Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1953, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1953, Blaðsíða 1
5. tbl. Sunnudagur 8. febrúar 1953 XXVIIT. árg. Balslev Jörgensen ritstjóri: Klukkurnar í EVIarteinskirkju ÞAD eru sjálfsagt fáir menn í þessum heimi, sem ekki hafa hlust- að á klukkurnar í kirkju hins helga Marteins. — Hinir fögru hljómar þeirra eru hlémerki brezka út- varpsins (B.B.C.), en á þá stöð hlustuðu menn um heim allan á stríðsárunum, annað hvort beint eða endurútvarp frá henni. Og enn er það sú útvarpsstöð, sem flestir hlusta á. Það er líka nær óhugs- andi að nokkur maður geti komið til London svo að hann hevri ekki gegnum umferðagnýinn á Trafalg- ar Square, Strand og næstu götum, hljóm klukknanna, sem kalla fólk frá annríki til hljóðrar bænar eða guðsþjónustu mitt í þys og erli stórborgarinnar. Saint Martins-in-the-Fields er aðeins sóknarkirkja, en hún er þó ein af nafnkunnustu kirkjum Eng- lands, á borð við Pálskirkjuna, Westminster Abbey og dómkirkj- urnar í Kantaraborg, Jórvík, Dur- ham og Winchester. Ástæðan til þessa er framar öllu sú, að um langt skeið hafa valizt að þessari kirkju hinir hæfustu kennimenn landsins, sem hafa eigi aðeins hjálpað mönnum í andlegri neyð, heldur einnig þeim, sem engan áttu að. í neðanjarðar hvelfingu kirkjunnar er tekið cpnum örmum öllum þeim, sem þarfnast húsa- skjóls og hjálpar. Enginn er spurð- ur neinna spurninga, og lögreglan sjálf viðurkennir að hér sé griða- staður, sem hin jarðneska réttvísi eigi helzt ekki að skifta sér af. Framhlið kirkiunnar, prýdd grískum súlum, snýr að Trafalgar Square, og minnir nokkuð á Made- leina-kirkjuna í París, þótt minni sé. — Auknefnið „in-the-Fields", minnir á það, að hún stóð einu sinni á bersvæði og byggð fyrir þá, sem fluttust þangað frá St. Mar- garet-söfnuðinum í Westminster. Á aðra hlið lá sóknin að St. James- sókn, en af henni dregur konungs- hirðin nafn og St. James borgar- hverfi, þar sem er konungshöllin og skrauthýsi auðugra klúbba. St. James-kirkjan stendur enn hjá Piccadilly, en er nú í rústum að kalla, síðan á dögum loftárásanna á London. Ef til vill er það vegna þess, að Marteinskirkjan var einu sinni sveitarkirkja, að klukknasamspil hennar minnir svo mjög á það sem ........ ___JMW-k Balslev Jörgensen er í enskum sveitarkirkjum enn í dag- Og það er máske vegna þess, að hljómar hennar ná fremur hjört- um Englendinga, heldur en hinir dunandi tónar dómkirknaklukkn- anna, þótt hljómfagrir sé. Flest börn í hinum enskumæl- anda heimi kannast einnig við Marteinskirkjuna, því að klukkur hennar eru nefndar í hinni kunnu barnagælu, sem sungin er undir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.