Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1953, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 13.09.1953, Blaðsíða 16
518 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS báta. Nú rru fimm mismunandi tcg- undir björgunarbáta í Englandi, og beztur af þeim er talinn sá bátur er þeir nefna „Watson Cabin". Hann er rúmlega 46 fet á lengd, er með tveim- ur skrúfum og knúinn áfram af tveim- ur 40 hestafla díselvélum. Hann vegur um 20 smálestir og á honum er 8 manna áhöfn. Hann getur farið 8'^ milu á klukkustund og hefur næga olíu innan borðs til þess að fara 230 mílur. Hann er svo rúmgóður að hann getur borið 90 manns og til hans er svo vandað að öllu leyti sem kostur er á. Hann kostar Hka um 25.000 sterlings- pund. í hinum nýustu björgunarbátum eru talstöðvar, ,,kallari", en það er áhald sem magnar rödd manns svo, að heyrzt getur til hans um ]2 km leið: þar eru eínnig rafljós-kastarar og línubyssa og sérstakt áhald til að dreifa út olíu til að kyrra sjó. Nú sem stendur eru 154 björgunar- bátar í Englandi. — Á stríðsárunum björguðu þeir 6376 mönnum frá drukknan, eða að meðaltali 21 á viku hverri. En frá því að slysavarnafélagið var stofnað 1824 hefur það bjargað 78.000 mönnum frá drukknun í sjó, og það er glaesilegur árangur. (The Birmingham Post). & & & Á £ ^jría oraPo h Ormur Ófeigsson prestur. Hann hafði verið prestur á Þingvöll- ura og Snæfuglsstöðum, en fékk Kirkju bæ í Vestmanneyum um 1593, þá kominn á efri ár. Hann var talinn hið niesta óeirða og ribbaldamenni. Mest kvað að illdeilum hans við hina dönsku kaupmenn í Vestmanneyum. Sýndi prestur þeim hina mestu fyrirlitn- ingu í orðum og athöfnum. Fengu þeir engu tauti við hann komið, enda var hann karlmenni hið mesta og synir hans stóðu honum ekki að baki og studdu hann í hvívetna. — Vertið eina tók séra Ormur formennsku á einu konungsskipinu, þvert á móti vilja kaupmanna, en þeir fengu ekki rönd við reist. I fyrsta róðri fiskaði prest- ur illa. Þegar hann kom af sjó, gekk hann upp í salthús konungs og lét sér þar um munn fara ýmisleg ó- FLUGVÖLLUR AKUREYRAR — Flugvöllurinn á Melgerðismelum hefir lengi þótt óhentugur, lengst inni í dal og há fjöll til beggja handa. Hefir því verið ákveðið að leggja hann niður og gera nýan flugvöll á vöðlunum rétt fyrir sunnan Akureyrarpoll. Unnið var í sumar að þessari flugvallargerð. Verður þar fyrst að stífla kvísl úr Eyjafjarðará og veita henni austur á bóginn. Síðan er farvegurinn fylltur upp með sandi og allt flugvallarstæðið upphækkað með sancli. Þennan sand fá menn úr veituskurðinum og ánni. Hefði átt að aka þess- um sandi a völlinn í bilnm, mundi hvert bílhlass hafa kostað 30—40 kr. En í stað þess var fengin öflug dæla, sem dælir sandinum út á völlinn og sparar svo mikið að kostnaðurinn verður ekki nema 1/fí á móts við það að nota bíla. Hér sést hinn nýi flugvöllur, dælan er til hægri og til vinstri má sjá hvernig sandinum er dælt upp á hann. (Ljósm. Mbl. Ól. K. Magnússon). kristileg orð, bölvaði og ragnaði og óskaði þess, að fjandinn hirti allan fisk. Daginn eftir var orðið algjörlega fisklaust, og varð mikið a.flaleysi þessa vertíð. Kenndi almenningur Ormi um fiskleysið, og létu kaupmenn staðfesta það almenningsálít með vitnaleiðslum. — (Sagnir úr Vestmanneyum). Illt er einlífi. Sá, sem ekki giftir sig, á að hljóta þá hegningu í öðru lífi að mala i handkvörn til dómsdags og vera húfu- laus þar á ofan. Það er jafnframt gert ráð fyrir því, að hann fari til verri staðarins. (01. Davíðsson: Kreddur). Húsið í Þvottalaugunum. Einu sinni sem oftar var boðaður fundur í Thorvaldsensfélaginu og óskað eftir að allar mæti, en eins og vant er varð það nú ekki. Þær sem vantaði voru biskupsfrúin Elína Sveinsson, landhöfðingjafrúin Elín Stephensen, frú María Finsen og fleiri. Fundarefnið var uppástunga um að koma upp þvottahúsi í laugunum, sem var mikil þörf fyrir, því að þar var ekki nokkurt skýli. Okkur þótti slæmt að taka ákvörðun, án þess að þessar konur væri í ráðum með, en svo fór, að við samþykktum tillöguna allar í einu hljóði, en þetta hafði það í för með sér, að þessar konur, sem ég tilnefndi, sögðu sig úr félaginu. Ein þeirra kom í það aftur mörgum árum seinna, nefnilega landhöfðingjafrúin. Húsið komst upp. Síðan gáfum við bænum það, en bæarstjórnin vildi varla taka við því. Einn bæarstjórnar- manna sagði, að það notuðu það ekki aðrir en kvenfólk, sem enginn kærði sig um, nefnilega vinnukonurnar. Auð- vitað þurfti það viðhald. Fyrstu vik- una, sem það var í brúki, var að heita mátti brotin í því hver rúða og stolið öllum snúrum. Svona var strákskap- urinn. — (Guðrún Borgfjörð).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.