Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1953, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1953, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 97 Ævi þessara manna hefur verið ill fyrst í stað, enda segir skipherra í einu af bréfum sínum, að fjöldi þeirra hafi veikzt af kulda, vosbúð og hungri. Sjálfur veiktist hann og varð að ílýa til Bessastaöa. BJÖRGUNARSTARF ÍSLENDINGA Þess er hvergi getið að Islend- ingar hafi átt neinn þátt í því að bjarga skipbrotsmönnum. Það var ekki siður þá að halda slíku á loft. En mér er nær að halda, að þarna hafi af fáum mönnum verið fram- kvæmt hið mesta björgunarstarf, sem sögur íara af á íslandi, því að þessu sinni var fleiri mönnum bjargað úr sjávarháska heldur en dæmi cru til clla hcr á landi. Það er máskc cðlilcgt, að yfirmenn skipsins þakki björgunina ráðsnilli siríni, og láti kotkarlanna íslcnzku að cngu getið- Og Brynjólfur á llrauni og menn hans eru þá ekki hcldur að gorta af framgöngu sinni. En á milli línanna í frásögn þeirra má lesa ýmislegt annað. Þegar fallbyssuskotin heyrast heim að Hrauni, sendir Brynjólfur þegar menn út að sjó til að forvitn- ast um hvort nokkurt skip sé í nauðum statt. Menn þessir brjótast þangað í ófæru veðri, stórhríð og sandbyl, sem enginn veit hve illur getur orðið þarna á sandinum, nema þeir sem hafa í komizt. Þess- ir menn finna skipið og sjá að það cr ósjálfbjarga í briminu við Hraunsskeið. Þeir koma svo scint lieim um kvöldið, að ekki er lengur ratandi íyrir hríð og náttmyrkri, og og verður því að bíða næsta dags. En þá fcr Brynjólfur snennna við sjötta mann út á strandstaðinn og þeir eru þar allan daginn við- búnir að veita aðstoð ef skipverjar kynni að grípa til einhverra örþrifa ráða að komast á land. Það er ekki fyr en í rökkri mn kvöldið að þeir fnuia kvartilið með neyðarkalli skipherrans. Þeir fara heim að Hrauni til þess að lesa bréfið, og leggja svo tafarlaust á stað aftur niður á Skeið. Skipið er þá við að liðast sundur í brimgarðinum þar úti fyrir. Brynjólfur og menn hans halda þarna vörð alla nóttina í for- aðsveðri og þegar lýsir af degi gefa þeir skipverjum merki um það hvar þeim muni vera óhætt að hleypa skipinu á land. Rétt á eftir eru akkerisstrengir skipsins höggn- ir og skipinu hleypt á land einmitt þar sem þeir Brynjólfur höfðu sett upp „kóngsins fána“. Þarna hefur landtakan verið bezt, og þess vegna tekst svo vel til að rúmlcga 170 mannslífum er bjargað. Enginn efi er á því, að það eru þeir Brynjólfur, sem taka kaðalinn cr flekinn ilutti í land og fcsta hon- um. En þess vegna geta skipvcrjar rennt sér á kaðlinum í land og þar hafa þeir Brynjólfur tekið við þeim úti í briminu jafnh'arðan. Það er hætt við að margir hefði farizt fleiri en þeir, sem önuðu út á flek- ann, ef Brynjólfs og manna hans hefði ekki notið við. Hvers vegna var lífi 8 manna teflt í tvisýnu með því að setja þá á flekann? Það var auðvitað gert vegna þess að ekki var viðlit að bjarga hinum mönnunum, nema því aðeins að menn væri í landi til þess að festa kaðlinum og taka á móti þeim, sem fóru á strengnum. Þegar þessir 8 menn voru drukkn- aðir, hafa þcir Brynjólfur tekið að sér hlutverk þeirra og farið það prýðilega úr hendi. VALDSMENN KOMA Á þcssum árum var ekki hægt að koma skilaboðum fljótlega hér- aða á milli, en þegar mildð lá við, voru hraðboðar sendir. Og eins og áður er að vikið var hraðboði send- ur að austan til Bessastaða með bréf skipherrans og mun hafa lagt a stað lniut 9- nóv. Eftir ýrnsu að dæma hefur þá verið snjólétt í byggð, þrátt fyrir hinn mikla garð, en eflaust hefur verið snjór á heið- um. Er það því næsta merkilegt, að þeir Cornelius Wulff landfógeti og Niels Fuhrmann amtmaður eru komnir austur að Hrauni í Ölfusi á föstudagskvöld hinn 11. nóv. — Sýnir það að þeir hafa brugðið skjótt við, þegar þeir fengu hin al- varlegu skilaboð. En ekki mun strandmönnum hafa fundizt að þeir kæmi of snemma, því að í dag- bók þeirra er hvað eftir annað ver- ið að fárast um, að engin yfirvöld sé þar á staðnum til að greiða fyrir þeim. Hefur þeim að vonum þólt tíminn langur, því að nú höfðu þeir verið að velkjast þarna í viku, fyrst um borð í skipinu og síðan í greinarleysi í landi eins og úti- gangspeningur. — Embættismennirnir gistu á Hrauni um nóttina, cn komu dag- inn cftir niður í sand til þess að athuga hvort nokkru mundi unnt að bjarga úr skipinu og til þess að gera ráðstafanir viðvíkjandi því vogreki, sem komið var á land. Síðan var öllum skipbrotsmönn- um stefnt til Hrauns og för þar frarn liðkönnun. Eftir ósk skip- herrans gaf amtmaður út bann við því að íslenzkir menn versluðu nokkuð við skipverjá, eða seldu fyrir þá nokkuð af vogreki úr skip- inu, því að það væri konungs eign. Enn fremur voru menn varaðir við því að kaupa af þeim klæði, mat- væli, byssur og þess háttar, því að það gæti vcrið „stolið góss“. SKIPBROTSMEN N VISTAÐIR Brynjólfur Þórðarson Thorlacíus sýslumaður var skipaður til þess að hafa öll strandmálin í sínum höndum. Þar á meðal var rannsókn á sjálfu strandinu, að vista skip- brotsmenn um veturinn, sjá um björgun á því, cr enn kynni að uást úr skipiuu, liaía nakvæmt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.