Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1953, Síða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1953, Síða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Westminster Abbey firði, sem raunar ætlaði aðeins í Skotlandsferð„en fer fyrir mistök til London og Parísar. Við félagar hans megum hrósa happi yfir þeim mistökum, því hann kann frá mörgu að segja og gefur ekki unglingunum eftir hvað kátínu snertir. í þessu sambandi dettur mér það í hug, að misjöfn eru' nú kjörin mannanna þótt skyldmenni séu, þessi áttræði bóndi hefir aldrei á sjó komið fyr en á þessu ferðalagi, en bróðursonur hans, Vilhjálmur Stefánsson landkönn- uður er sennilega meðal víðförl- ustu manna veraldarinnar. En dagurinn líður og bezt er að halda áfram ferðasögunni. Við borðum hádegisverð á Danum- hóteli í Doncaster og síðar um dag- inn á „The Old Barn“ í Stamford, en það er gamaldags veitingastað- ur, ekki ósvipaður íslenzkri bað- stofu og eru veggir og bitar í loft- inu alsettir munum sem við ís- lendingarnir hefðum þegið að hafa heim með okkur sem minjagripi. Fjórir dagar í London Kl. 9 um kvöldið komum við svo til London eftir tveggja daga skemmtilega ferð frá Glasgow. Aðeins einn af ferðafélögunum (auk fararstjórans) hafa komið til London áður, svo við erum bæði hrifin og eftirvæntingarfull. Við fáum nú mat og rúm á ágæt- um veitingastað, Nationalhotel, sem er rétt hjá háskólanum og British Museum, og búum þar í bezta yfirlæti í næstu 4 daga. Þar getum við m. a. horft á sjónvarp ef við höfum stund aflögu, en það er nýung fyrir flest okkar. Dagarnir eru fljótir að líða og margt er að skoða í Lundúnaborg. Það er sólskin og hiti og á leið okkar um borgina fyrsta daginn komum við m. a. að konungshöll- inni (Elísabetu sjáum við samt ekki, hún hefir dregið niður gluggutjöldin), Downingstreet nr. 10, Kleopötrunálinni sem kölluð er, Þinghúsinu og Big Ben, förum inn í St. Paulskirkju og hlustum á yndisfagran söng í drengjakór og ennfremur komum við í vaxmynda safnið fræga og skoðum þar lif- Covent Gardeu 495 St. Pálskirkjan andi eftirmyndir merkra manna og ómerkra. Um kvöldið sjáum við þriðju víddar mynd, en það er nýj- asta tækni í kvikmyndagerð. Annan daginn í London höfum við frjálsan. Þeir sem eiga vini eða kunningja geta hitt þá, aðrir skoða í búðarglugga og kaupa hitt og þetta, enn aðrir fara í Hyde Park o. s. frv. Um kvöldið býður fararstjórinn okkur öllum á ball- ett í Royal Festival Hall og ég er yfir mig hrifin, en aldursforseti okkar kann ekki að meta slíkt hopp og hí. Það er misjafn smekkur mannanna. Þriðja daginn förum við í dýra- garðinn, skemmtum okkur við að horfa á chimpansana reykja sígar- ettur og skoðum þar flestallt, nema fiskasafnið, sem okkur gefst því miður ekki tími til að sjá. Eftir að hafa satt hið líkamlega hungur okkar, fær augað ánægju- stund í einu mesta málverkasafni heimsins, National Gallery of Art. Það er gaman að skoða og ég kaupi þar bók til minja með myndum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.