Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1953, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1953, Blaðsíða 8
24« LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1 Skyldu þeir viJja fara eius með sölusamtok bænda? þó menn óskyldra stjórnmalaskoðana þarna að verki, og var áberandi, að það voru einmitt Framsóknarmenn á áður- nefndum fundi í S. I. F. sem réðust hvað harkalegast gegn ósk Sambanas- ms um að kljúía S. I. F. Allir þessir menn litu svo á, að hvort heldur litið er til áfallinnar reynslu áður en S. I. F. var stofnað eða dóms reynsiunnar frá stofnun þess, sé það hreint tiiræði vió sjávarútveginn að rjúía þessx varnar- samtök útvegsmanna. —★— Rett er að geta þess, að auk Fram- sóknarflokksins, sem virðist miða bar- áttu sína i útflutningsmálunum við það eitt, að Sambandið öðlist sérréttindi, hafa kommúnistar krafizt þess, að nið- ur séu brotin samtök útvegsmanna. Kr rneira en spaugilegt að heyra þá tala fjálglega um viðjar og einokun, svo hrifnir sem þeir eru af slíkri skipan mála i paradis sinni i Kússlandi. Vilja kommúnistar veita sérhverjum þeim, sem sér sér stundarhag i því að rjúfa samtök útvegsmanna, sem fyllst frelsi til þess. Skilja þeir þó vel, að það leiðn- beint í ánauð aukinna skulda útvegsins, en trjggir að sönnu þeim erlendu þjóð- um, sem fiskinn kaupa af okkur, og þar á meðal þjóðuniun austan járn- •jatdsins, lægra verð á íslenzkuni al'- urðum, og islenzkum kommunistum gróða aí þeim viðskiptum. Kommúnistar vilja þvi i ráuninni svifta útveginn frelsi undir yfirskyni aukins frelsis, en miða að öðru leyti við það eitt að reyna að krækja sér 1 gróða úr rústum útvegsins. —★— Þeir af leiðtogum Alþýðuflokksxns sem útgerð reka, halda dauðahaldi x sölusamtök útvegsmanna. Hinir báru a siðasta þingi fram frumvarp um að sviíta útvegsmemi því frelsi, sem sölu- samtök þeirra eru reist á, en hneppa þa í þess stað í viðjar allsherjar emræöis poÍLtiSks bitlingalýðs. Eg legg nú þá spurningu fyrxr alþjóð manna, hvort mér, sem þessa fortíð á i fisksölumálunum og tel mig bera skyn á þau til jafhs við flesta aðra, sé ætl- andi að stuðla að upplausn þeirra sam- taka, sem ég sjálfur átti veigamikinn þátt í að koma á fót, og sem til mikillar íarsældar hafa reynzt, upplausn sem mér er ætlað að framkvæma gegn mót- mælum þeirra, sem mest ciga i húfi, útvt'gsmannanna sjálfra? Og alveg sérstaklega vil ég spyi'ja þa forystumenn Framsóknarflokksins, sem síðar fá fregnir af þessum mál- flutningi mínum, hvort þeir myndu treysta sér til að svifta félagssamtök bænda vernd, sein þeim með löggjöf er veitt, enda þótt einhver aðili fyndist meðal bændanna, sem réði yfir frá þremur upp i sextán prósent eftir ár- ferði, af ársframleiðslu einhverrar a- kveðinnar framleiðsluvöru landbúnaó- arins, teidi sér hag 1 þvi og óskaði þess þess vegna — ef allir aðrir bændur teldu það leiða til upplausnar, glund- roða og óbætanlegs tjóns? Framsóknarmenn eiga að þvi leyti samleið með okkur Sjálfstæðismönn- um að þeir vilja taka fullt tillit til hagsmuna bænda. En þótt ekkert skuli staðhæft um hvort hið saina megi segja um Framsokh að þvi er útveginn áhrærir, þá þarf a. m. k. enginn að óttast að við Sjálfstæðismenn geruinst meinsmenn sjávarútvegsins. Við mun- uin aldrei gerast verkfæri i höndum þeirra, sem vegna skammsýni eða eig- inhagsmuna leggja til atlögu gegn liís- afkomu framleiðenda i landinu, þvi á sæmilegri afkomu þeirra velta skilyrði okkar hinna, sem önnur störf stunda, til að hafa í okkur og á. Um saltfisksöluna vil eg að lokum segja það, að mín spá er sú, að verði núverandi skipan brotin niður mun af því leiða glundroða og mikið fjárhags- legt tjón, en sú dýra reynsla mun komjx vitinu fyrir menn og neyða þk til að taka þessa skipan upp að nýju. -★- Margt það sem ég hef sagt Um salt- fisksöluna gildir einnig um sölu á hrað- frystum fiski, þó með þexm afvikum, að kaupéndur eru þar flein og víðar frjáls ínnflutmngur a honum. Með þe^a sölu fara nú aðaUega tveir að- xlar, Sólumiðstóð hraðfrystihusanna og Sambandið. Hef ég reynt að efla sam- starf þeirra á milli og vernda sölurétt- indi þeirra eftir getu. Eru þó mörg dæmi þess, að samkeppni þeirra hefur leitt til tjóns fyrir íslenzka hagsmuni. Hygg ég því fremur að þróunin gangi í þá átt, að þeir taki höndum saman cn hina, að útflytjendum fjölgi. —★— Ég lýk þessum hugleiðingum min- um um útflutningsverzlunina með því að minna á það aðalatriði, að sam- keppnin og frelsið hefur sína kösti, en cinnig sina ágalla. Kostirnir njóta sín óviða vcr en í sölu margra íslenzkra sjávarafurða, meðal annars vegna þess að innflutningur til neyzlulandanna er viðast þar sem mestu máli skiptir á einni hendi. Af sömu ástæðum aukast og margfaldast ágallar frelsis og sam- keppni við sölu þessarar vöru. Eg viðurkenni að ég aðhyllist at- hafnafrelsi i sem allra ríkasta mæli og a sem flestum sviðum. En engin regla er án undantekningar. Og svo sem högum okkar íslendinga er háttað, og þegar athugaðir eru þeir örðugleikar, sem við eigum við að stríða um afurða- sölu sjávarútvegsins, þá hygg ég, að íslenzkum hagsmunum sé bezt borgið með því, að fullt frelsi riki i innflutn- ingsverzluninni, svo að samkeppnin vcrði islenzkum kaupsýslumönnum spori til að leggja fram kraftá sína, þrek og þekkingu til þess að tryggja þjóðinní sem ódýrastar neyzluvörur. En ég tel alveg jafn tvímælalaust, að að sama skapi sé farsaélast, að sala ýmsra íslenzkra útflutningsafurða sé á sem íæstum höndum, ekki sízt meðan emká- sala eða einn aðxli fer með þessa verzl- un í neyzlulöndunum, Þessari stefnu mun eg verða trúr meðan fiskframleiðendur lejta hennx skióls hjá mér. En að sjálfsögðu muu ég telja mér skyít að fylgja þeirra ósk- um, ef þeir vilja breyta um stefnu Ég jata bæði að mér getur missýnzt um, livað þeim sé liagkværnast, sem hítt, að eg er andvígur því að rikisvaldið taki ráðin af íramieiðendum j þessusx efnum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.