Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1953, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1953, Side 8
494 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Margrét Jóhannesdóttir: Sumarfrí ÝMSIR brjóta heilann um hvernig þeir eigi að verja sínu dýrmæta sumarfríi og þannig var með þá, sem þessar línur ritar. Fyrst datt mér í hug að fara vestur á Horn- strandir með tveimur kunningj- um, næst langaði mig í „síldina á Siglufirði“ — því eins og postul- inn Páll sagði á maður að reyna og prófa alla hluti — en að lokum sló því niður í hugann, að ég skyldi kynna mér utanlandsferðir hjá fé til að endurbæta prentsmiðjuna svo, bæði að áhöldum og letri, að það sem í henni yrði prentað, gæu nokkurn veginn samsvarað kröfum þeim, sem sanngjarnlega má gera til slíkrar prentsmiðju á vorum dögum, og það er ætlandi að ís- lendingar taki eftir því, að útlit og frágangur á bókum, sem hér eru prentaðar, fer heldur batnandi en hitt, að svo miklu leyti sem prentsmiðjan á hlut að máli. En sé svo að prentsmiðjan hafi við- leitni á að vanda störf sín og taki framförum, þá er vonandi að lands- menn leggist allir á eitt til þess að þjóðstiftun þessi megi vinna land- inu sem mest til gagns og sóma“. Síðan er skýrt frá því hvað prentun kosti þar: Fyrir örk í 12 blaða broti 7—9 rdl., fyrir örk í 3 blaða broti 7—8 rdl., og fyrir örk í stóru 8 blaða broti 11—14 rdl. — Ekki er þess getið við hve mörg prentuð eintök þetta verð er mið- að, en sennilega 500, því að á eftir segir að sé prentað 2, 3 eða 4 hundruð þá sé prentunarkostnaður minni, en aftur meiri sé mjög mik- ið prentað. Frh. í London Ferðaskrifstofu ríkisins. Og sjá: Þar stóð til boða 18 daga ferð til Londonar og Parísar, að vísu fyrir drjúgan skilding, en hvað kostar ekki peninga nú á dögum — og þar með var afráðið að ég færi nú einu sinni í reglulegt lúxusflakk út um heim. Ileilsað með sckkpípu Hekla sigldi frá Reykjavíkur- höfn í glaða sólskini að kvöldi hins 1. ágúst s.L með okkur 22 sem ætluð um til London og Parísar og marga aðra og kastaði ekki akkerum fyr en í Glasgow að morgni hins 4. ágúst. Sekkjapípuspilari í Skota- búningi tók á móti okkur, spilaði sama lagið a. m. k. í hálfa klukku- stund; það var gaman að sjá hann og heyra. Og gamanið hélt áfram — okkar ágæti fararstjóri, Ingólf- ur Guðbrandsson, sá fyrir því. Veður var líka hið ákjósanlegasta yfirleitt á öllu ferðalaginu, nema hvað rigndi ofurlítið meðan við sigldum inn Clydefjörðinn og síð- asta daginn sem við vorum í Glas- gow. Við fáum nú ágæt tveggja manna herbergi á Royalhóteli í Glasgow og gott að borða, en eyð- um síðan deginum við að skoða í búðarglugga og versla eftir efn- um og ástæðum. Um kvöldið sjá- um við kabarettsýningu. I brúðhjóna-smiðjunni Kl. 9 að morgni hins 5. ágúst leggjum við af stað í langferðabíl áleiðis til London, en þangað er um 400 mílna leið. Það er langt- um skemmtilegra að ferðast meó bíl heldur en með járnbraut, því og París þá getum við skoðað og dáðst að landslaginu, en víða er fallegt á Bretlandseyjum og vel ræktað. Eftir nokkurra klst. akstur, fáum við ágætan miðdegisverð í Gretna Green, Gretna Hall. Sá staður er á landamærum Skotlands og Eng- lands og hafði það sér til ágætis áður fyr, að hjónaefni gátu látið gefa sig þar saman án mikillar fyrirhafnar. Fór sú gifting fram í smiðju. Smiðjan stendur enn og steðjinn og hamarinn er á sínum stað. Brúðarslæðgn og hattur brúð- gumans er enn við líði og meira að segja vagninn, sem brúðhjónin óku í. Tvennt af okkar samferða- fólki notaði því tækifærið og lét pússa sig saman í smiðjunni, en sambúðin varð skammvinn því brúðguminn stakk af þegar við komum til Lundúna. Segir nú ekki af ferðum okkar fyrr en við komum til (gömlu) York, en þar var það sem Egill Skallagrímsson orti kvæðið „Höf- uðlausn" forðum. Gistum við þar í veitingahúsinu Dean Court, og af því við þurfum ekki að leggja af stað fyr en kl. 11 morguninn eft- ir, notum við tímann til að skoða dómkirkjuna, sem er merk og mikil bygging frá árunum 1200— 1472, og göngum síðan að gamni okkar eftir borgarmúrunum sem Rómverjar byggðu fyrir Krists burð. Öldungur villist Svo leggjum við af stað aftur í langferðabílnum og það er glatt á hjalla, ferðaiólkið er á ýmsum aldri eða frá 16 til 80 ára. Sá átt- ræði er bóndi norðan úr Eyja-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.