Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1953, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1953, Blaðsíða 6
M r».-* W LESBÓK. MORGUNBLADSINS oftirlit með því er bjargazt hafði og síðar kynni að reka á land, senda út það, sem verðmætast var og halda uppboð á hinu. Langsamlega mestur vandinn var að sjá skipbrotsmönnum fyrir veturvist. Húsakynni voru víðast hvar þannig, að bændur gátu illa bætt við sig fólki, en hitt var þó enn alvarlegra að naum vetrar- björg var víðast hvar, eftir harð- indin, sem á undan voru gengin. Kemur þetta greinilega fram í bréfi, sem Brynjólfur sýslumaður ritaði Fuhrmann amtmanni, og dagsett er að Hrauni hinn 16. nóv- ember. Fyrst biður sýslumaður um sér- staka fyrirskipan til almúgans í sýslunni um að hann verði að hlýða séránundanbragða og gera það sem gera þarf, þar á meðal að taka við mönnum þar sem sér þyki ráðlegt að vista þá. Enn fremur vill hann fá fyrirmæli um hvernig eigi að greiða björgunarlaun og annan kostnað við alls konar hjálp, og fyrir vist og viðurgerning manna á viku hverri, eftir þeirra „standi". Síðan segir hann: — Að lokum er það auðmjúk bæn mín, að fari svo að hinir fá- tæku bændur hér í sýslunni geti ekki tekið allan þennan fjölda manna og séð fyrir þeim í vetur, að þá megi þeir, sem enga lífsbjörg eiga, vera undanþegnir þeirri skyldu að taka við veturvistar- mönnum. Og þar sem nú er mjög mikill bjargarskortur hér í sýsl- unni, þá verði nokkrir fluttir aust- ur í Rangárvallasýslu, þó ekki fleiri en 26.------------ En það var langt frá því að Ár- nesingar gæti séð skipbrotsmönn- um farborða, enda þótt þeir losn- uðu við 26. Niðurstaðan varð því sú, að skipbrotsmönnum var skift niður á fjórar sýslur, Rangárvalla- sýslu, Árnessýslu, Gullbringusýslu og Kjósarsýslu. Fengu sýslumenn fyrirskipanir um að koma þeim fyrir. Var víðast hvar einn skip- brotsmaður á bæ, en sums staðar þó tveir og jafnvel þrír. Til eru enn skrár um það hvar þessir menn vistuðust og hvað þeir hétu. Voru 61 í Árnessýslu, 26 í Rangár- vallasýslu, 30 í Kjósarsýslu og rúmir 50 í Gullbringusýslu. Hjá landfógeta voru 6 en á Bessastöð- um 4, þar á meðal skipspresturinn séra Josias Kornbeck og Jochum Friis skipherra. Segist sera Þórður í Hvammi hafa séð hann þar um veturinn og hafi hann verið „með gullhring í hvoru eyra". AFDRIF SKIPSINS Hinn 20. nóvember skrifar Brynj ólfur sýslumaður Fuhrmann amt- manni á þessa leið: Engin breyting hefur orðið á strandinu, nema hvað ég ásamt 5 mönnum (þar á meðal Peder Niel- sen skipstjóra) fór um borð með fjöru, litum á og var allt illa út leikið. matvæli og allt sem sjór hefur komizt í, eyðilagt. Við gátum ekki verið nema Vt tíma um borð, því að þá fór að flæða. í morgun reyndum við aftur að fara út og bjarga í land því sem bjargað yrði. — Hin þrjú stóru segl eru komin til Þorlákshafnar ásamt öðru braki. Ég gat ekki komið þeim til Eyrar- bakka, því að þau voru of þung fyrir bátinn á Ölfusá. Hin stóru tré, svo sem afhöggvin möstur og rár, get ég ekki látið flytja fyr en frystir, ef yður sýnist þá ekki held- ur að selja þau hæstbjóðanda á uppboði. Ég hef látið merkja þau, svo að þau þekkist frá öðrum reka- viði. Fallbyssunum er ekki hægt að bjarga, enda þótt allir verkfærir menn hér legðust á eitt. í dag var enn reynt að komast um borð í skipið, en vegna þess hve illt var í sjó, komust aðeins 3 menn upp á skipið. Var því ekki hægt að bjarga neinu. Síðdegis með flóði virtist skipið lausara en áður og veltist til og frá, og er ég hræddur um að það geti tekið út- Hinn 23. nóv. skrifar hann svo amtmanni annað bréf: Skipið sökk aðfaranótt 22., en í gær var stjórnborðshliðin rekin á land og liggur næstum á þurru. Bakborðshlið er enn á kafi úti í sjó, brotin. Undir byrðingnum má sjá fallbyssu hanga fasta, en ó- mogulegt að ná henni. Önnur la í sjónum, hálf á kafi, rétt við land, en engin leið að hreyfa hana vegna þyngsla, og þegar flæðir fellur yfir hana. Ekki er hægt að rífa flakið — til þess vantar áhöld, því að viðir eru þungir og negldir með stórum boltum. Og þarna úti á eyðisandi, er ekki hægt að mat- reiða handa mönnum um þetta leyti árs. Þeir, sem koma hingað, hafa hvorki nesti né fóður handa hestum sínum. Hér er hvergi hægt að fá mat né húsaskjól og langt til næstu bæa, svo ef þeir ætti að fara frá bæum á strandstaðinn, þá eru þeir ekki komnir þangað fyr en um hádegi. Og nú eru stuttir dagar og ekkert tunglsljós. Sé ég því ekki ráð til að bjarga neinu öðru en því, sem rekur á land.----------- Hér má skjóta því inn til gam- ans, að mælt er, að þegar Jón Árnason var bóndi í Þorlákshöfn, hafi hann eitt sinn séð ofan á stykki mikið úr kopar í sandinum á Skeiði. Var þá háfjara. Gizkaði hann á að þarna mundi vera ein fallbyssan úr Giötheborg, en þótti óvinnandi verk að reyna að bjarga henni. Liggur því þessi fallbyssa þar enn, en hinar sandorpnar þar úti fyrir. Væri ekki ónýtt nú að hafa upp á þeim, eins og kopar er eftirsótt vara. — SKIPVERJAR SENDIR ÚT Þess er getið að allmargir skip- verjar hafi andazt hér um vetur- inn og er það ekki ólíklegt. Munu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.