Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1953, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1953, Side 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 499 Kr. Linnet: Undarlegir atburðir ÞEGAR ég var bæarfógeti í Vest- manneyum fór ég nokkur ár til Kaupmannahafnar í sumarleyfi mínu. Svo var sumarið 1933. Ég leigði herbergi úti í bæ eins og ég var vanur, en bjó ekki á gistihúsi. Það var bæði frjálslegra og ódýr- ara. Þegar ég í þetta sinn flutti í herbergið afhenti húsmóðirin mér, eins og vant var, einn lykil að útidyrahurð hússins og annan að ganghurðinni. Úr ganginum var gengið inn í herbergi mitt, sem var ólæst. Þegar ég var búinn að vera um vikutíma í Höfn, varð það úr af ástæðum, sem ekki þýðir að nefna, að ég hætti við að vera þar lengur. Daginn áður en skipið, sem ég ætlaði með, átti að fara, fór ég niður á „Kóngsins nýa torg“ til þess að kaupa farmiðann. Það vár yndislega fagur sumardagur, sól- skin og bjartviðri. Þegar ég kom aftur heim í húsið, þar sem ég bjó, var klukkan að verða sex — há- bjartur dagur. Þegar ég setti gang-- hurðarlykilinn í skráargatið og tók hann úr, eftir að hafa opnað hurð- ina, var hann orðinn laus við lykla- hringinn. Á hringnum voru auk dönsku lyklanna, margir lyklar heimanað frá mér. Maður leitar ósjálfrátt „eðlilegra" skýringa, og umhugsunarlaust bjóst ég við, að hringurinn hefði brotnað. Ég stakk honum því og ganghurðarlyklinum í vasa minn og gekk inn í herbergi mitt. Þegar ég var þangað kominn tók ég allt úr vasanum til þess að athuga þetta nánar. Þá sá ég, mér til stórmikillar undrunar, að lykla- hringurinn var heill og allir lyklar fastir á honum nema dönsku lykl arnir tveir. Útidyralykillinn var líka kominn af hringnum. Fáum klukkustundum áður höfðu báðir dönsku lyklarnir verið fastir á hringnum alveg eins og allir hinir lyklarnir að heiman. Lyklahringur þessi var af þeirri gerð, eins og ég og margir þá a. m. k. riotuðu, tvö- faldur, þannig að töluvert átak þurfti til þess að smeygja lyklun- um af honum. Þeir gátu alls ekki losnað af sjálfu sér. Ganghurðar- lykillinn varð laus í albjörtu, hinn líklegast í myrkri, í vasa mínum. En þessi saga á sér framhald, sem gerir hana eftirtektarverðari. •k 'k 'k Nokkru seinna, þetta sama sum- ar, var ég staddur á heimili mágs míns Þórðar Bjarnasonar (frá Reykhólum), þá á Lambastöðum hér. Atburður þessi var þá ríkur í huga mínum og sagði ég Þórði frá honum og sýndi honum hring- inn. En Þórður hló að mér og sagði, að mig hefði dreymt þetta. Fell það tal svo niður. En þá bar svo við, veturinn eftir að þetta gerðist, að Þórður kom til Vestmanneya, og hafði þá svipaða sögu að segja. Hann sagðist, á leiðinni til Eya um kvöldið þegar hann fór að hátta, hafa hengt vasaúr sitt á lítinn krók, sem til þess er (eða var) ætlaður á skipum og leikur á litlum þverás, fyrir ofan í klefanum, þar sem sofið er. Þegar hann tók úrið sitt um morguninn, er hann hafði klæðst, fylgdi krókurinn með, en þó var ásinn heill, sem krókurinn var festur við og krókurinn líka. Ég sagði þá við Þórð alveg eins og hann hafði áður sagt við mig, hálf- glettnislega, að hann hefði dreymt þetta. Nokkrum árum síðar spurði ég Þórð um þetta atvik í áheyrn Kr. Linnet systur minnar. Hann lýsti þessu þá eins en nokkuð ítarlegar. Mér datt í hug hvort þetta hefði verið svar, svipað því er Tómas fekk forðum. Annar Tómas. k k k Enn á þessi saga sér framhald. Það var síðast í maímánuði árið 1934, árið eftir atburðinn í Kaup- mannahöfn, að ég fór niður á sknf- stofu mína í Vestmanneyum, rétt fyrir klukkan eitt. Afgreiðslutím- inn fór í hönd og gekk ég því rak- leitt að peningaskáp embættisins til þess að opna hann. Tók ég þá upp ,„hringinn góða“, og ætlaði eins og venja mín var að opna skápinn með peningaskápslyklin- um, sem á honum var. Þrátt fyrir nákvæma athugun og leit, fann ég ekki lykilinn á hringnum. Hann hafði þó verið þar einni klukku- stund áður, er ég fór upp til að borða og lokaði skápnum með hon- um. Ég brá þá hendinni í vasann, þar sem lyklakippan á hringnum hafði verið eins og vant var. Viti menn — þar lá peningaskápslyk- illinn laus. Hann hafði losnað af hringnum. Allir hinir lyklarnir, sem voru margir, voru fastir á hon-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.