Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1953, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1953, Blaðsíða 14
106 L LESBOK MORGUNBLADSINS f verður að telja þessa tilgátu um | Vonarskarð hið forna fremur ó- [ sennilega. Líklegra er að Vonar- f skarð Bárðar hafi verið einn af ^ klofum þeim, sem jökullinn fékk f nafn af. Gæti sé klofi norðan frá I hafa verið milU Kverkfjalla og f Bárðarbungu, þar sem Dyngjujök- l ull er nú. Sunnan frá hefði hann f verið láglendið milh Öræfajökuls, f og fjallahryggja norður af honum, f og Lómagnúps og hálendis þar f norður af, þar sem Skeiðarárjökull f liggur nú og hefur fyllt upp. Gæti { það láglendi hafa náð allt norður f til Grímsvatna. Jökulhaft þyrfti f ekki að hafa verið nema á hrygg f — breiðari eða mjórri — norðan £ við Grímsvötn. £ 2. Ferðafrásagnir P Frá Söguöld er sú frásögn, að *; Sámur Bjarnason með hóp manna \ á þingreið fór yfir Jökulsá á Fjöll- f um í nánd við Herðubreið. Eigi \ er þess getið, að Jökulsá né önnur | stórvötn væri torfæra á leið hans. f? Aðra frásögn frá Söguöld, er f af má ráða um vatnsmagn Jökulsár f er að finna í þætti Vöðu Brands, f er gerðist á fyrstu árum 11. aldar. f Segir þar, að þá hafi verið góð vöð f víða á ánni. Þátturinn er talinn f ritaður síðari hluta 13. aldar. Frá- f sögnin ber það með sér, að breyt- f ing er orðin á vatnsmagni árinnar f frá því að sagan gerðist til þess er ^ hún var rituð. I r I i f l l 3. Vöxtur jókla og valnsmagns Um miðja 14. öld varð svo mikill vatnagangur, og jökulhlaup svo stórfeng, samfara eldsumbrotum í Öræfajökli, að eyddust nálega heil byggðahverfi. í Öræfasveitum eyddist byggð, sem tók yfir tvær kirkjusóknir. Rauðalækjar kirkju- sókn (Litla-Hérað) að fullu og Hofssókn að miklu leyti. Að nokkru leyti hefur það verið af völdum eldgossins. En þess er þó getið að Knappafellsjökull (Skeið- arárjökull?) hafi hlaupið í sjó fram, og á það skiljanlega við skriðjökulinn. Vatnshlaup hefur það verið, en ekki það, að jökull- inn sjálfur hafi hlaupið svo langt fram. Og vatnsgangur hefur það verið að mestu eða öllu frá jökl- inum austar, en ekki eldgosið, sem byggðum eyddu sama ár, í Horna- fjarðar- og Lóns byggðum. Aftur á móti er það jökullinn sjálfur, Breiðamerkurjökull, sem gengið hefur yfir byggðina á Breiðumörk. Þar er talið að hafi verið mikil byggð og heil kirkju- sókn. Nafnið segir til um það, að þar hafi verið mikið skóglendi. Það er þannig víst, að byggða- mörkin sunnan undir Vatnajökli austan verðum hafa verið miklum mun rýmri í öndverðu en síðar varð. Rýrnun og eyðing byggðanna stafar sumpart af yfirgangi jökla og vatnsflaums frá þeim. Vöxtur jöklanna getur ekki stafað af öðru en kólnandi veðurfari. 4. Gagnkvæm ítök Órækar heimildir eru fyrir því, að gagnkvæm ítök voru snemma á öldum milli Möðrudals kirkju og jarðarinnar Skaftafells í Öræfa- sveit. ítak kirkjunnar er „tólf trog- söðla högg" í Skaftafells skógi, en gagnítak jarðarinnar er samkvæmt jarðabók 14 hrossa sumarbeit í Möðrudals landi- Þessi gagnkvæmu ítök þvert yfir Vatnajökul væru óhugsanleg, ef samgönguleiðin hefði verið jafn torveld milli jarðanna sem nú á dögum. Þegar samningurinn um hin gagnkvæmu ítök hefur verið gerður, einhverntíma fyrir 1408, hefur Vatnajökull verið klofinn sem til forna. Ennþá fráleitara er að hún hafi verið um skarðið milli Tungnafellsjökuls og Vatnajökuls, en leið Gnúpa-Bárðar lægi vel við, að hún hei'ði verið um kloía í jökulinn milli Kverkfjalla og Bárðarbungu, sem fyrr er til get- ið um leið Bárðar. Á öðrum stað austar hefur Vatnajökull sennilega einnig ver- ið allmjög klofinn til forna, þar á milli sem Brúarjökull að norð- an en Breiðamerkurjökull að sunn- an fylla upp nú. Eftir að þessir klofar í jökul- inn höfðu fyllst af skriðjöklum, var ekki eðlilegt að halda hinu upp- haflega nafni, fremur en fært var að halda lækja nöfnunum Fúla- læk og Raftalæk eftir að þeir voru orðnir stórár. Jökullinn er nú orð- inn samfelldur, vötn öll frá honum vatnsmeiri en fyrr. Þá er orðið til- valið nafnið Vatnajökull. Sennilega hefur þriðji klofinn verið í jökulinn þar sem Eyabakka- jökull og Hoffellsjökull falla nú fram, annar til norðurs en hinn til suðurs. Um þann klofa, e. t. v. jök- ullausan, gæti þá hafa verið Fjalla- baksleið sú, er sagnir herma að Norðlingar hafi farið til verstöðva í Suðursveit. Aðeins austustu hnjúkarnir, sem jökullinn hvílir á, hefðu þá verið frá skildir, líkt og Tungnafell með jökulhettu sinni að vestanverðu. ( , 4. Niðurlagsorð Það sem að framan er til getið. um þrí- eða fjórskipting Vatna- jökuls til forna styðst að nokkru við þykktar mælingar þær á jökl- inum, sem Jón Eyþórsson veður- fræðingur hefur gert. Sýna þær mælingar, að landið undir jöklin- um er mjög mish'æðótt, tindafjöll, hæðahryggir og hæðabungur, en á milli norðan frá er landið á pört- um ekki hærra en hásléttan norð- an jökuls og sunnan frá hækkandi lágsléttur og dalir upp frá láglend- inu. Um hásléttu geirana norðan frá og lægðadrögin sunnan frá falla nú skriðjöklar frá hæðabung- um jökulsins og hai'a gert hann 'V^ T^ ' 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.