Að honum liggur Saint Martins gata og þar eru leikhús hvert við annað með björtum „neon“-ljósum. En nú eiga þessi ljós að hverfa. Borgarstjórnin í þessum hluta London hefur bann- að þau, vegna þess að þau sé ekki samboðin minningum Trafalgar Square torgsins. Gangi maður vcstur Cochspur- street, er komið til „The Haymark- et“, þar sem áður var heymarkað- ur. Þangað komu bændur með hey til að selja ökumönnunum í borg- inni og auðmönnum, sem áttu reið- hesta eða eldis vagnhesta- Þá voru hestarnir enn helzta samgöngutæk- ið og auðmennirnir voru jafn hrevknir af þeim eins og þeir eru nú af skrautbílum sínum. Nöfnin á veitingahúsum í hliðargötum eru enn hin sömu og á veitingakránum meöfram þjóðvegum fyr á tímum. Þar er „Rauða ljónið“, „Hvíti hest- urinn“, „Kokkurinn og bruggar- inn“, „Engillinn og krúnan“ o.s.frv. Sum þeirra hal'a staðið síðan á 17. öld og þar er enn fornaldarbljnr yl'ir öllu og fornfáleg og óþægileg húsgögn. • Efst við „Haymarket“ kemur Vindmylnustræti. Nær það út á hinn fjölförnu götu Shaflesbury Avenue, sem áður var trjágöng, er náðu út til Tottenham Court og þaðan út á bersvæði í Camden Town, Hampstead og Híghgate. Þeir eru víst eigi margir, sem kom- ið hafa til London og eigi séð „Vind mylnu-revíuna“, sem ekki er fín- hefluð alltaf. Þar hafa þúsundir sýninga farið fram og á spjaldi við dyniíu- er tilkymit uö þar hafi aldr- ci fallið niður sýning meðan á stríð- inu og loftárásunum stóð. Leikarar og lcikhúsgcstir hrukku að vísu við þegar sprengjurnar fellu með þrumum og gný þar allt um kring, í Soho og Piccadilly. En leikhús- ið varð aldrei fyrir alvarlegum skemmdum og á hverjum degi stóð þar þessi tilkynning: „Sýning eins og venjulega“. Ef kyrrt er veður má heyra hljóm klukknanna í Marteins- kirkju alla leið í Swallowstreet, Glasshouse Strect, Air Strcct og Vine Strcct. Öll jæssi nöfn bera vitni um það að Ifér vaf cinu sinni sveit. En þegar maður er kominn svo langt, að ekki hevrist í klukk- unum í Marteinskirkju, þá koma á móti manni tónarnir frá klukktm- um í St. James. Þá þarf maður ekki annað en loka augum og evrum til þess að láta sig dreyma að maður só kominn 300—400 ár aftur í tím- ann, þegar allt stórmenni Englands gekk hingað til þess að leita sér hvíldar frá umhugsun um stjórn- mál, verslun, strið og slæma tíma. Eða þá þegar æskan safnaðist hér saman í laufgöngum, eða leiddist um blómgróin engin, þar sem var angan af nýslegnu heyi. Þessi draumsýn stendur nðcins stutta stund. Maður hrekkur upp við hinn látlausa gný af bílaum- fcrð og fótatak j?úsunda manna sem hamrar á hlustunum. Maður neyðist til að opna augun og virða fyrir sér hið iðandi líf, og forðast það að vera troðinn undir, eða verða fyrir bíl, strætisvagni eða hestvagni. Þetta er allt annað on draumurinn um hinn liðna tima, Og þó er hér eitt, sem clcki liefur breytzt og aldrei mun breytast. Æskan mælir sér mót hér. Úti fyrir hinu skrautlega verslunarhúsi Swan and Edgar, standa ungar stúlkur og ungir piltar og bíða með hjartslætti og þrá eftir honum eða henm. Og þegar lúnir þráðu ústvin-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.