Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1953, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1953, Blaðsíða 3
r LESBÓK MORGUNBLAÐSINS yg borð með rá og reiða. Voru þá flestir orðnir þrekaðir og illa til reika- Undir kvöldið lægði veðrið heldur og varði skipið sig þá betur, en ekki var neitt viðlit að hleypa á land fyrir brimi. Skutu þeir þá nokkrum neyðarskotum, ef ske kynni að einhver heyrði og menn kæmi á fjöruna til þess að taka á móti sér. f SKOTHVELLIRNIK IIEYRÐUST Á Hrauni í Ölfusi bjó þá Brynj- ólfur lögréttumaður Jónsson. — Þangað heyrðust fallbyssudrun- urnar, svo að daginn eftir, sem var laugardagur, sendi Brynjólfur þrjá menn niður að sjó til að forvitnast um hvort þeir yrði nokkurrar ný- lundu varir. Menn þessir hétu Helgi Ólafsson, Oddur Ólafsson og Pétur Rasmusson. Komu þeir ekki heim aftur fyr en undir kvöld og höfðu þær fréttir að færa, að þeir hefði séð skip liggja á Hafnarvík og væri af því möstur og reiði. En þar sem nú var farið að dimma og grenjandi hríð brostin á, var ekki hægt að gera neitt þá um kvöldið, því að óratandi var suður yfir sand. En af þeim á Giötheborg er það að segja, að þennan dag köstuðu þeir fyrir borð öllum efstu fall- byssum sínum, til þess að létta skipið áður en þeir renndi því á land. „Gud naadelig se til os“, stendur í dagbókinni þennan dag. f Næsta dag (sem var sunnudag- * ur) fór Brynjólfur á Hrauni niður ’ í sand við sjötta mann, til þess að reyna að hjálpa skípbrotsmönnum ef nokkur kostur væri. Komu þeir niður á Hraunsskeið, þar sem skip- ið lá fyrir franían og fundu þar á fjörunni 5 rár me(5 reiða, brbt af ' skipsbátnum með seglum og ár- um, nokkur {ré, 9 fallbyssustokka og sitthvað annað. Voru þeir þarna á ferli fram undir myrkur. Rákust w þeir þá ú litlu tunnu, sem á var skrifað með stórum stöfum: „Slaa mig op og læs Brevet“. Brynjólfur braut tunnuna og kom innan úr henni „kóngsins fáni“ og lítill kútur, sem hið sama var ritað á og á tunnunni stóð. En vegna þess hvað veður var orðið illt og myrkur komið, þorði Brynj- ólfur ekki að brjóta kútinn, helt að ske kynni að hann missti bréfið út úr höndunum á sér, en þóttist vita að það mundi vera mjög áríðandi. Fóru þeir svo heim að Hrauni og höfðu með sér kútinn og fánann. NEYÐARKALLIÐ Þegar Brynjólfur opnaði kútinn kom innan úr honum bréf dagsett þennan sama dag. Var það frá skip- herranum á Giötheborg og var á þessa leið í íslenzkri þýðingu: Háttvirtu góðu vinir. — Því mið- ur hef ég ratað í sjávarháska með herskipið Giötheborg hér við land og er illa staddur- f guðs nafni og konungsins vegna bið ég yður að gefa merki* í landi, þar sem vér helzt gætum komizt lífs af með því að hleypa skipinu upp, ef nauðsyn krefur. A daginn skal gefa merki þannig að setja upp þrjá staura og breiða á þá hvíta dúka, svo að vér getum farið eftir þeim. En um næt- ur skal gera eld á ströndinni þar sem landtaka er bezt. Haldið vörð þarna nótt og dag, svo að vér vesal- ingar fáum bjargað lífinu, því að fyrir það fáið þér laun hjá guði og hylli konungsins. NB. Þegar háflóð er, skal gefa merki á daginn með fánanum, sem hér fylgir, en um nætur skal kveikja tvo elda og skammt á milli. Brynjólfur dvaldist skamma stund heima eftir að hann hafði lesið bréfið og um miðnætti lögðu þeir sex á stað til þess að athuga hvernig á sjó stæði og reyna að fara í sem flestu eftir fyrirmælum skipherrans. Þá voru ekki til eld- spýtur, og treystist Brynjólfur ekki til þess að bera með sér eld svo langa leið, taldi og ólíklegt að hægt yrði að kveikja bál í fjörunni fyrir stormi og illviðri. Ekki var enn orðið bjart er þeir komu niður í sand og biðu þeir í fjörunni þangað til svo var ljóst að þeir sáu út tíl skipsins. Þá festu þeir upp „kóngsins flagg“ þar sem þeim þótti einna tiltækilegast að hleypa skipinu upp í sandinn, svo að mennirnir gætu komist lífs af. SKIPINU HLEYPT A LAND Nú víkur sögunni aftur út í skip- ið. Þar hefir verið heldur dapur- legt um að litast, því að fiestir bjuggust við dauða sínum þá og þegar. Allan sunnudaginn var hríð og stormur svo að varla sá út úr augunum. Skipið lá nú flatt fvrir brotsjóunum og valt svo mikið, að þeir bjuggust við að því mundi hvolfa þá og þegar, eða það liðast sundur. Á þessu gekk alla mánudags nóttina og um morguninn var auð- fundið að skipið var mikið fariö að liðast. Með birtingu fór það að reka og sá skipstjóri þá ekki annað fangaráð en að láta höggva akk- erisfestar og hleypa skipinu í lc.nd. Ekki er þess getið í dagbók skips- ins að þeir hafi séð merki það, er" þeir Brynjólfur höfðu sett upp í landi, en flaggið var uppi þangað til skipið var strandað. Það var klukkan 9 um morguninn og var þá hálffallinn sjór. í dagbók skips- ins er ekkert getíð um mennina í landi, en af frásögn Brynjólfs virð- ist mega ráða að hann hafi haldiö að skipverjar hafi farið eftír lcið- beiningum sínum, og hafí skipið borið að landi einmitt þar sem fán- inn var- Það var örstutt úr skipi í land, en brimið var svo mikið að ekki var viðlit að setja bát á flot- Tóku skipsmenn það til bragðs að gera sér fleka úr rám og reyna að kom- ast á honum tii lands. En meðan

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.