Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1953, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1953, Blaðsíða 7
{ LESBÓK MORGUNBLADSINS T!*;í 99 margir hafa bcfiið heilsutjón af hrakningunum og svo hefur matar- æði á sveitarbæum verið mjög ó- líkt því, er þeir áttu að venjast- Líklega hafa látizt nær 20 menn, því að bæði Esphólin og séra Ey- ólfur á Völlum segja að skipbrots- menn hafi verið 156. Er það senni- lega talan á þeim, sem sigldu heð- an um sumarið eftir. Ekki gat farið hjá því að hér skapaðist „ástand", þegar svo margir aðkomumenn voru í land- inu og segir einn annálaritari, að nokkrir þeirra hafi goldið þjón- ustulaunin með „óþægilegum barn- eignum“. Má því vera að fjöldi fólks hér á landi geti rakið ættir sínar til þessara manna. Með vorinu kom nýtt vandamál að höndum, en það var að ráða fram úr því hvernig ætti að koma öllum þessum mannfjölda úr landi. Kaupför voru lítil og gátu ekki tekið nema nokkra farþega. Þótti sýnt um eitt skeið, að sunnanskipin mundu ekki geta flutt þá alla, og var það þá tekið til bragðs að senda 40 vestur á Snæfellsnes. Var Oddi Sigurðssyni sýslumanni, sem þá bjó á Narfeyri, falið að koma þeim fyrir á nesinu þangað til skipsferð felli. Tókst honum greið- lega að koma þeim fyrir. — En nokkuru síðar fær hann skipun um að senda 20 suður aftur til „Holm- ens Havn“ (þ. e. Reykjavíkur). — Sendi hann þá 10 menn, sem hann hafði vistað í Staðarsveit og aðra 10 úr Grundarfirði. Hinir fóru utan með skipum frá Arnarstapa og Ólafsvík. Til Vestmanneya voru sendir 14 menn úr Rangárvallasýslu og fóru þar utan. Annars var mönnunum smalað saman á vorþingum og þeir sendir til verslunarstaðanna. Virð- ist svo sem 8—10 menn hafi farið með hverju skipi og allir komust þeir heðan fyrir haustið. Yfirmenn fóru utan á herskipi því, sem fylgdi skipunum það sumar, og sennilega allmargir íleiri af skipshöfninni. AFTURGÖN GUR Ýmsar þjóðsögur hafa myndazt í sambandi við þetta skipstrand- Ein sögn er sú úr Selvogi, að lengi hafi verið reimt eftir það á Hafnar- skeiði (Hraunsskeiði) og sáust þar oft tveir draugar á gangi og var að þeim mikið mein. Fóru menn þá á fund séra Eiríks í Vogsósum og báðu hann að ráða þá af. Hann mælti: „Eg get það ekki, heillin góð, en reyna vjl eg að gera það eg get“. Hann skrifaði þá bréf og bað færa draugunum. Menn þessir tóku við bréfunum og heldu austur á Hafnarskeið. Draugarnir koma á móti þeim, en þeir fá þeim bréfið. Draugarnir fóru nú að lesa og leið- rétta hvor annan, og heyrðu menn- irnir að þeir sögðu: „Det er Hekk- elfjeld, Hekkelfjeld“. Lögðu þeir svo á stað og fóru í Heklu. — Það skiftir svo sem engu máli, að séra Eiríkur í Vogsósum var andaður tveimur árum áður en Giötheborg strandaði. Sagan sýnir aðeins að menn hafa þótzt verða varir við afturgöngur þeirra skip- verja, er fórust af flekanum. Meðal þeirra skipverja, sem önd- uðust hér um veturinn, er talinn matsveinninn og sagt að hann hafi veslazt ppp úr hor vegna báginda á bænum, þar sem honum var feng- in vist. Er talið að hann hafi verið grafinn að Villingaholtskirkju, og hefur þá andazt þar í sókn. Svo var það á seinni hluta 18. aldar, að tveir piltar úr Pörtum í Flóa komu sér saman um að vekja upp draug. Hét annar þeirra Mark- ús. Fóru þeir dimma haustnótt út í kirkjugarðinn í Villingaholti, völdu sér þar leiði og hófu særing- ar. Að stundu liðinni kom einhver mannverumynd upp úr leiðinu og tók að ræða við þá. En þeim félög- um brá í brún, er þeir skildu ekk- ert af því, sem draugsi sagði. Sáu þeir að þetta mundi vera útlend- ingur. Varð Markús þá hræddur og flýði, en hinn benti draugmim að elta hann. Fylgdi draugurinn síðan Markúsi og var fyrst kallað- ur „Gothenborg“-draugurinn, því að menn þóttust vissir um að pilt- arnir hefði lent á matsveininum af Giötheborg. Magnús átti þá dóttur er Elín hét og varð hún húsfreya að Leiru- bakka á Landi. Henni fylgdi draug- urinn eftir að Markús var látinn, og var síðan nefndur Leirubakka- draugurinn. Fylgdi hann síðan Ingibjörgu dóttur Elínar og gerði mönnum ýmsar skráveifur. Margir sáu þennan draug, þar á meðal bændurnir í Hvammi, Ey- ólfur Guðmundsson og Ásgeir Jónsson. Eyólfur mætti draugnum uppi á Skarðsfjalli. Lýsti hann honum svo að þetta hafi verið strákur í töturlegum fatagörmum, er flöksuðust frá honum, og með höfuðfat er hvorki líktist hatti né húfu, en huldi rúmlega hálft and- litið. Ásgeir sá drauginn úti í hest- húsi. Sat hann þar klofvega á bita og spriklaði öllum öngum. Lýsti Ásgeir honum mjög á sama hátt og Eyólfur, en sýndist þó að hann væri ekki með neitt höfuðfat, held- ur mikið, úfið og illa hirt hár, sem hafi lafað í bendlum niður um and- litið og hulið það að miklu leyti. Draugur þessi fylgdi Ingibjörgu til æviloka, en mjög var farið að draga af honum á efri árum henn- ar. Hún andaðist 14. desember 1928 og síðan hefur enginn orðið var við drauginn. Er því ekki nema tæpur aldarf jórðungur síðan að vér losnuðum að fullu og öllu við um- stangið, sem hlauzt af þessu skips- strandi. t* **

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.