Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1953, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1953, Side 2
488 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS prentsmiðjuna sem fullkomnasta. En svo var kallað, að það sem fyrst var prentað þar, væri prentað á kostnað Björns Gottskálkssonar. Magnús Stephensen gerðist þá ráðsmaður félagsins og umsjónar- maður prentsmiðjunnar. Yfirprent- ari var „sá velæfði gáfu- og listamaður“ Guðmundur Jónsson Schagfjord, sem hafði verið yfir- prentari í Hrappsey, en fyrir bók- bandinu stóð Jón Gottskálksson bróðir Björns. • f Prentsiniðjan á llólum U.m nokkurt skeið hafði prent- smiðjan á Hólum ekki verið nema svipur hjá sjón og stundum hafði þar ekkert verið prentað. En Sig- urður biskup Stefánsson leitaðist við að reisa prentsmiðjuna við á seinustu árum sínum. Árið 1797 lét hann til dæmis prenta Ljóðmæli Hallgríms Péturssonar, er meistari Halfdan Einarsson hafði verið að búa undir prentun áður en hann lézt, en ekki tekizt að ganga full- komlega frá. Þá var sá prentari á Hólum er Markús Þorláksson hét, gamall maður og bóndi að Skriðu- landi í Kolbeinsdal. Seinast lét Sigurður biskup byrja á prentun Vídalíns-postillu árið 1798, en andaðist um vorið skömmu eftir að verkið var hafið. Var prentuninni þó haldið áfram og lokið 1799. Þessa útgáfu prent- aði Jón Jónsson, ættaður vestan úr Saurbæ. Hafði hann lengi verið með Sigurði biskupi, en fluttist síðan vestur á Snæfellsnes og fórst með báti frá Gufuskálum 1814. Þegar Sigurður biskup var fallinn frá, kom til álita yfirvaldanna hvað gera ætti við prentsmiðjuna á Hólum. Létu þeir amtmaður og stiftprófastur þá fara fram skoðun á prentsmiðjunni og að henni lok- inni lýstu þeir yi'ir því, að prent- smiðjan væri í svo mikilli niður- niðslu að hún mættj kallast óstarf- hæf. Húsakynni hennar væri orðin alveg óviðunandi, og sama mætti segja um letur allt og önnur áhöld prentsmiðjunnar. Auk þess hefði hún engum lærðum né duglegum prentara á að skipa. Það væri því ekki hægt að ætlast til þess að hinn nýi biskup (þetta gerðist áður en stjórpin ákvað að leggja niður skóla og biskupsstól á Hólum) gæti risið undir því að-koma prentsmiðj- unni í sæmilegt lag, enda væri það utan við hans verkahring sem em- bættismanns að stjórna slíkri stofn- un. Lögðu þeir því til, að prent- smiðjan yrði lögð niður og sam- einuð prentsmiðjunni í Leirár- görðum. Konungur fellst á þetta og með bréfi 14. júní 1799 skipaði hann svo fyrir að prentsmiðjan skyldi lögð niður og sameinuð prentsmiðjunni á Suðurlandi, hús hennar og aðrar eignir, sem ekki yrði fluttar suður, skyldi seljast og andvirðið renna til hinnar sameinuðu prentsmiðju. Jafnframt er þar ákveðið að !4 af arði hinnar sameinuðu prentsmiðju skuli árlega varið til að útbreiða sanna fræðslu í Hólastifti. — Var þetta nokkuð óákveðið, og galzt ekki þessi arður um langt skeið, eins og enn mun sagt verða. SAGA HÓLAPRENTSMIÐJU Þannig fór þá um hina fornfrægu Hólaprentsmiðju, sem var að stofni fyrsta prentsmiðjan, sem til Islands kom. Jón prestur Matthíasson hinn sænski hafði ílutt hana hingað að tilhlutan Jóns biskups Arasonar. Nokkur ágreiningur er meðal fræðimanna um það hvenær prent- smiðjan hafi komið hingað og um prentsögu íslands framan aí. Þor- kell Jóhannesson prófessor hefur leitt rök að því, að prentsmiðjan hafi komið hingað 1525—26. Heíur hún þá fyrst verið á Hólum, en flutt að Breiðabólstað í Vestur- hópi þegar Jón sænski gerðist þar prestur 1535. Hann andaðist 1567 og hefur prentsmiðjan þá aftur verið flutt að Hólum og verið þar til 1589 undir stjórn Jóns prentara sonar séra Jóns sænska. Þá segja menn að hún hafi verið flutt að Núpufelli í Eyafirði, en þá jörð hafði Jón prentari fengið hjá kon- ungi til frjálsrar ábúðar 1578. í Núpufelli er prentsmiðjan fá ár og er flutt til Hóla aftur einhverntíma á tímabilinu 1591—94 að tilhlutan Guðbrands biskups ÞorlákssonA: og verður síðan eign hans. Guðbrandur biskup andaðist 1627, en með erfðaskrá er hann hafði gert 14. des. 1612, gaf hann dómkirkjunni á Hólum prentsmiðj- una og var svo tilskilið að hún skyldi vera eign dómkirkjunnar um aldur og ævi. Þegar Gísli biskup Þorláksson andaðist 1684 sótti Þórður biskup bróðir hans í Skálholti um leyfi ti! • þess að flytja prentsmiðjuna að Skálholtsstað, sem erfingi bróður síns, en lét þess ekki getið að Guð- brandur biskup hefði arfleitt dóm- kirkjuna á Hólum að henni. Svar konungs varð og á þá leið, að hann mætti kaupa prentsmiðjuna af samöríum sinum. — Brá Þórður biskup þá við og lét flytja prent- smiðjuna suður á 10 hestum sum- arið 1685 og setja hana niður í Skálholti. Arfleiddi hann svo börn sín að henni. Þegar Þórður biskup var dáinn og Jón biskup Vídalín kominn að Skálholli, gátu þau Guðríður bisk- upsekkja og hann ekki komið sér saman um prentsmiðjuna og varð niðurstaðan sú, að Guðríður og Brynjólfur sonur hennar íluttu prentsmiðjuna með sér að Hlíðar- v enda í Fljótshlíð. Norðlendingar undu því illa að missa prentsmiðjuna og fannst hún haia verið tekin af sér með rang- indum. Því var það arið 1703 að Björn Þorleifsson biskup á Hólum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.