Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1953, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1953, Blaðsíða 1
7. Ibl. XXVIII. árg. JMnrpittMíifeiiig Sunnudagur 22. febrúar 1953 ÁRNI ÓLA: Á ÁRUNUM 1717 og 1718 voru harðindi mikil hér á landi. Tíðar- far var slæmt, afli brást og stríðið, sem þá hafði lengi staðið milli Dana og Svía, hafði haft allmikil áhrif á afkomu manna, og eigi til hins betra- Veturinn 1717 var sæmilegur framan af, en tíðarfar spilltist um páska og var vorið hörmulega kalt. Til dæmis um vorharðindin segir séra Þórður í Hvammi í annál sín- um, að í Krossmessuviku hafi hann riðið á ísi „frá Arnarstöðum að Kóngsbakka, item yfir Kolgrafa- fjörð nokkuð innan við Kolgrafir og undir Eiðisstapa". Spretta varð mjög lítil um sumarið vegna kulda og um mitt sumar snjóaði svo að kúm varð eigi beitt. Hey skemmd- ust vegna óþurrka og voru að velkj -ast úti fram undir veturnætur. Næsti vetur varð mjög harður, svo að menn urðu að skera af hey- um, en sums staðar varð fellir. — Nokkrir menn dóu þá úr hungri og vesöld. Hólaskóla var sagt upp á jólum vegna fiskleysis. — Annars voru harðindin og bágindin mest sunnan lands og vestan, því ofan á bættist að vertíðarhlutir urðu sára- litlir. Vorið varð þó gott og helzt mesta veðurblíða fram á haust. Fá- mennt var á Alþingi þetta sumar og dapurt yfir öllu lífi í landinu. Vegna stríðsins var kaupförum, er til íslands sigldu, raðað í skipa- lestir á ári hverju, og herskip látið fylgja þeim. Þó tókst Svíum að hertaka Hofsósskipið á útsiglingu 1717. Seint í ágúst 1718 kom kaup- faraflotinn hingað frá Noregi og með honum stórt herskip, sem „Giötheborg“ hét. Höfðu Danir náð þessu skipi af Svíum fyrir nokkr- Sænskt herskip eftir málverki frá árinu 1700. — Eitthvað svipað þessu mun „Giötheborg“ hafa verið Herskip fórst á Hraunsskeiði fyrir 235 árum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.