Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1953, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1953, Blaðsíða 14
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ( 74 írsku stúlkurnar hverfa Liggur við landauðn í sumum sveitum i ÞAÐ er víðar en á íslandi að sveit- 1 irnar fara í eyði vegna þess, að ( fólkið flýr þaðan. Þetta sama óáran r gengur yfir hjá frændum vorurn í írum. Þar eru það ungu stúlkurnar, sem flva sveitirnar um leið og þær | eru fullþroska, eins og sést á þess- f ari grein, sem tekin er eftir „Maga- ( zine Digest“. — ★ — r Um aldaraðir hafa skáldin frægt [ fegurð hinna írsku kvenna, drif- ( hvítt hörund þeirra, kolsvart hár [ og blá augu. En nú er svo komið ( að þessar fögru stúlkur eru nær al- [ gerlega horfnar í sumum sveitum f írlands. Menn geta ferðazt um ( Sligo, Donegal, Leitrim og Ross- f common á vesturströnd landsins og { hvergi rekizt á þessar fögru ungu { stúlkur. Þær konur, sem þar er að { sjá, eru annað hvort börn að aldri { eða gamlar kerlingar. Seinustu tíu f árin hafa ungu stúlkurnar þyrpzt { úr landi, um 2000 til jafnaðar á ári. ( Þær flykkjast til stórborganna í { Englandi, Birmingham, Manchest- ( er, Glasgow og London. Þar gerast { þær vinnukonur, afgreiðslustúlkur, ( fara í verksmiðjur eða gerast bíl- ( stjórar. Mjög fáar þeirra koma { heim til írlands aftur. r En eftir sitja ungu mennirnir og r verða að einsetumönnum. — Þeir { komast fljótt upp á það að hjálpa { sér sjálfir, elda mat og þvo flíkur f sínar. Um hreinlæti er máske f minna hugsað en áður, og fyrir { mun það koma að gluggatjöldin ( grotni niður án þess að hafa ( nokkru ' sinni verið þvegin. En ( ungu mennirnir sætta sig við þetta { og eru alveg orðnir því afhuga að £á sér konu. _ __________ Prestarnir þruma yfir þeim úr prédikunarstóli og segja að þetta geti ekki gengið og sjálfur biskup- inn í Ardagh og Clonmacnoise, dr. McNamer, hefur sent út hirðisbréf vegna þessa. Segir hann þar meðal annars: „Hér er útflutningur fólks mestur í heimi og hér fæðast fæst börn. Ef þessu heldur áfram fer ekki hjá því að írska þjóðin deyr út í landi sínu“. Bréf þetta var lesið í öllum kirkjum i vesturhluta ír- lands- Samkvæmt hagskýrslum eru nú ógiftir þrír fjórðu hlutar af öllum karlmönnum á aldrinum 25—35 ára. Margir þeirra mundu án efa giftast, ef þeir gæti fengið konu handa sér. En upp á hvað hafa þeir að bjóða? Aðeins erfiði og basl og þess vegna er ekki von að ungar stúlkur sækist eftir því. í sveitum írlands eru engin þæg- indi. Þar eru hin gömlu hlóðaeld- hús, þar sem mó er brennt. Vatn verður oft að sækja um langa vegu. Þar eru engar skemmtanir, nema ef telja skyldi eina eða tvær ferðir í bíó á ári. Ekki er hægt að fara oftar, því að bíóin eru í þorpunum og þangað er sums staðar 20 mílna leið, sem fara verður fótgangandi, eða þá á hjóli, ef það er til. I sumum sveitum Leitrims eru fimm karlmenn á móti hverri stúlku. Og um fólksfækkunina þarna er þetta dæmi skýrast. Árið 1927 voru 96 börn í einum barna- skólanum í Leitrim. Árið 1940 voru þar 59 börn. Árið sem leið voru þar 39 börn. Sömu söguna er að seg.ja úr flestum skólum í vesturhluta landsins. Árið 1943 skipaði írska stjórmn sérstaka nefnd til þess að reyna að finna einhver úrræði til þess að .stöðva fólksfækkunina. Ekki er vitað að nefndin hafi komizt að neinni niðurstöðu enn. — Blöðin hamra stöðugt á því að eitthvað þurfi að gera og í þinginu eru haldnar ræður um það. En ekkert hefur verið gert. Það er dapurlegt að ferðast um vesturhéruð írlands. Þar er hver bærinn við annan í eyði- Fólkið er flúið og bæirnir grotna niður. Þar sem bæir standa búa nú venjulega einsetumenn, ungir menn, sem hirða um kýr sínar og hæns, rækta kartöflur og taka upp mó. Þeir venjast þessu og sumum finnst þeir vera frjalsari heldur en ef þeir ætti konu og börn. Aldrei hafa fæðingar verið jafn fáar þar í landi og nú. Hvergi í heimi flýr fleira fólk land og hvergi eru giftingar jafn fátíðar. Það er sama þótt biskupinn skrifí, prest- arnir þrumi og stjórnmálaherrarn- ir tali um þetta vandamál. Það leysist ekki fyrir því. Ungu menn- irnir eru orðniiv því afhuga að fá sér konur. Þeim finnst ævi sín góð. Þeir mega koma eins seint heim á kvöldin og þá lystir og þeir mega sofa fram eftir degi. Hví skyldi þeir vera að kvarta? MAÐUR, sem var að fleyta timbri, varð fyrir því óhappi að detta út af flotanum. Buslaði hann lengi í vatn- inu, en tókst að lokum að ná í trjábol og halda sér uppi á honum. En vegna þess að straumur var mikill, þá komu fætur hans upp hinum megin við trjóbolinn, og þannig barst hann með straumnum þangað til samverka- maður hans hafði náð í bát og kom honum til hjálpar. En þá sagði hinn drukknandi maður: — Láttu mig vera. Ég get haldið mér uppi dálítið lengur. Bjargaðu fyrst manninum sem stcndur á höfði þarna iúnuin megin.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.