Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1953, Blaðsíða 16
76
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
*
HERÐIR AÐ. — Þessi mynd er tekin þegar 14 vikur voru af vetri. Fram að
þeim tíma höfðu andirnar á tjörninni í Reykjavík átt góða daga, en nú tók að
harðna um eins og sjá má, kominn ís á tjörnina og snjóskaflar með löndum. Þó
er þar enn auð vök. Kjósa þó endurnar heldur að hópast á svellinu en synda í
vökinni, enda kastar margur brauðmola til þeirra út á ísinn. — Ljósm.: Ól. K. M.
tim 60 pund að þyngd. F.n óskemmtileg
þótti okkur sú tilhugsun að verða að
ganga með þessa bagga inn fyrir botn
Seyðisfjarðar að sunnan og síðan norð-
Ur með honum aftur út að Dverga-
steini, þar sem við gátum lagt á Hjálm-
árdalsheiði,
Við lögðum nú á stað og komum
fyrst við á Skálanesgrund. Þar bjó þá
Guðmundur Jónasson faðir Jónasar
Guðmundssonar ritstjóra „Dagrenn-
in"ar“. Þágum við þar góðgerðir og
heldum svo rakleitt að Þórarinsstöð-
um. Við höfðum jafnvel vænzt þess að
g ta komizt þar yfir fjörðinn á ísnum
og leit ekki illa út með það, því að
hvorgi var að sjá vök þar úti á firð-
inum. En er við komum niður á Þór-
arinsstaðaeyrar, voru þar vakir með
löndum, svo að hvergi var hægt að
komast út á ísinn. Heldum við svo
lonr ra og inn allar Hánefsstaðaeyrar,
en alls staðar var ótryggur ís með
landi. En er við komum inn á móts
við Sörlastaði komumst við út á ísinn
o" gengum svo hindrunarlaust yfir
fiörðinn að Dvergasteini. Þar var þá
séra Björn Þorláksson og tók okkur
vel. Fengum við þar bæði mat og
k ffi. Spurði prestur hvort við ætluð-
um að halda lengra og er við kváðum
já við því, reyndi hann að telja okkur
hughvarf, sagði að lítið vit væri í því
að ieggja á fjallið undir kvöld í versta
veðri og vera með þungar byrðar;
mættum við búast við því að fá versta
veður á fjallinu.
Við létum þó ekki letjast og lögð-
um á stað. Gerði brátt verstu færð
þegar upp á hjallana kom, snjór víða
hnédjúpur. Vorum við víst á fjórðu
klukkustund að komast upp á brún
Hjálmárdalsheiðar. Var þá langt liðið
á dag og versta ófærð. Helzt svo alla
leið niður allan Hjálmárdal og inn alla
ströndina að Sævarlandi í Loðmundar-
íirði. Vorum við þá orðnir þrevttir og-
hvíldar þurfandi. Hafði þorsti ætlað
að gera út af við okkur á leiðinni, en
við þorðum ekki að svala okkur á snjó.
Ef þreyttur maður fer að eta snjó
missir hann allan mátt og er þó jafn
þyrstur eftir sem áður. Aftur á móti
cr ágætt ráð við þorsta að eta kjöt,
heizt freðið, og hakka, í sig klaka eða
hjarn með því. Þetta hafði ég reynt
einu sinni áður og varð eins og nýr
maður á eftir og þyrsti ekki eftir það.
En nú vorum við nestislausir og höfð-
um því ekkert að eta með snjónum.
Um nóttina gistum við svo á Sævar-
landi. Þaðan lögðum við snemma á
stað næsta dag. Gengum við þá yfir
Loðmundarfjörð og Kækjuskörð að
Gilsárvöllum í Borearfirði og gistum
þar. Næsta dag náðum við svo heim
til Brúnavíkur. Var okkur þar vel
fagnað, enda komum við færandi
hendi, með kornmat, kaffi, sykur og
tóbak.
Það leið all-langur timi þangað til
ísinn lóneði frá iandi. En einn góðan
veðurdag koma þeir bræður róandi inn
Brúnavík. Var þar þá ill-lendandi, því
að brimsúgur var nokkur og jakahrönn
í fjörunni. Urðu þeir að lenda við klöpp
nokkra innan við lendinguna. Þar náð-
um við vörunum upp úr bátnum og
urðum svo að draga hann upp á klöpp-
ina, þótt erfitt væri.
Lýkur svo hér sögunni af þesssari
kaupstaðarferð.
Stefán Filippusson.
(Árni Óla skráði).
Ef konan þegir í fimm mínútur, þá
er maðurinn allan daginn að grufla
út af því hvað hann hafi nú sagt eða
gert.
GARÐYRKJUSKYLDA
Á Stokkseyrarþingi 17. maí 1762 birt-
ir Brynjólfur sýslumaður þessa fyrir-
skipan yfirvalda: „Befalað er að byggja
í þessari þingsókn 4 kálgarða, nefni-
lega á Háeyri, Stokkseyri, Hærings-
stöðum og Skipum, undir straff, 5 alnir
af þeim bónda sem tiundar 5 hundruð,
10 alnir af þeim sem tiunda 10 hundr.
og þar yfir, fyrir forsómun og óhlýðni,
ef ekki geta framvísað plægðum og
sáðum kálgarði innan árs og dags á
sínu heimili." — 25 árum síðar, 1788,
eru ekki nema 5 kálgarðar í Stokks-
eyrarhreppi, og enginn þeirra á fyrir-
skipuðu jörðunum. (Saga Eyrarbakka
III.)
LISTASAFN RÍKISINS
Listasafnið var stofnað af cand. jur.
Birni Bjarnasyni, síðar sýslumanni í
Dalasýslu, 1885. Safnaði hann saman í
Kaupmannahöfn um 40 málverkum á
árunum 1885—87 og voru þau jafnóðum
send til landshöfðingja, sem kom þeim
fyrir til geymslu í Alþingishúsinu.