Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1953, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1953, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 507 höfuð hans og brenndi hann illa (12.) Jón H. Guðmundsson, stýrimaður á vb. Ólafi Magnússyni frá Akranesi, festist í þilfarsvindu og fór úr liði um mjöðm og öxl (12.) Tveir drengir urðu fyrir bílum í Reykjavík, sinn á hvorum stað, og meiddust báðir (14.) Vigfús Vigfússon, skipverji á bv. Jörundi, varð milli báts og skips og fótbrotnaði (15.) Tveir brezkir stúdentar, sem voru í flokki námsmanna við rannsóknir í Morsárdal, lögðu á Öræfajökul og síð- an hefir ekkert spurzt til þeirra, þrátt fyrir mikla leit (19.—21.) Bíll fór út af veginum á Fagradal og hrapaði niður i árgljúfur. Tvö syst- kin, sem voru í honum, sakaði ekki, en bíllinn eyðilagðist (20.) Herflugvél hlekktist á í lendingu á Keflavíkurflugvelli. Kom upp eldur í henni og brann hún til kaldra ko'a. Einn maður fórst, en nokkrir særð- ust (23.) Sex ára drengur varð fyrir bíl í Reykjavík, en meiddist furðu lítið (29.) Stórum fólksí'lutningabíl setuliðsins hvolfdi hjá Innri-Njarðvík. í honum voru 32 menn og meiddist enginn að raði (30.) Bíllinn, sem hrapaði niður í ár- gljúfur á Fagradal ELDSVOÐAR Brann skíðaskáli KR í Hveradöl- um (20.) Bærinn Ytra Krossanes við Eyafjörð brann til kaldra kola. Eldurinn kom. upp í heyi hjá bæarhúsum (25.) Eldur kom upp i Bílasmiðjunni við Skúlatún í Reykjavík. Urðu þar minni skemmdir en við mátti búast, því slökkviliðið gekk vel fram í að kæfa eldinn (27.) Eldur kviknaði út frá rafmagni í húsinu Sundlaugaveg 28 í Reykjavík, en varð fljótt slökktur (29.) MANNALÁT 1. Árni Pétursson læknir í Reykjavík. I. Kristvarður Þorvarðarson, kennari. 3. Frú Sesselja Ingibjörg Guðmundi- dóttir, Reykjavík. 3. Agnar Magnússon, innheimtumað- ur, Reykjavík. 8. Guðmundur Jónsson frá Helgastöð- um, Reykjavík. 9. Björn Þórðarson í'yr kaupmaður, Reykjavík. II. Unnur Kristjánsdóttir, hjúkrunar- kona, Reykjavík. 15. Húsfrú Salvör Guðmundsdóttir, Reykjavík. 20. Bjarni Sighvatsson, bankastjóii, Vestmanneyum. GESTIR Tveir brezkir þingmenn, Greville Howard og Edward Evans, komu hing- að í boði íslandsdeildar alþjóða-þing- mannasambandsins, og dvöldust hér viku (7.) Peter Scott fuglafræðingur kom úr leiðangri sínum í Þjórsárver. Hafði hann merkt þar 8750 heiðargæsir (9.) Batory, pólskt skemmtiferðaskip, kom hingað með 650 franska og ítalska ferðamenn (15.) Groeneveld, fulltrúi hollenzka land- búnaðarráðuneytisins, kom hingað til þess að kynnast íslenzkum hestum og athuga., hvort þeir mundu vera hentugir fyrir hollenzka smábænd- ur (19.) Sex menn frá Bretlandi komu hing- að í boði Búnaðarfélags íslands, Flug- Dilasiniðjan í Reykjavík « í ljósum — i-.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.