Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1953, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1953, Page 4
490 uppákostnaður með bókaprentun leyfði, og prentverkið þess vegna að ganga fyrir þessarar íslands uppfræðingar Stiítunar reikning, og arður sá, er það gæfi af sér, brúkast til að útbreiða nytsamlega þekkingu á landinu og hverskyns upplýsingu“. Með konungsbréfi 27. júní 1800 er lýst yfir því að konungur gerist verndari þessarar nýu stofnunar, en hún var eftir sem áður undir handleiðslu Magnúsar Stephen- sens. Prentsmiðjan í Leirárgörðum gekk vel og félagið eignaðist hana eins og til stóð. En árið 1807 hófst stríðið milli Dana og Englendinga og tepptust þá siglingar að miklu leyti og aðdrættir allir gerðust mjög erfiðir. Kom þetta hart niður á prentsmiðjunni, því að hún gat hvorki fengið pappír né annað er hún þurfti á að halda. Fóru þá og ill ár í hönd og mátti svo kalla að prentsmiðjan legðist alveg niður 1812. * Á Beitistöðum og í Viðey Árið 1815 var prentsmiðjan flutt frá Leirárgörðum að Beitistöðum í sömu sveit. Magnús Stephensen var þá fluttur frá Innra-Hólmi til Viðeyar, en Guðmundur Schag- fjord farinn að búa á Beitistöðum. Árið 1816 var svo byrjað að prenta að nýu og var prentsmiðjan um þriggja ára skeið á Beitistöðum. En árið 1819 lét Magnús flytja hana til Viðeyar. Var Guðmundur Schagfjord þá enn yfirprentari og annaðist alla bókasölu. Prentsmiðjuhúsið í Viðey stóð að húsabaki,- Það var torfbygging og loft í henni. Hafa pressurnar verið þar niðri, en leturkassar uppi á lofti. Þetta hús stóð nokkuð lengi eftir að prentsmiðjan var flutt þaðan og. var þá notað til þess að -hreinsa.þar dún. Magnús var enn framkvæmda- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS stjóri félagsins og prentsmiðjunnar og sögðu sumir að hann færi með hvort tveggja sem sína eign. Gekk þó allt vel fram til ársins 1826. Þá komu í dönskum blöðum svæsnar árásir á hann fyrir stjórn hans á félaginu og prentsmiðjunni, og var það Vigfús Erichsen (sonur Jóns Eiríkssonar) sem stóð fyrir því. Krafðist hann þess að prentsmiðj- an væri tekin af Magnúsi, því að hún væri opinber eign síðan félag- inu hefði verið breytt í sjálfseign- arfélag 1798. Svarf þá svo mjög að Magnúsi að hann afréð að losa sig við prentsmiðjuna. 1827 prentaði hann seinast æviminningu sonar- konu sinnar, Sigríðar Stefánsdótt- ur amtmanns Stephensen, og síðan sagði hann af sér umráðum prent- smiðjunnar. Um leið fór Guðmund- ur Schagfjord burt úr Viðey og hætti prentarastörfum. Varð nú enginn til þess að taka við prent- smiðjunni og sá stjórnin að þá var í óefni komið. Sneri hún sér því til Magnúsar og bað hann að halda áfram stjórn prentsmiðjunnar, og varð það úr, að hann tók prent- smiðjuna á leigu. Fekk hann þá Helga Helgason, sem lært hafði prentiðn hjá Schagfjord, til þess að vera yfirprentara og stundaði Helgi þá iðn lengi síðan. Magnús hafði yfirráð prentsmiðj- unnar til dauðadags, en seinustu árin, sem hann lifði, var naumast um nokkra bókaútgáfu að ræða í Viðey. Hann andaðist árið 1833 og tóku þá erfingjar hans við prent- smiðjunni með sömu kjörum og áður höfðu verið. En árið eftir tók sonur hans, Ólafur sekreteri Step- hensen, prentsmiðjuna á leigu til 10 ára (frá 6. júní 1834 til 6. júni 1844) gegn því að greiða 160 rdl. á ári og helminginn af viðhalds- kostnaði. Jafnframt fekk hann því þá framgengt að keypt voru til prentsmiðjunnar tvö ný letur frá Altona og komu þau hingað þá um haustið. Ennfremur lét hann gera við prentvélina, svo að prent- smiðjan þótti nú hin sæmilegasta. Helgi Helgason var enn yfirprent- ari, en auk hans unnu 3 menn aðrir í prentsmiðjunni að staðaldri og fóru vinnubrögðin „vel fram“. Þegar nú leið að þeim tíma að leigusamningurinn væri útrunn- inn, óskaði Ólafur Stephensen eftir því að fá hann framlengdan um lífstíð sína, en til vara óskaði hann þess að samningurinn yrði fram lengdur óbreyttur um 5 ár. Þá var svo komið að ákveðið hafði verið að endurreisa Alþingi og jafnframt var kveðið svo á, að Alþingistíðindin skyldi prentast þegar í stað og prentuninni hraðað svo sem föng væri á, til þess að almenningi gæfist sem fyrst kostur á því að kynnast störfum þingsins. Var þá sýnt að vinna í prentsmiðj- unni mundi aukast mjög frá því, sem verið hafði, og að vinnuafköst hennar yrði einnig að aukast að mun, en til þess að svo mætti verða, þurfti að endurbæta prent- smiðjuna. Stjórnin vildi því ekki framlengja leigumála Ólafs Step- hensens óbreyttan. Þá tók Ólafur umsókn sína aftur og voru þá skift- ar skoðanir um, hvernig fara ætti um prentsmiðjuna. Þó varð það úr að hún var boðin upp til leigu um fimm ár með svipuðum skilyrð- um og áður hafði verið. Uppboðið fór fram á hlaupársdaginn 1844 og gerðu aðeins tveir menn tilboð í leiguna. Annar var Ólafur Step- hensen. Hann bauð 8 rdl. á ári. — Hinn var Siemsen kaupmaður. Hann bauð 6 rdl. á ári, en bauðst jafnframt til þess að flytja prent- smiðjuna til Reykjavíkur á sinn kostnað. Utan uppboðs bauð Ólafur Stephensen að taka prentsmiðjuna á leigu um tveggja ára skeið fyrir 70 rdl. leigu á ári, gegn því að hann þyrfti ekki að taka neinn þátt í endurbótum prentsmiðjunnar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.