Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1953, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
73
infijarnir saman, slátra geit og
hefja veizlu. Er þá ákveðið hver
skuli verða eftirmaður hins látna
í fjölskvldunni og ákvarðanir tekn-
ar um hvernig skuldir hans skuli
greiðast. Tveimur árum seinna eru
bein hins framliðna upp tekin, lát-
in í leirker og grafin f grafreit
þorpsins- Þó er gröfín látin vera
opin fvrst í stað um tveggja mán-
aða skeið, en þá er mokað yfir.
DANSINN
Lotuka menn hafa mikið yndi af
dansi og danshátíðar þeirra eru
margar. Aðaldansarnir eru í sam-
bandi við regnsæringar og upp-
skeruhátíð, eða þá veiðiferðir. Þeir
dansa þá dögum saman og taka
aldrei hvíld. — Öll störf eru þá
glevmd og allir þorpsbúar safnast
saman á bersvæði í miðju þorpsins.
Á miðju torginu eru reistar trönur
miklar og uppi á þeim situr helzti
veiðimaðurinn, en þar um kring
eru menn með bumbUr, blístrur og
horn og hamast hver sem betur
getur. Karlmennirnir hafa skreytt
sig með skúfum úr strútsfjöðrum,
veifa spjótum og skjöldum, æpa og
eru eins og hamslausir. Kvenfóikið
dansar í öðrum stað og espar þá
sem mest, en ungar og ógiftar
stúlkur eru sér. Þær eru mjög al-
varlegar á svip og þora ekki að líta
upp því að þær vita að ógiftu pilt-
arrtir horfa á sig og þær vilja ganga
í augun á þeim. Ekki er hægt að
sjá að neinum föstum reglum sé
fylgt í dansinum, en þannig er
haldið áfram dag og nótt og svitinn
streymir af fólkinu í stríðum
straumum.
STJÓRNARFAR
Um alla Afríku halda ættar-
tengsl mönnum saman. Ættirnar
mynda sérstaka flokka og menn
kunna hvergi við sig nema innan
vébanda ættflokksins. Þetta hefur
haldizt í Súdan, en víða um Afríku
hef ég séð hörmulegar afleiðingar
þess þegar ættflokkar sundrast. Þá
er eins og menn hafi enga fótfestu
í lífinu.
Suðurhluti Súdans kom ekki
undir stiórnina fyr en árið 1920.
Þá var byrjað á því að afnema
fjandskap og bardaga milli flokka.
Jafnframt var reynt að kveða nið-
ur eaidra og særingar.
Skólar voru settir á stofn til
að veita almenna undirbúnings
fræðslu. Nú er orðin þörf á fram-
haldsskólum.
Sjúkrahús og hiálparstöðvar
veita ókevpis læknishiálp. — Nú
vinna þar nokkrir Súdansmenn,
sem hafa lært í Khartoum eða
Englandi.
Reynt hefur verið að kenna
mönnum að þekkia gildi peninga.
Það var gert með því að setja á
fót markaði, þar sem menn gátu
keypt fyrir peninga. í fyrstu gekk
þetta illa, en nú kunna margir vel
við þetta fyrirkomulag.
Vestræn lög eru ekki látin gilda
nema um sérstakar yfirsjónir, svo
sém smvgl, f jársvik og þess háttar.
Enskir lögfræðingar rannsaka hin
erfiðari mál, eins og morðmál, en
annars eru höfðingjarnir í landinu
látnir skera úr öllum þrætum og
stjórna eftir þeim reglum, sem þar
hafa viðgengizt áður.
Héraðsstjórn er annað hvort í
höndurh brezkra fulltrúa, eða full-
trúa, sem kosnir hafa verið af hér-
aðsmönnum. Hinir útlendu héraðs-
stjórar eru jafnan látnir víkja
þegar sýnt þykir að landsmenn sé
sjálfir færir um að stjórna málum
sínum. Þetta hefur þó verið tíðara
í norðprhéruðunum, því að allt
gengur seinna hér suður frá.
(Úr „Geogr. Magazine“)
& & &
IÆIÐRÉTTING. — Hans Egede var
fæddur 31. janúar 1686, — en ekki 1688
eins og misprentaðist í seinustu Lesbók.
IMVUINiGAR
Nvtt sólaleður
FUNDIN hefur verið upp vestan
hafs ný aðferð til þess að súta sólaleð-
ur þannig að það verði miklu endingar-
betra en áður og einnig mýkra, svo að
aldrei braki í skónum.
★ TJtur. sem írerir efni vatnsheld
LITUNAREFNI betta fannst upp
pf tilviljun. Árið 1947 var Clyde C.
DeWitt forstjóri Miehigan State Coll-
ege að nota iitarblöndu við sérstakar
rannsóknir. Vildi þá svo til að nokkuð
af litnum slettist út á gólf, og var það
þurrkað upp með léreftsklúti. Seinna
átti svo að nota þennan sama klút til
þess að þurrka upp vatn, en þá kom
í ljós að hann drakk enga vætu í sig
þar sem litarblettirnir voru. Þarna var
þá fundið iitarefni, sem gerir dúka
vatnsheida. Er búizt við að það verði
mikið notað til þess að iita efni í tiöld
og regnhiífar, en þó er tnlið sennilegt
að það verði einnig notað til þess að
lita skjólfatnað, bæði úr ull og bómull.
Kanamite
MENN hafa komizt upp á lag með
að brenna og bræða leir, svo að hann
verður að örsmáum glerkúlum, eða
eins og sandur. Þetta nýa efni er kall-
að kanamite og er notað í stevpu í
staðinn fvrir sand. Hefur þessi nýa
stevpa ýmsa kosti fram yfir sand-
steypu, er iéttari, sterkari og einangr-
ar betur. Þá hefur þetta þann kost,
að stevpublöndunni má dæla í gegn um
togleðurspípur, þegar verið er að
stevpa húsveggi. Vegna þess að steyp-
an er sterkari en sandsteypa, mega
veggir vera þynnri úr henni og einnig
má öll múrhúðun vera þynnri en nú
tíðkast. Hægt er lika að stevpa úr
henni þunnar hellur til að hafa á veggi.
Ný svklavörn
MONSANTE Chemical Co. í Banda-
rikjunum hefur fundið upp nýtt lyf
gegn sýklum og nefnist það „Actamer".
Er það aðallega ætlað til þess að.blanda
þvi í sápur og talið að það muni koma
í veg fyrir marga hörundskvilla. Efni
þetta má einnig nota í raksápur og
fegurðarsmyrsl. Sérstaklega er búizt
við því að það verði mikið notað í
sápur, sem hafðar eru til hreingern-
inga í sjúkrahúsum.