Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1953, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1953, Blaðsíða 16
f 108 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS vpnja er hjá öðrum þjóðflokkum á þess- um slóðum. Og vegna þess að konur eru í jafn miklum metum og karlmenn, þá á hver guð þeirra sér konu, og hvergi er líkneski af neinum guði nema kona hans sé með honum. Þrátt fyrir þetta tíðkast þó enn kvennarán og konur eru seldar. Nú er orðið dýrt að kaupa sér konu og ungir menn, sem vilja kvænast, verða þrá- faldlega að fá lán til þess að geta keypt konu. Það er bezt fyrir þá sjálfa að greiða þetta lán fljótlega aftur, því að íánskjörin eru þau, að skuldarupphæð- in vex um helming á hverju ári. Og ef þeir geta ekki borgað, mega skuldar- eigendur gera þá að þrælum sínum. — Annars eru nú þessir siðir smám sam- an að leggjast niður. Mönnum hefir verið kennt að rækta hrísgrjón, og hin- ir blóðþyrstu villumenn eru að verða að góðum bændum. JÓNAS GÍSLASON Skógstrendingaskáld hefur verið að fást við vísnagerð snemma ævinnar sé það rétt, sem hermt er, að þegar hann var sjö ára gamall, hafi honum runnið í skap við Sigurð hálfbróður sinn og í tilefni af því gert þessa vísu: Ekki er þetta komið í kring kætt að máta fínum, sjöföld fylgir svívirðing Sigga bróður mínum. KVERKFJÖLL. — í miðri norðurbrún Vatnajökuls rís fjailhöfði, hár og hrika- legur, er Kverkfjöll nefnist. Norðan í fjöllin gengur mikil gjá eða hamrahlíð, og hafa fjöllin hlotið nafn af þvi. Fram úr þessari gjá, sem nefnd er Kverk, fell- ur grannur en nokkuð langur skriðjökull, er breikkar fram og líkist lafandi tungu fram úr ægilegu dýrsgini. Um Kverkfjöll klofna hjarnbreiður Vatnajök- uls. sem undan ógnafargi síga hægt en þungt fram á hásléttuna. Fáir staðir hér á landi eru afskekktari og einangraðri en Kverkfjöll, þar sem þau gnæfa inni- byrgð milli tveggja stærstu falljökla Vatnajökuls. Þótt einkennilegt kunni að virðast, er þaðan skemmst til byggða í Suðursveit, þvert yfir Vatnajökul, en ekki mundi sú leið valin nema af þeim, sem hafa útbúnað góðan til jöklagöngu. Greiðfærast mundi að Brú á Jökuldal, ef farið er fyrir Kreppu og Kverká, en þangað eru um 70 km, að Möðrudal um 10 km lengra og aðeins skemmra að Svartárkoti, en um ógreiðan veg, endalaus brunahraun, að sækja. — Svo segir Ólafur Jónsson í bók sinni „Ódáðahraun“. — Myndin hér að ofan er tekin á flugi yfir Kverkfjöllum í vikunni sem leið. Til vinstri fellur fram Brúarjökull, en Dyngjujökull til hægri. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) Er Gísli faðir Jónasar heyrði þessa vísu, á hann að hafa sagt þetta: Margur ber fram sónar-sáld sé hann til þess fallinn. Er nú Jónas orðinn skáld eins og Gisli karlinn. (Bóndinn á heiðinni) GENGI í FORNÖLD Sagan um Ketilbjörn hinn gamla sýnir, að mikið hefur verið af silfri í iandinu. Hann bauð sonum sínum, segir Landnáma, að slá þvertré úr silfri í hofið, sem þeir létu gera. Ef sagan er sönn, og hún er í sjálfu sér alls eigi ósennileg, bendir þetta til, að silfur- verð hafi verið tiltölulega mjög lágt. Líklegt þykir mér þó, að orð Land- námu „slá þvertré úr silfri" sé ýkt fyrir: „slá þvertréð silfri" (að utan). Ef vér gerum fyrir þessu, þá er frá- sögnin mjög sennileg. Ketilbjörn sá það fyrir af speki sinni, að silfrið mundi hækka í verði, þegar fram liðu stundir og vildi geyma það óeytt handa ætt sinni með því að leggja á það hof- helgi. Það var þá eins og sparisjóður fyrir ættina, sem hún gat tekið til í viðlögum í framtíðinni, líkt og Forn- grikkir tóku til þess fjár, sem lagt var til hofa, ef þeir komust í kröggur. (B. M. Ólsen). GIÖTHEBORG-STRANDIÐ Heimildir að frásögninni um það eru: Dagbók skipsins, réttarrannsókn Brynj -ólfs sýslumanns, fjöldi bréfa og skjala viðvíkjandi strandinu, Annálar, Ár- bækur Espholins, Þjóðsögur Jóns Árna- sonar, Saga Eyrarbakka og íslenzkir sagnaþættir og þjóðsögur. — í mörg- um heimildum er skipið nefnt ýmist Gothenborg eða Gottenborg, en sam- kvæmt dagbók skipsins og bréfum amtmanns, hét það Giötheborg. Stað- urinn, þar sem það strandaði fyrir 235 árum, er nú nefndur Hafnarskeið, en mun áður hafa kallast Hraunsskeið. Er þessa getið til að skýra ósamræmi nafna í greininni. Á. Ó.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.