Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1953, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 30.04.1953, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 253 Framfaramálin kalla okkur til átaka. Kosningabaráttan hafin En það sem nú hefur nefnt verið er aðeins önnur hliðin á baráttu okkar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur fram að þessu stýrt förinni í framfarabaráttu þjóðarinnar og það ætlar hann sér að gera um alla framtíð. Honum ber því að standa á háum sjónarhól og hvessa sjónirnar fram á veginn. Og hvað mætir þá auganu? Um næstu aldamót verða Íslendingar að líkindum orðnir 300 tiJ 400 þúsund manna þjóð. Þessu fólki þurfum við að sjá far- borða og baráttunni í dag verður að haga með það fyrir augUm, að Jiinum vaxandi fólksfjölda séu sköpuð hý skil- yrði til að lifa frjálsu menningarlífi í landinu við sem æskilegust kjör í and- Jegum og veraldlegum efnum. Burátta okkar Sjálfstæðismanna er þvi svipuð Jífsbaráttu frumbýlingsins, sem stritar fyrir daglegu lífsviðurværi, en hefur þó jafnan það höfuðsjónarmið, uð búa i haginn fyrir sig og sina, svo að nóg verði viðfangsefnin og aðkomu- skilyrðin fyrir þá, sem í hópinn bætast. í þessu skyni munum við halda áfram þeim rannsóknum, sem þegar eru hafn- ur á skilyrðum til hagnýtingar á auð- lindum landsins og hraða framkvæmd- um eftir föngum. Við munum hefja nýja Jeit að nýjum úrræðum og nýrri hagnýtingu jarðhita, vatnsafls og' ann- arra náttúruauðæfa, sem við í fátækt, úrræðaleysi og fávizku, höfum van- rækt að færa okkur i nyt. Við munum einnig byggja á þvi sem' fyrir er og horfa lengra en til næsta leitis um eflingu eldri atvinnuvega landsins. Við munum i miklu ríkBri mæli en fram að þessu tileinka okkur þau vísindi, sem nauðsynleg eru til gernýtingar á ómetanlegum auðæfum islenzku moldarinnar. — Við munum hætta að reka sjávarútveginn sem rán- yrkju jafnt að því er varðar veiðarnar sem verkun aflans. Með nýjtt rann- sóknarskipi, sem fýlgir göngunum, og með hinni myndarlegu miðstöð, sem ætluð er til vísindalegrar rannsóknar á hagnýtingu aflans, munu áður en Jangt um iíður skapast skilyrði, sem menn renna ekki grun í í dag. Flest cr þctta a frumstigi hjá okkur. Eg nefni sildina sem dæmi. Á átta árum fóru íslendingar á mis við tvö þúsurrd aulljónjr króna, vegna aíiabrests á síldveiðum og er þá miðað við að síld- in hefði verið sett í bræðslu, þ. e. a. s. hina óarðbærustu hagnýtingu hennar. En íslenzka síldin er bezta síld ver- aldarinnar. Og þegar við höfum leyst þann vanda að ná henni í miðjum sjó, — og að því líður óðfluga — höfum við með þvi höndlað auðæfi, sem með réttri hagnýtingu gætu nægt öllum ís- lendingum til lífsviðurværis. Við Sjálf- stæðismenn munum gefa þessu ináli mikinn gaum og vinna að farsælli og skjótri lausn þess. Ekki þó til þess að ísJendingar vanrækj annan atvinnu- rekstur vegna oftrúar á síldina, heldur til að treysta og efla alvinnulif þjóðar- innar. Á sviði sjávarútvegsins biða ótál önnur stór og mikil verkefni ýmist varðandi veiðar eða meðferð aflans. Getur þó vel verið að það verði iðn- aðurinn sem glimir við og leysir allra stærstu viðfangsefnin. Ég gæti margt fleira nefnt, sem mér býr í huga. Eru þetta ærin verkefni, en hín samt miklu fleiri, sem enginn okkar kemur auga á í dag. Þeim sem finnst þetta loftkastalar einir og hillingar, er hollt að minnast þess að sá sem á 17. öJdinni hefði spáð þeim framförum, sem í framkvæmd voru komnar um síðustu aldamót hér á landi, hefði verið brenndur. Og sá sem um siðustu aldamót hefði sagt fyrir um það, sem nú er orðið hér á landi, hefði verið talinn draumóramaður. Og þó eigum við í vændum það sem mest cr, því næsta hálfa öld mun verða timabil meiri gerbreytinga og fram- fara en nokkurt anriað tímabil i þeirri sögu mannkynsins, sem við kunnum skil á. Nefni ég þar til aðeins atom- orkuna. Við íslendingar ættum því i raun- inni engu að þurfa að kvíða, En eins og það gagnar ekki martn- inum að eignast öll riki veraldarinnar ef hann giatar sál sinrti, þanriig er og um íslendinga, að þeim nægir hvorki land né sjór, ef þeim skilst ekki að ofar öllu öðru er frelsið; skoðana- frelsið, málfrelsið, ritfrelsið, fundar- frelsið og athafnafrelsið — frelsi ein- staklings og þjóðar, þ. e. 'a. s. að sjálf- stæðisstefnan ráði ríkjum á íslandi og að framrás einræðis og ofbeldis verði stöðvuð á vettvangi alþjoðamálanna. Við íslendingar verðum að viður- kenna, að við erum þess alls ómegnug- ir að verja sjálfir land okkar gegn ófriðar og einræðisöflunum. Við lát- um okkur þó skiljast að okkur ber eftir lítilli getu, að vinna gegn þeim. í bili gerum við það með þyí að ganga til þess samstarfs sem hinar frjálsu menningarþjóðir hafa boðið okkur tili Við íslendingar höfum sýnt, að við erum fyllilega hlutgengir í því sam- starfi og höfum þvi enga minnimáttar- kennd. Fer vel á því. Samstarf okkar við aðrar þjóðir reisum við hvorki á auðmýkt og skriðdýrshætti nc remb- ingi og hroka, heldur á hollum þjóðar- metnaði, trú og trausti á menningu okkar og manngildi og virðingu fyrir ágæti annarra þjóða. Við treystum því að samstarf hinna frelsisunnandi þjóða bægi böli alls- herjarstyrjaldar frá dyrum mannkyns- ins og varðveiti þjóðfrelsi okkar íslend- inga. En við viðurkennum að um þetta fáum við litlu ráðið. Á vettvangi is- lenzkra stjórnmála fara sigurhorfurnar hinsvegar eftir okkar eigin atgerfi, — Sjálfsíæðisstefnan er eina stefna is- lenzkra stjórnmála, sem er i samræmi við islenzka skapgerð og þjóðarþörf. Svo góður málstaður ber sigurinn í skauti sér, sé fána hans trúlega á lofti haldið. Fyrir þvi munum við Sjálf- stæðismenn halda áfram og herða bar- áttuna íyrir hugsjónum okkar og stefnu. Við göngum þess ekki duldir að jafnan verður margan vandann við að etja. En virðing okkar fyrir mætti andans, nianndómi og krafti er trygg- ing þess, að við munum aldrei láta bug- ast af örðugleikunum. Við munum sigr- ast- á þeim og horfa vonglaðir fram tíl góðrar og batnandi afkomu þjóðar- innar. Kosningabaráttan er nú hafin, And- stæðingar okkar virðast byggja sigur- vonir sínar á þvf að reyna að telja þjóðinni trú um að leiðtogar Sjálfstæd- ismanna séu ýmist þjófar og misindis- menn eða illmenni og föðurlandssvik- arar. Við skulum láta þá eina um citur- vopnin. Sjálfir skulum við berjast yasklega, en drengilegs, og sigra.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.