Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1953, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1953, Blaðsíða 14
252 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Framfarirnar byggðar á grundvelli Sjálfstæðisstefnunnar kvæmt beiðni þings og stjórnar, og að vilja yfiignæfandi meirihluta ísl. þjóð- arinnar, til þess að verja frelsi okkar og fullveldi og fórna fyrir það blóði sinu og llfi ef með þarf. En í stað þeirra myndi hér taka bólfestu hervald, sem að engu hefði sjálfstæði og frelsi ís- ienzku þjóðarinnar. Um þetta vitnar saga raunalega margra annarra þjóða, sem þetta hervald hefur kúgað undir jámhæl sinn og útilokað með járn- tjaidi frá umgengni við frelsijunnandi vestrænar þjóðir. —★— Allt þetta ætti að vera vitibornum íslendingum vel ljóst. Og það er furðu ósvífið að einmitt kommúnistar, menn- imir, sem vitandi vits, og ef til vill lika samkvæmt sinni eigin beztu sam- vizku, eru að vinna að því, að koma íslandi í hendur erlends valds, skuli dirfast að bera þá menn landráðasök- um, sem með skynsamlegum úrræðum eru að reyna að forða íslandi úr heljar greipunum og hefur tekizt að búa svo um alla hnúta, að öryggi landsins er óliku betur tryggt en áður, án þess að íslendingar hafi til þess þurft að eyða fjármunum sínum eða farga neinu af sjálfsvirðingu sinni, hvað þá sjálfstæði. Við Sjálfstæðismenn verðum að einbeita okkur að því að rannsaka og fá úr því skorið, hvað það er sem þeirri lygilegu staðreynd veldur, að komm- únisminn skuli vera sterkari á íslandi en í nokkru öðru landi hins germanska eða engilsaxneska heims. Við þurfum meðal annars að gera okkur grein fyrir, hvort nokkuð það sé í fari okkar sjálfra og baráttu, sem sérstaklega gefi komm- únistum byr undir báða vængi. Um allt sem að þessu lýtur verðum við að ganga úr skugga. Síðan ber okkur skylda til að gera allar þær ráðstafanir, sem við eiga í lýðfrjálsu landi, til þess að brjóta kommúnisinann á bak aftur. EFTIRMÁLI Allt það sem ég nú hef sagt snertir a. m. k. fremur íortið en framtíð, enda hefur það að venju verið höfuðatriði setningarræðu mrhnar, að rekja rás viðburðanna milli LKindsiunda, skýra og rökstyðja geiðir Sjálístæðtsilokks- ins og hrekja gagnrýni andstæðing- anna. En þó rétt sé og eðlilegt að rannsaka og ræða fortíðina, og þá fyrst og fremst vegna þess að öllum er hollt að tengja eðlilega saman fortíð sína og framtíð, þá er það þó óhagganleg staðreynd, að það er framtíðin sem máli skiptir en ekki fortíðin. Þessi skoðun hefur þá einnig markað stjórnmálaumræður og störf okkar Sjálfstæðismanna í ríkum mælL Væri þó ekki nema eðlilegt að Sjálfstæðisflokkurinn hefði meiri freist ingu en nokkur annar íslenzkur stjórn- málaflokkur, fyrr og síðar, til umræðna um fortíðina, einfaldlega vegna þess, að flestir þeirra sem í fararbroddi hafa verið í hinu nýja landnámi íslendinga — flestir sem stórstígastir hafa verið og dýpstu sporin markað á öld hinna miklu framfara á íslandi, hafa byggt á grundvelli Sjálfstæðisstefnunnar, og nær alllr fylgt flokki okkar að máli eftir að stefnan eignaðist fánabera með stofnun Sjálfstæðisflokksins árið 1929. Þannig var það Sjálfstæðisstefnan, sem breytti árabát í vélknúinn knörr, flutti verzlun og siglingar inn í landið, skóp íslenzkan iðnað, kom á fót við- unandi flugsamgöngum og átti hugsjón þeirrar stórræktar, sem nú er að lyfta íslenzkum landbúnaði úr örtröð rán- yrkjunnar upp í sibreiður hinnar miklu nýræktar. Það var einnig Sjálfstæðis- stefnan, sem frumkvæðið átti að hag- nýtingu jarðhita og vatnsorku í þágu landsmanna og loks vorum það við Sjálfstæðismenn, sem höfðum alla for- ystu um hina miklu nýsköpun, sem hófst að styrjaldarlokum og enn stend- ur yfir. Sjálfstæðisstefnan hefur þvi breytt Reykjavík úr smáþorpi í nýtízku borg, og skapað skilyrði fyrir því, að í þessu stóra og strjálbýla landi geti fámenn þjóð lifað sjálfstajðu menning- arlífi. Sjálfstæðismenn voru það Jíka, sem förinni stýrðu og hraðanum réðu við endurreisn hins íslenzka lýðveldis. Ég ofmæli ekki þótt ég staðhæfi, að ef við hefðum nokkru sínni hikað, hefði end- urreisn lýðveldisins verið frestað þar til ófriðnum mikla var lokið. Um hver þróun þeirra mála þá hefði oiðið er bezt að fullyrða varlega. Um það veit enginn. Síóan- hofum við haft alla- fory^tu- i utanrikis- og ' arnarmáluro þjóðarmn- ar, enda þótt hiklaust skuli viðurkennt, að lýðræðisflokkarnir hafa oft staðið saman, og því fastar sem betur hefUr komið í ljós hvert einræðisöflin stefna. Höfum við ísiendingar haldið þannig á þessum málum, að sómi er að, og með því öðlazt virðingu og vináttu hinna frjálsu vestrænu þjóða. Sjálfstæðisflokkurinn getur þvi sann- arlega litið hreykinn um öxl, enda ger- ir hann það. En samt sem áður stefnir hugur okk- ar og andans sýn jafnan fram á veginn í leit að nýjum gæðum, þjóðinni og þá einkum komandi kynslóðum, til hagsbóta. Og hvað er það þá sem þar mætir auganu? Ég horfi fram á margan vandann, sem við verður að fást. En hver er sá, að hann eigi ekki við örðugleika að etja? Og ekki vex sá vandi mér í aug- um. Við Sjálfstæðismenn höfum gert okkur ljósa grein fyrir þeim vítum, sem varast ber og oft aðvarað þjóðina. Það er skylda okkar. Að öðru leyti munum við taka því sem að höndum ber, ráða eftir föngum fram úr örðug- leikunum þegar þeir steðja að, en ekki leggjast í lokrekkju, breiða feld yfir höfuð og biða þar í aðgerðarleysi ímyndaðra þrenginga. Viðfangsefnin, sem leysa þarf, eru mörg, ótal mörg. Á næsta kjörtímabili munum við mest berjast fyrir því, sem nú kallar hæstum rómi. Við munum reyna að bæta úr brýnustu þörfum fyrir aukið húsnæði, styðja aukna jarðrækt, fisk- veiðar, iðnað og siglingar. Reyna að auka frjálsan innflutning til landsins og yfirleitt leitast við að létta undir i baráttu þjóðarinnar fyrir daglegu brauði. Við munum halda áfram bar- áttunni fyrir bærilegri skattalöggjöf og jafnt sækja á um að iétt verði skatt- oki þeirra, sem minnst hafa gjaldþolið og jafnframt, að sköpuð verði skilyrði fyrir heilbrigðum atvinnurekstri án skattsvika. Mjög margt annað sem varðar Hð- andi stund munuin við leggja gjörva hönd á.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.