Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1954, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1954, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 215 ið og bátarnir voru fullir af fólki, sem fagnaði ákaft hinum mikla gesti. Um borð söfnuðust farþegar saman í hinum mikla sal og færðu skipstjóra viðurkenningu fyrir hve vel ferðin hefði gengið. Allt var nú í bezta gengi. Þegar skipið fór fram hjá Castel Green á odda Manhattan, var þar fyrir ótölulegur grúi fólks að fagna því og svo hljóp allur skarinn upp eftir West Street til þess að elta það. Skipið hafði aldrei lagst að bryggju fyr. Og það var erfitt að leggjast að bryggju, því að hjóla- skóflu hlífarnar náðu 15 fet út fyrir byrðinginn. En hafnsögumað- ur var þó hvergi hræddur. Á hafn- arbakkanum stóð manngrúinn al- veg fram á fremstu brún. Skipið rakst með allmikilli ferð á hafn- arbakkann. Fólkið æpti af skelf- ingu og reyndi að forða sér. Hlífin á hjólskóflunni hjóst fimm fet inn í bakkann áður en það staðnæmd- ist. Þótt undarlegt megi virðast fórst enginn maður þarna, en 12 meiddust. Sjónarvottur sagði að hið mikla skip hefði gert tilraun að kljúfa New York í tvennt. En svo gerðist ekki fleira sögulegt og skipið var bundið við bakk- ann. Uppi í borginni hafði verið sett upp spjald mikið og á það letrað: „Leiðin að Austra hinum mikla." Og allan daginn streymdu alls kon- ar farartæki þangað full af fólki í sparifötunum, konum, körlum og börnum. En skipið var lokað og enginn fékk að fara um borð. Áður en tekið væri á móti gestum varð að fága allt og prýða þar, mála og dubba upp, á því stóð í fimm daga. Blöðin í New York voru æf. Þau heimtuðu að almenrtingi væri leyft að skoða skipið undir eins. Nokkur óhöpp skeðu meðan skip- ið lá þarna. Einn af skipverjum var sendur til þess að skoða skóflu- hjólið og tókst svo slysalega til að hann beið bana við það. Tveir skip- verjar duttu niður í lest og slósuð- ust. Slagsmál urðu meðal kyndar- anna og særðust tólf, en einn beið hana. Ölvaður sjómaður fell fram af hafnarbakkanum og drukknaði. Lík hans kom seinna upp með leirnum, sem skófluhólin rifu upp úr botninum þegar skipið lagði frá bryggju. Skipið til sýnis. Á þjóðhátíðardegi Bandaríki- anna, þegar fagnað var 85 ára af- mæli ríkisins, var skipið opnað almenningi til sýnis. Löng göngu- brú var gerð af hafnarbakkanum og gengið inn um gátt á hlið skips- ins. Þar var teljari og það small stöðugt í honum meðan fólkið streymdi um borð. Unglingar und- ir 12 ára aldri borguðu minna en aðrir, en þeir voru furðanlega há- vaxnir og þreknir og skildu Bret- ar ekkert í því hvaða ofvöxtur hafði hlaupið í amerísku æskuna! Veitingar voru um borð og uppi á hafnarbakkanum höfðu verið gerð söluskýli. Þau vöktu hina mestu óánægju og uppistand. Það var ekki nóg að þetta brezka skip drægi menn frá öðrum skemmtun- um, heldur leyfði það sér einnig þá ósvinnu, að keppa við innlenda áfengissala. En skipsmenn voru líka óánægðir. Allur fjöldinn af gestunum tuggði munntóbak í grið og ergi og þeir spýttu hvar sem þeir voru staddir. Gooch var æfui og seinast lét hann bera sand á aðalþilfarið. Brezk-ameríska vin- áttan var í mikilli hættu stödd þessa stundina. Ekki voru það nema 2000 gestir sem komu um borð þennan dag. Stafaði það af hátíðahöldum víðs- vegar um borgina, að menn gleymdu hinu mikla skipi, og var dagurinn því óheppilega valinn. Gestirnir bættu sér upp aðgangs- eyrinn með því að hnupla alls- konar munum, til þess að eiga til minja. Dugði ekkert þótt Gooch setti varðmenn til þess að gæta gestanna. Gialdkeri skipsins kom að tveimur mönnum í stóra saln- um, þar sem þeir voru að ná dýr- indis málverki af vegg. Hann ávítaði þá harðlega, en þeir svör- uðu með því að berja hann í höf- uðið með umgjörðinni og rota hann .... (Meira). <L^7)®®®G^^J BRIDGE A 532 V D 10 ? D G 10 9 8 6 * D 10 *KG8 V Á K 4 3 2 ? Á K 3 2 * 2 N V A S A ÁD 10 9 7 V 7 6 5 ? 54 * Á4 3 6«4 V G98 ? 7 *KG987 6 5 Suður sagði 6 spaða. V slær út TD og slagurinn er tekinn með TK í borði. Útlitið er ekki gott. S þarf að geta trompað tvö láglaufin, sem hann hefur á hendi, og þó er fleira að gæta. Við skulum nú athuga hvernig hann getur unnið spilið. Hann slær út laufi í borði, tekur með ásnum, slær svo út laufi og trompar í borði. En nú á hann enga innkomu nema í trompi og verður því að spila trompi úr borði. Svo slær hann út laufi og tekur á seinasta trompið í borði. — Hvað á hann nú að gera? Hann á að slá út lágtígli og lofa hin- um að komast inn, hvort heldur A trompar, eða V fær slaginn. Nú er sama hvað út kemur. Sé það tígull frá V er lágspil látið í og trompað í borði og síðan eru trompin tekin af andstæðing- unum, Hjartahrakið á hendi fellur í TÁ. — Ef A drepur lágtígulinn með trompi og slær út hjarta, þá er það tekið í borði og síðan slegið út tígulhraki og tromp- að á hendi og svo verður lokaspilið eins og áður er sagt.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.