Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1953, Side 10

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1953, Side 10
496 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS af 100 beztu málverkunum. — Við ökum nú næst í Kewgarðinn, sem kallaður er, en þar er blómaskrúð og trjálundir, sem óskandi væri að við ættum. svipaða á íslandi. Eftir kvöldmáltíðina skálum við í kampavíni fvrir aldursforseta okk- ar og góðvini, Stefáni Stefánssvni, en hann á áttræðisafmæli í dag. Við færum honum einnig smágjöf til minningar um ferðafélagana. 10. ágúst er frjáls og fólkið d^etfist. Ég bvrja á því kl. 10 að fara í British Museum, sem er stærsta og merkasta safn a. m. k. í Bretaveldi, og skoða þar ýmsa forngripi og listaverk, hið elzta frá 4. öld. Seinni partur dagsins fer í verslunarerindi, því eitthvað verður að kaupa til minningar um stærstu borg heimsins — en ekki fólksflestu, New Yorlc hefir þar yfirhöndina. Flogið til Parísar Nú rennur 11. ágúst upp og þann dag kl. 10% fljúgum við áleiðis til Parísar. Undanfarna daga höfum við haft fregnir af verkföllum í París, og vorum orðin hrædd um að komast þangað ekki. Því meiri verður gleðin og eftirvæntingin þegar við nú eygjum Frakklands- strendur eftir að hafa flogið yfir Ermarsund. Við lendum í París að hálfri annari klukkustund liðinni. Hitinn er mikill, en borgin siálf og sá hluti Frakklands sem séður varð úr lofti, virðist mér hafa á sér þann blæ yndisþokka og feg- urðar, sem ég hvergi annarstaðar hefi augum litið. Við ökum frá flugvellinum á flugstöðina og bíðum þar drjúgan tíma meðan fararstjórinn er að athuga allar aðstæður. Það kemur á daginn, að pantanir um gistingu fyrir okkur höfðu ekki borizt í tæka tíð vegna verkfallsins, en það rætist þó úr þessu öllu saman og við setjumst bráðlega inn í þægi- legan bíl með svissneskum túlki við hlið fararstjórans okkar. Og svo ökum við eftir hinum yndis- legu götum Parísarborgar með trjá göng á báðar hliðar. Mér hefir verið sagt svo fyrir löngu síðan, að götur Parísar væru hinar breið- ustu í heimi, en næstbreiðastar væru þær í Kaupmannahöfn. Okk- ur er sýnt ýmislegt markvert á leið okkar um borgina. Við nem- um fyrst staðar við „Gröf Napó- leons“ sem kölluð er, en það var áður kirkja, og skoðum þessa miklu og skrautlegu byggingu þar sem kista Napóleons stendur og margt annað er til minningar um hann og veldi hans. Næst komum við inn í hina frægu og fögru kirkju, „Notre-Dame“, og hevrum undur- fagurt orgelspil þar inni. Dagur er liðinn að kvöldi, og hótel Jules-Cesar býður okkur velkomin. Við kunnum ekki mál Frakkanna, en þeir nota handa- pat og veltist um af hlátri og við líka — það skiljum við þó öll jafnvel. Annars erum við svo heppin að hitta dóttur eins ferða- félaga okkar, Sigríði Guðna- dóttur, sem er búsett í París og gift frönskum lækni, Guv De Bisschop að nafni. Þau hjónin voru með okkur að miklu leyti næstu daga og hjálpuðu okkur á ýmsan hátt. í Versölum og ERfelturni Annan daginn sem við dvöldum í París, en það var hinn 12. ágúst, ókum við snemma morguns út að Versölum (Versailles), þar sem stórfenglegasta höll Frakklands gnæfir á tilbúinni hæð, lítið eitt utan við borgina, inni í miðju Frakklandi. Þarna bafa frönsku konungarnir, Lúðvík XTH, Lúð- vík XIV, Lúðvík XV og Lúðvík XVI búiá* mann fram af manni frá árinu 1627. Höllin eins og hún er nú, var byggð á dögum Lúðvíks XIV. Framhlið hennar er 580 m. á lengd, prýdd höggmyndum og öðru skrauti. Herbergin skifta hundruðum og heill dagur myndi ekki nægja til að ganga um þau öll. Við förum um miðhluta hall- arinnar og skoðum m. a. speglasal- inn fræga, þar sem friðarsamn- ingarnir voru undirritaðir. Vegg-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.