Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1953, Blaðsíða 5
f LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
ar geta beitt áhrifum sínum, skoð-
anir og hugmyndir iengiö áheyrn,
ef til vill byr undir vænginn, —
þar sem stjórnmálamonn heimsins
lhttast, kynnast og eiga kost á að
vinna að skilningi, sáttum og úr-
lausn á vandamáium þjóðanna.
Hvers virði þessi stofnun muni
reynast á framtíminn eítir að sýna.
Okkar er að láta ekki æðrast þótt
örðuglega gangi, heldur reyna að
eila þessa stotnun, hennar mynd-
ugleika og hennar vald. Eitt er nú
þegar víst — það allsherjarálit sem
fram kemur á þingi Sameinuðu
þjóðanna er þcgar pólitískur aðili,
sein stórar þjóðir sem smáar kom-
ast ekki hjá að taka tillit til. Mann-
kynið á sér þing, þar scm raddir
þess heyrast um heim allan. Jafn-
vel voldugustu ríki telja scr ekki
annað' fært en að senda á þetta
þing sína fremstu málsvara, til að
standa fyrir máli sínu — og til
að þreifa á lífæð þeirrar heims-
hugsunar, scm setur hjól tímans í
hreyfingu.
Eins og kunnugt er er sú skoð-
un ofarlega á baugi hjá mörgum
þjóðum, og suinum af þeim vold-
ugustu, að stefna beri að því að
íá Sameinuðu þjóðunum vald yfir
nægilegum herstyrk til þess að
þær geti skakkað leikinn hvenær
scm eitthvert ríki gerist til þess
að rjúfa friðinn. í fyrsta sinn í
sögu mannkynsins var herstyrk
stefnt gegn friðrofa í nafni al-
þjóðabandalags, þegar árásin var
gerð á Suður-Kóreu fyrir rúmum
tveim árum. Þeirri árás var lirund-
ið, þó að enn hafi ekki tekizt að
semja frið. íhlutun Sameinuðu
þjóðanna á þeim vígstöðvum gæti
orðið að upphafi á straumhvÖrfum
í sögu maimkynsins — og vcrður
jiað vonandi.
Trygging heimsfriðarins, ráð-
stafanir til allslierjaröryggis gegn
liernaðarlegum árásurn haía á sið-
ustu þinguiu verið eitt megmvið-
fangscfni Sameinuðu þjóðanna. En
jafníramt heiur þessi stofnun haft
önnur afskipti af málum mann-
kynsins sem sýna, að hún hugsar
og staríar nú þegar hnattrænt í
bezta og víðtækasta skilningi orðs-
ins. Barnahjálp Sameinuöu þjóð-
anna heíur forðað milljónum
barna frá sjúkdómum, hungri og
klæðleysi. Flóttamannahjálpin het-
ur hjálpað milijónum, sem höiðu
flosnað upp af völdum óíriðar, til
að eignast aftur heimili og írið-
land, eða tekið þetta ógæíusama
fólk upp á framfæri sitt þangað til
hægt verður að ráða til iulis íram
úr vandræöum þess. Eg nelni þaö
eitt dæmi, að um 800.000 Arabar,
sem flýöu frá Palcstinu þegar bar-
izt var um landið, hafa nú árum
saman verið nær aigeriega á fram-
færi Sameinuðu þjóðanna, og var
ekki annað sýnt cn að meginið af
þessu íóllvi hefði orðið hungur-
morða í eyðimörkinni ef bandalag
þjóðanna hefði ekki verið til og
strax getað skipuJagt nauðsynlega
hjálp. Og nú þegar cr tckið að
undirbúa endurreisn Kóreu, með
alþjóðlegri hjálp, þegar vargöJd
þeirri Jýkur, sem undanfarin ár
hefur lagt bæi þessa Jands í rúst-
ir og breytt blómlegum byggðum
í moidartlög.
En Sameinuðu þjóðirnar hafa
gert annað og meira í mannúðar-
og íramfaraátt en að hjálpa þar
sem þörfin var brýnust í svipinn,
eítir niðurdrep af ófriðarvöidúm.
Bandalag þjóðanha iiefúr tekið á
sig þá skyldu, að fiýta íyrir franf-
íörum meðal þeirra þjóða, sem búa
við léleg lífskjör, hjálpa þcim til
að koma atviimulifi í nútímahorf,
auka framleiðslu bæði á iðnaðar-
vörum og matvælum og þar með
velrnegun aiis almennings. Allar
þjóðir bandalagsins, nema komm-
únistísku ríltin, gefa nú árlega eít-
ir efnum og ástæðum, suniar stór-
fé, i sjoð, sem varíð er til þe&s að
undirbúa stórstígar íramfarir í
iöndum, sem oröiö liaía aftur úr
í efnahagsiegri þróun. Hefur verið
haíizt handa í þessu skyni með víð-
tækum rannsóknum á náttúrugæð-
um og lítsbjargarmögulcikum þess-
ara landa, og siðan heíir þcim vcr-
ið séð fyrir nauðsyrilégri tækni-
legri hjálp færustu séríræðinga, en
jaimramt beint til þeirra fjár-
magni til íramkvæmda lyrir milli-
gongu Alþjóðabankans. í þessu
samDandi er vert að muna, aö hin
mikiu iðnaðarlönd, sem mest
leggja fram í þessu skyni, eiga eft-
ir að missa markaði fyrir íram-
leiösiu sma vegna þeirrar hjálpar,
sem þau a þennan liátt veita þjóð-
um með frumstæðan iðnaö. líug-
sjón Bamemuðu þjóðanna uru
bróðurhug milli þjóðanna er ekki
dauður bókstaiur, heldur nú
þegar iifandi aíl. Hiö mikla boö-
orö, berið hver annars byrðar, er
orðið að byrjandi hnattrænni fram
kvæmd í mannúðar- qg framfara-
staríi Sameinuöu þjóðanna.
Eflum þessa stofnun, og trúum
á iramtíð hennar. Trúum því að
henni muni auðnast að beygja ó-
iriðaröti heimsins undir vitja
mannamia til þess að leysa ágrein-
ing milli þjóða á friðsamlcgan hátt,
og eíla almennar framíarir og
þjóöfélagslegt réttlæti meö jafnri
og stöðugri þróun, og án blóösút-
lieliinga. Trúin ilytur fjöll. Það
traust scm þjóðirnar sýna banda-
lagi heimsbyggðarinnar mun gefa
þessari stofnun kraft. Og ef hún
reýnist vanda sinuin vaxin, að
koma i veg fyrir heimsstyrjaldir og
eiga stóran þátt í bættum iiiskjör-
um alls mannkynsins, þá rnun
stofndagur Sameinuðu þjóðanna
24. oktober 1945 verða, meðan
byggð stendur á jörðinni, einn a£
mestu dögum i sögu þessa lmattar.